Center for Epidemiological Studies – Depression Scale (CES-D)

Efnisorð

  • Faraldsfræði
  • Þunglyndi

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 20
  • Metur: Einkenni þunglyndis á fjórum sviðum í almennu þýði. Sviðin eru depurð, ánægja, líkamleg einkenni / hægagangur og samskipti. Svarendur eru beðnir um að tilgreina að hve miklu leyti þeir hafa orðið varir við þau einkenni sem atriði tilgreina síðastliðna viku
  • Svarkostir: Fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (minna en einn dag) til 3 (5–7 daga)
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0–60 þar sem hærra skor vitnar um aukin / tíðari þunglyndiseinkenni

Íslensk þýðing

  • Fjölvar Darri Rafnsson, Karl Ægir Karlsson, Matthías Þorvaldsson og Jakob Smári1
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli/hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki háskólanema hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,901 og 0,88.Áreiðanleiki í blönduðu úrtaki nema og einstaklinga með grun um lyndisraskanir hefur mælst α = 0,86.Áreiðanleiki meðal ungmenna hefur mælst α = 0,894 og 0,90. Í nemendaverkefni mældist α = 0,76 í úrtaki einstaklinga með kæfisvefn.6 

Réttmæti: Í blönduðu úrtaki nema og einstaklinga með grun um lyndisraskanir reyndist heildarskor á CES-D hafa fylgni við skor á BDI-II upp á = 0,813 en = 0,64 við BAI í úrtaki stúdenta.1 Vísbendingar um samleitni og sundurgreiningu í úrtaki stúdenta voru óskýrari þegar miðað var við HADS þar sem fylgni CES-D við þunglyndis- og kvíðahluta var áþekk, eða = 0,69 og 0,63. Athuganir á formgerð í þremur úrtökum grunnskóla-, framhalds- og háskólanema með meginhlutagreiningu bentu til tveggja vídda depurðar og jákvæðra tilfinninga í stað þeirra fjögurra sem margar rannsóknir erlendis eru sagðar hafa sýnt. Eitt atriði reyndist í öllum úrtökum hafa lága fylgni við heildarskor og höfundar bentu á mögulegan þýðingarvanda þar að lútandi – sjá nánar í grein Smára og félaga.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Radloff, L. S. (1977). The CES-D Scale: A self-report depression scale for research in the general population. Applied Psychological Measurement, 1(3), 385–401. https://doi.org/10.1177/014662167700100306

Próffræðigreinar:

  • 1. Smári, J., Ólason, D. Þ., Arnarson, Þ. Ö., & Sigurðsson, J. F. (2008). Mælitæki fyrir þunglyndi fullorðinna sem til eru í íslenskri gerð: Próffræðilegar upplýsingar og notagildi. Sálfræðiritið, 13, 147–169. https://www.hirsla.lsh.is/handle/2336/72993?locale-attribute=is

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Smári, J., Gylfadóttir, T., & Halldórsdóttir, G. L. (2003). Responsibility attitudes and different types of obsessive-compulsive symptoms in a student population. Behavioural and Cognitive Psychotherapy, 31(1), 45–51. https://www.proquest.com/docview/213099018?pq-origsite=gscholar&fromopenview=true
  • 4. Ólason, D. T., Skarphedinsson, G. A., Jonsdottir, J. E., Mikaelsson, M., & Gretarsson, S. J. (2006). Prevalence estimates of gambling and problem gambling among 13- to 15-year-old adolescents in Reykjavík: An examination of correlates of problem gambling and different accessibility to electronic gambling machines in Iceland. Journal of Gambling Issues, 18, 39–55. https://doi.org/10.4309/jgi.2006.18.7
  • 3. Arnarson, T. O., Olason, D. T., Smári, J., & Sigurethsson, J. F. (2008). The Beck Depression Inventory Second Edition (BDI-II): psychometric properties in Icelandic student and patient populations. Nordic Journal of Psychiatry, 62(5), 360–365. https://doi.org/10.1080/08039480801962681
  • 5. Kolbrún Baldursdóttir, Daníel Þór Ólason, Sigurður J. Grétarsson, Ágústa Rakel Davíðsdóttir og Ása Margrét Sigurjónsdóttir. (2008). Peningaspil og algengi spilavanda meðal 16 til 18 ára framhaldsskólanema: Mat á áhættuþáttum. Sálfræðiritið, 13, 27–46. Vefslóð
  • Björg Guðmundsdóttir, R., Birgisdóttir, F., Hauksdóttir, A., Jónsson, B. G. G., & Gestsdóttir, S. (2023). How self-regulation influences academic achievement and positive youth development: the mediating role of internalizing and externalizing symptoms. European Journal of Developmental Psychology, 1–22. https://doi.org/10.1080/17405629.2023.2267227

Nemendaverkefni:

  • 6. Petra Lind Sigurðardóttir. (2014). Depression and obesity among untreated people, diagnosed with sleep apnea syndrome [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/19412
  • Fanney Sigurgeirsdóttir. (2021). The impact of social constraints and resilience on depression in Icelandic women newly diagnosed with breast cancer [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/38912
  • Bjarki Jóhannsson. (2024). Exploring the effect of caregiver support on psychological distress in stem cell transplant patients [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. https://hdl.handle.net/1946/47554 

 

Reglur um notkun

  • Í opnum aðgangi. Umsjón með dreifingu hefur Mapi Research Trust – með því að búa til aðgang á heimasíðu þeirra geta rannsakendur óskað eftir íslenskri þýðingu 
  • Athuga að listinn er ekki ætlaður til notkunar í klíník og höfundur mælti upphaflega gegn túlkun stakra skora1
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi formlegar hæfni- eða menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 9/2024