Intelligibility in Context Scale (Skilningur á tali í samhengi) (ICS)

Efnisorð

  • Skiljanleiki
  • Talmeinafræði
  • Börn

Stutt lýsing

  • Tegund: Mat annara – foreldri metur barn
  • Fjöldi atriða: 7
  • Metur: Skiljanleika tals barna. Foreldrar eru beðnir um að meta hversu auðveldlega ólíkir viðmælendur (foreldrarnir sjálfir, fjölskyldumeðlimir, vinir barnsins, aðrir kunningjar, kennarar barnsins og ókunnugir) skilja tal barns síns miðað við síðastliðinn mánuð
  • Svarkostir: Raðkvarði með fimm fullmerktum svarkostum frá 5 (alltaf) til 1 (aldrei)
  • Heildarskor: Fæst með því að reikna meðaltal af stigum allra atriðanna og liggur á bilinu 1–5 þar sem hærra skor vitnar um að auðveldara sé að skilja tal barnsins

Íslensk þýðing

  • Þóra Másdóttir talmeinafræðingur þýddi árið 2012 að beiðni höfunda. Íslenskufræðingur las næst yfir þýðinguna og að lokum var hún borin undir einn höfunda matstækisins, Sharynne McLeod

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í nemendaverkefnum hefur fylgni milli stakra atriða verið á bilinu 0,50–0,91 í úrtaki foreldra 4–5 ára barna.1,2,3 Í sömu úrtökum hefur innri áreiðanleiki verið α = 0,951 og α = 0,942.  
Réttmæti: Vísbendingar um samleitni voru kannaðar í nemendaverkefnum með því að reikna fylgni við hlutfall réttra samhljóðamyndunar sem reiknað var út frá framburði barna á orðum á Málhljóðaprófi ÞM: r = 0,51–0,70 (4–5 ára börn)1,2  og r = 0,64 (3 ára börn)4. Í öðru nemendaverkefni var fylgni reiknuð við framburðarþátt MELB: r = 0,53 (4–5 ára börn).3 Að lokum hefur samræmi í svörum foreldra þriggja ára barna annars vegar og leikskólakennara þeirra hins vegar verið borin saman með lýsandi hætti og gáfu niðurstöður til kynna lítinn mun í svörum atriðanna.4 Höfundur verkefnisins bendir þó á að í úrtakinu hafi verið fá börn með frávik í framburði.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • McLeod, S., Harrison, L. J., & McCormack, J. (2012). The intelligibility in context scale: Validity and reliability of a subjective rating measure. Journal of Speech, Language, and Hearing Research, 55(2), 648–656. https://doi.org/10.1044/1092-4388(2011/10-0130)

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • 1. Rósa Hauksdóttir. (2016). Samræmi Málhljóðaprófs ÞM og ICS kvarðans: Próffræðileg athugun á íslenskri þýðingu ICS kvarðans og þróun íslenskra viðmiða [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/24793
  • 2. Sigríður Ásta Vigfúsdóttir. (2019). Algengi málhljóðaröskunar meðal fjögurra ára íslenskra barna: Faraldsfræði og réttmætisathugun á íslenskri þýðingu ICS-kvarðans [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/32352
  • 3. Valdís Björk Þorgeirsdóttir. (2020). Réttmætisathugun á málþroskaprófinu Málfærni eldri leikskólabarna (MELB): Samanburður við TOLD-2P og ICS kvarðann [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/36883
  • 4. Karen Inga Bergsdóttir. (2022). LANIS skimunarlisti: Önnur forprófun á framburðarhluta listans [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/41652
  • Ösp Vilberg Baldursdóttir. (2023). Assessing the validity of FOCUS-ÍS: A parent report questionnaire of functional communication development of 4-year-old children [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/43079

 

Reglur um notkun

  • Í opnum aðgangi – sjá hér
  • Gert er ráð fyrir að talmeinafræðingur leggi matstækið fyrir. Nánari upplýsingar um fyrirlögn má einnig finna hér

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 5/2024