Complexity Compression Questionnaire (CCQ)

Efnisorð

  • Viðbótarvinnuálag

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – hjúkrunarfræðingar
  • Fjöldi atriða: 28
  • Metur: Viðbótarvinnuálag á þremur sviðum miðað við síðastliðinn mánuð: Stjórnun (9 atriði), Hjúkrun (16 atriði) og Einstaklingsþættir (3 atriði)
  • Svarkostir: Hverju atriði er svarað á tveimur mismunandi raðkvörðum, annars vegar viðhorfakvarða frá 1 (mjög ósammála) til 6 (mjög sammála) og hins vegar tíðnikvarða frá 1 (sjaldan) til 4 (næstum alltaf/alltaf)
  • Heildarskor: Fást með því að leggja saman stig allra atriða viðhorfakvarða annarsvegar og tíðnikvarða hinsvegar og liggja á bilinu 28–168 og 28–112. Einnig má reikna skor fyrir undirsviðin þrjú með sama hætti

Íslensk þýðing

  • CCQ var þýddur og staðfærður á íslensku með aðferð bakþýðingar.1 Þýðingin var forprófuð meðal hjúkrunarfræðinga á þremur hjúkrunarheimilum. Tuttugu hjúkrunarfræðingar fengu matstækið sent og þeir beðnir um að meta það og svara atriðunum. Níu hjúkrunarfræðingar kláruðu verkefnið og gerðu einhverjir athugasemdir við orðalag nokkurra atriða - þau atriði voru endurskoðuð

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki heildarviðhorfakvarða viðbótarvinnuálags hefur mælst α = 0,95 í úrtaki hjúkrunarfræðinga.1 Áreiðanleiki undirkvarða (viðhorf) var eftirfarandi: Stjórnun, α = 0,84 / Hjúkrun, α = 0,91 / Einstaklingsþáttur, α = 0,77. Í sama úrtaki mældist áreiðanleiki heildartíðnikvarða α = 0,91, og áreiðanleiki undirkvarða (tíðni) var eftirfarandi: Stjórnun, α = 0,83 / Hjúkrun, α = 0,82 / Einstaklingsþáttur, α = 0,59.  
Réttmæti: Ekkert fannst.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Krichbaum, K. E., Peden-McAlpine, C., Diemert, C., Koenig, P., Mueller, C., & Savik, K. (2011). Designing a measure of complexity compression in registered nurses. Western Journal of Nursing Research33(1), 7–25. https://doi.org/10.1177/0193945910383877

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • 1. Sveinfríður Sigurpálsdóttir, Ragnar F. Ólafsson & Helga Bragadóttir. (2012). Viðbótarvinnuálag á hjúkrunarfræðinga í bráðaþjónustu: Lýsandi rannsókn. Tímarit hjúkrunarfræðinga88(5), 50–56. 

Nemendaverkefni:

  • Sveinfríður Sigurpálsdóttir. (2010). Viðbótarvinnuálag á klínískum hjúkrunarfræðingum á sjúkrahúsum á Íslandi. Lýsandi rannsókn [MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/5643
  • Signý Þórarinsdóttir & María Ósk Gunnsteinsdóttir. (2011). Viðbótarvinnuálag á klínískum hjúkrunarfræðingum á sjúkrahúsum á Íslandi. Lýsandi rannsókn [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/86066

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst 

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 5/2024