Family Inventory of Needs (FIN)

Efnisorð

  • Þarfir
  • Langveikir
  • Fjölskylda

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir aðstandendur langveikra
  • Fjöldi atriða: 20
  • Metur: Þarfir aðstandenda langveikra (upphaflega einstaklinga með langt gengið krabbamein) og að hvaða marki þörfum er mætt. Þær þarfir sem metnar eru miklvægar (skor upp á 4 eða 5, sjá að neðan) eru skoraðar á síðari undirkvarðanum, þ.e. þeim sem tilgreinir að hvaða marki þeim hefur verið mætt. Þarfir má flokka í þarfir fyrir upplýsingar, persónulegar þarfir, sálrænar þarfir, ummönnunarþarfir sjúklings og trúarlegar þarfir1
  • Svarkostir: Á undirkvarða mikilvægis – fimm punkta raðkvarði frá 1 (ekki mikilvægt) til 5 (mjög mikilvægt). Á undirkvarðanum er þörfum mætt – þriggja punkta fullmerktur raðkvarði með 0 (ekki mætt), 1 (mætt að hluta) og 2 (mætt)
  • Heildarskor: Þarfir eru skoðaðar hver um sig en einnig má reikna meðalskor fyrir öll 20 atriðin þar sem hærra skor vitnar um aukið mikilvægi. Það hvort þörfum sé mætt má skora sem hlutfall mikilvægra þarfa sem er mætt, svo dæmi sé tekið

Íslensk þýðing

  • Ásdís Elfarsdóttir og Þuríður Stefánsdóttir hjúkrunafræðingar þýddu og bakþýddu
  • Engar frekari upplýsingar fundust um þýðingarferlið

 

Próffræðilegir eiginleikar

  • Áreiðanleiki:  Í blönduðu úrtaki aðstandenda (n = 67) hefur innri áreiðanleiki undirkvarða mælst α = 0,92 fyrir mikilvægi og α = 0,96 fyrir uppfyllingu þarfa.2 Sömu stuðlar í stærra úrtaki aðstandenda krabbameinssjúklinga hafa mælst 0,92 og 0,943.
  • Réttmæti: Ekkert fannst.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • 1. Kristjánson, L.J., Atwood, J.R., & Degner, L.F. (1995). Validity and Reliability of the Family Inventory of Needs (FIN): Measuring the Care Needs of Families of Advanced Cancer Patients. Journal of Nursing Measurement, 3, 109 - 126

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Friðriksdóttir, N., Sigurðardóttir, V. & Gunnarsdóttir, S. (2006). Important needs of families in acute and palliative care settings assessed with the family inventory of needs. Palliative medicine, 20(4), 425–432. https://doi.org/10.1191/0269216306pm1148oa
  • 3. Friðriksdóttir, N., Sævarsdóttir, Þ., Hálfdánardóttir, S. Í., Jónsdóttir, A., Magnúsdóttir, H., Ólafsdóttir, K. L., Guðmundsdóttir, G., & Gunnarsdóttir, S. (2011). Family members of cancer patients: Needs, quality of life and symptoms of anxiety and depression. Acta oncologica (Stockholm, Sweden), 50(2), 252–258. https://doi.org/10.3109/0284186X.2010.529821

Nemendaverkefni:

  • Björg Sigurðardóttir, Brynja D. Jónsdóttir & Hulda Pálsdóttir. (1999). Þarfir fjölskyldna sem fá líknarmeðferð í heimahúsi [óútgefin BS ritgerð]. Háskóli Íslands

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst, hefur ekki tekist að ná á höfundi / höfundarréttarhafa

Aðrar útgáfur

  • Critical Care Family Needs Inventory (forveri)

Síðast uppfært

  • 7/2023