Obsessive Compulsive Inventory - Revised (OCI-R)

Efnisorð

  • OCD

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 18
  • Metur: Einkenni þráhyggju- og árátturöskunar á sex sviðum (þrjú atriði per svið) síðastliðinn mánuð
  • Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (alls ekki) til 4 (mjög mikið)
  • Heildarskor: 0–72 þar sem hærra skor vitnar um meiri einkenni

Íslensk þýðing

  • Ásdís Eyþórsdóttir og Jakob Smári þýddu listann og enskumælandi löggildur þýðandi bakþýddi

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki kvenna með átröskun mældist innri áreiðanleiki α = 0,93 en 0,94 í hópi kvenna með aðrar geðgreiningar – athuga þó að þær niðurstöður ber að túlka með varkárni sökum smæðar úrtaka.1 Í úrtaki háskólanema hefur innri áreiðanleiki undirkvarða mælst á bilinu α = 0,62–0,84 en heildarkvarða α = 0,87–0,89.2,3,4 Endurprófunaráreiðanleiki undirkvarða hefur mælst á bilinu r = 0,69–0,86 en r = 0,83 fyrir kvarðann í heild.2 Fylgni atriða við heildarskor hefur mælst bilinu r = 0,37–0,57 og innbyrðis fylgni undirkvarða á bilinu r = 0,28–0,46.

Áreiðanleiki hefur líka verið kannaður í nemendaverkefnum. Í stóru blönduðu úrtaki háskólanema og þeirra sem sóttu líkamsræktarstöðvar var α = 0,90.5

Réttmæti: Staðfestandi þáttagreining í úrtaki háskólanema hefur stutt sex-þátta formgerð í samræmi við kenningu.2 Miðlungs og sterk fylgni (r = 0,60 og 0,77) fékkst milli skora á OCI-R, MOCI og PI-WSUR sem einnig meta einkenni OCD. Lægri fylgni mældist við PSWQ (áhyggjur) og MPS (fullkomnunarárátta) (r = 0,42 og 0,51). Fylgni undirkvarðanna tjekk-hegðun og þvottar við samskonar undirkvarða á MOCI mældist miðlungs sterk (r = 0,57 og 0,53). 

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • OCI: Foa, E. B., Kozak, M. J., Salkovskis, P. M., Coles, M. E., & Amir, N. (1998). The validation of a new obsessive–compulsive disorder scale: The Obsessive–Compulsive Inventory. Psychological Assessment, 10(3), 206–214. https://doi.org/10.1037/1040-3590.10.3.206
  • Foa, E. B., Huppert, J. D., Leiberg, S., Langner, R., Kichic, R., Hajcak, G., & Salkovskis, P. M. (2002). The Obsessive-Compulsive Inventory: Development and validation of a short version. Psychological Assessment, 14(4), 485–496. https://doi.org/10.1037/1040-3590.14.4.485

Próffræðigreinar:

  • 2. Smári, J., Ólason, D. Þ., Eypórsdóttir, Á., & Frölunde, M. B. (2007). Psychometric properties of the Obsessive Compulsive Inventory-Revised among Icelandic college students. Scandinavian Journal of Psychology, 48(2), 127–133. https://doi.org/10.1111/j.1467-9450.2007.00574.x

Dæmi um birtar greinar:

  • 1. Sigurlaug María Jónsdóttir, Guðlaug Þorsteinsdóttir & Jakob Smári. (2005). Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Text-Revised (BULIT-R) prófsins. Læknablaðið, 12(91), 923–928. https://www.laeknabladid.is/media/tolublod/1314/PDF/f03.pdf
  • 3. Ólafsson, R. P., Arngrímsson, J. B., Árnason, P., Kolbeinsson, Þ., Emmelkamp, P. M. G., Kristjánsson, Á., & Ólason, D. Þ. (2013). The Icelandic version of the dimensional obsessive compulsive scale (DOCS) and its relationship with obsessive beliefs. Journal of Obsessive-Compulsive and Related Disorders, 2(2), 149–156. https://doi.org/10.1016/j.jocrd.2013.02.001
  • 4. Eysteinsson, I., Gustavsson, S. M., & Sigurdsson, J. F. (2022). Prevalence estimates of depression and anxiety disorders among Icelandic University students when taking functional impairment into account. Nordic Psychology, 74(2), 102–113. https://doi.org/10.1080/19012276.2021.1914147

Nemendaverkefni

  • Selma Dögg Vigfúsdóttir. (2012). Hugsanabæling: Rannsókn á tafarlausri aukningu og endurkasti hugsana [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/11778
  • 5. Fjóla Dís Markúsdóttir & Malena Írisardóttir Þórisdóttir. (2015). Tengsl líkamsræktar við áráttu- og þráhyggjuröskun, átraskanir og líkamsræktarfíkn [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/21541

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarið en í opnum aðgangi fyrir rannsóknir – sjá matækið hér
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi formlegar hæfni- eða menntunarkröfur fyrir notkun 

Aðrar útgáfur

  • OCI

Síðast uppfært

  • 5/2024