Bayley Scales of Infant Development – Third Edition (BSID-III)
Efnisorð
- Þroski
- Börn
Stutt lýsing
- Tegund: Mat fagaðila á börnum eins til 42 mánaða
- Fjöldi atriða: Ekki ljóst
- Metur: Þroskastöðu ungra barna. Tekur til fimm sviða vitsmunaþroska, málþroska, hreyfiþroska, félags- og tilfinningalegan þroska og aðlögunarfærni, en hvert svið inniheldur nokkur undirsvið
- Svarkostir: Fagaðili skorar frammistöðu barns sem 0 (getur ekki) eða 1 (getur)
- Heildarskor: Reikna má skor fyrir hvert hinna fimm sviða og fyrir undirsvið. Staðalskor barns gefa hugmynd um hvernig það stendur í samanburði við jafnaldra. Einnig má skoða þroskaaldur (developmental age equivalent) fyrir hvert svið/undirsvið, þ.e. lífaldur barna í stöðlunarúrtaki þar sem viðkomandi hráskor er meðaltal. Þar sem ýmsar rannsóknir hafa bent til mögulegs ofmats með notkun staðalskora í 3. útgáfu (sjá t.d. hér), þótt um það sé deilt (sjá t.d. hér), hefur skapast sú hefð hérlendis að gefa upp niðurstöður í formi þroskaaldurs. Reikna má þroskavísitölu (developmental quotient; DQ) með því að deila þroskaaldri með lífaldri og margfalda með hundrað en taka þarf mið af tölfræðilegum annmörkum þess og athuga að hér er um að ræða erlent stöðlunarúrtak
Íslensk þýðing
- Ekki ljóst
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Ekki rannsakaður hérlendis eftir því sem næst verður komist.
Réttmæti: Ekki rannsakað hérlendis eftir því sem næst verður komist.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Bayley, N. (2005). Bayley Scales of Infant and Toddler Development, Third Edition (Bayley--III®) [Database record]. APA PsycTests. https://doi.org/10.1037/t14978-000
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst
Dæmi um birtar greinar:
- Magnússon, P., & Sæmundsen, E. (2001). Prevalence of autism in Iceland. Journal of autism and developmental disorders, 31, 153-163. https://doi.org/10.1023/A:1010795014548
- Jonsdottir, S. L., Saemundsen, E., Jonsson, B. G., & Rafnsson, V. (2022). Validation of the Modified Checklist for Autism in Toddlers, Revised with Follow-up in a population sample of 30-month-old children in Iceland: a prospective approach. Journal of Autism and Developmental Disorders, 52(4), 1507-1522. https://doi.org/10.1007/s10803-021-05053-1
Nemendaverkefni:
- Ekkert fannst
Reglur um notkun
- Höfundarréttarvarið og leyfisskylt, sjá hér
- Ætlast er til þess að notendur hafi viðeigandi menntun
- Athuga að Ráðgjafar- og greiningarstöð hefur sett saman verklagsreglur fyrir notkun matstækisins í 3.útgáfu – nýjar reglur verða væntanlega samdar fyrir 4.útgáfu þegar þar að kemur
Aðrar útgáfur
- BSID
- BSID-I og II
- BSID-IV
Síðast uppfært
- 12/2023