Eitt af markmiðum Heilbrigðisvísindastofnunar er að veita rannsakendum stuðning. Ráðgjöf um styrkjamöguleika, aðstoð við umsóknir í sjóði, samningaferli, samningagerð, verkefnastjórnun rannsóknarverkefna, rekstur, skýrslugerð... Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindastofnunar veitir ráðgjöf varðandi allt sem viðkemur tölfræði í rannsóknum. Próffræðistofa Heilbrigðisvísindastofnunar veitir ráðgjöf varðandi allt sem viðkemur notkun sjálfsmatskvarða eða spurningalista í rannsóknum. Veitir aðstöðu og þjónustu fyrir vísindamenn sem vinna að klínískum rannsóknum. Vinnur að eflingu framhaldsnáms við sviðið í samvinnu doktorsnámsnefnd HVS, fastanefndir deilda, önnur svið og Miðstöð framhaldsnáms. Veitir aðstoð og ráðgjöf um framkvæmd klínískra rannsókna og þjálfun fyrir starfsfólk og nema í góðum klínískum starfsháttum. Annast sameiginleg málefni HÍ sem lúta að rannsóknum. Safnið hefur áskrift að hundruðum rafrænna tímarita og gagnasafna, og býr yfir þó nokkrum rafbókakosti.