Problem Gambling Severity Index (PGSI)

Efnisorð

  • Spilavandi

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 9
  • Metur: Skimun fyrir spilavanda í almennu þýði m.t.t. hegðunar (4 atriði) og afleiðinga (5). Miðað er við síðastliðna tólf mánuði
  • Svarkostir: Fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (aldrei) til 3 (næstum alltaf)
  • Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 0–27 þar sem hærri skor vitna um aukinn vanda. Skor upp á 8 eða hærra hafa verið notuð sem viðmið fyrir sennilegan vanda

Íslensk þýðing

  • Daníel Þór Ólason, Sigurður J. Grétarsson og Sigríður Karen Bárudóttir. Tvær sjálfstæðar þýðingar voru gerðar og þær sameinaðar í eina sem svo var bakþýdd af löggildum skjalaþýðanda

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í stóru úrtaki háskólanema reyndist innri áreiðanleiki α = 0,84.Áreiðanleiki í endurteknum úrtökum úr þjóðskrá mældist á bilinu α = 0,80–0,862.
Réttmæti: Vísað er til niðurstaðna þáttagreiningar í grein Ólasonar og félaga2 og sú greining sögð hafa stutt við eins-þáttar byggingu listans, en ítarlegri upplýsingar eru ekki aðgengilegar.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Ferris, J. A., & Wynne, H. J. (2001). The Canadian Problem Gambling Index (pp. 1-59). Canadian Centre on substance abuse

Próffræðigreinar:

  • 1. Olason, D.T., Finnbogadottir, H., Hauksdottir, M. A. & Barudottir, S. K. (2003). An Icelandic version of the problem gambling severity index: A psychometric evaluation [fyrirlestur]. 27. ráðstefna norrænna geðlækna, Reykjavík, Ísland.

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Olason, D. T., Hayer, T., Brosowski, T., & Meyer, G. (2015). Gambling in the mist of economic crisis: Results from three national prevalence studies from Iceland. Journal of Gambling Studies, 31(3), 759–774. https://doi.org/10.1007/s10899-015-9523-4
  • Olason, D. T., Hayer, T., Meyer, G., & Brosowski, T. (2017). Economic recession affects gambling participation but not problematic gambling: Results from a population-based follow-up study. Frontiers in Psychology, 8, 274777. 
    https://doi.org/10.3389/fpsyg.2017.01247

Nemendaverkefni:

  • Margrét Viðarsdóttir. (2018). Gambling participation among adult Basketball players in Iceland [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/31250
  • Guðmundur Sigurðsson. (2019). Þátttaka í peningaspilum og algengi spilavanda meðal handboltafólks á Íslandi [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/32342

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – sjá matstækið hér
  • Ekki er vitað til þess að notkun krefjist sérstakrar hæfni eða menntunar

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 5/2024