Prosthetic Mobility Questionnaire (PMQ)
Efnisorð
- Hreyfifærni
- Gervilimir
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fólk sem hefur misst neðri útlim(i) og gengur með gervifót
- Fjöldi atriða: 12
- Metur: Hreyfifærni eftir aflimun á neðri útlim(um). Svarendur eru beðnir um að meta getu sína síðastliðna viku til að framkvæma tilteknar athafnir þegar gervifótur er notaður
- Svarkostir: Raðkvarði með fimm fullmerktum svarkostum frá 0 (get ekki) til 4 (full geta)
- Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0–48 þar sem hærra skor vitnar um betri hreyfifærni
Íslensk þýðing
- Upplýsingar um þýðingu má finna í grein Önnu L. Ármannsdóttur og Kristínar Briem (sjá kaflann Methods, Process of translation á bls. 11)1
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í úrtaki einstaklinga sem höfðu undirgengist aflimun fyrir ofan eða neðan hné og voru í reglubundinni þjónustu hjá stoðtækjafræðingi eða í viðhaldsþjálfun við endurhæfingarstofnun var innri áreiðanleiki α = 0,95 (n = 28).1
Réttmæti: Samleitni PMQ við önnur matstæki var könnuð með Spearman raðfylgnistuðli í sama úrtaki og greint var frá hér fyrir ofan.1 Fylgni við önnur matstæki sem meta hreyfifærni var eftirfarandi: Timed up and go test (TUG), rrho = –0,63 (n = 22); Two minute walk test (2MWT); rrho = 0,69 (n = 22); Activities of daily living undirkvarði (KOOS-ADL), rrho = 0,87 (n = 28); Mat á eigin hreyfifærni síðastliðna viku á sjónkvarða (e. visual analog scale), r = 0,77 (n = 26). Sundurgreiningarhæfni PMQ var könnuð í sama úrtaki með Mann-Whitney prófi. Niðurstöður gáfu til kynna að eldri einstaklingar (60–84 ára) skoruðu að jafnaði lægra á PMQ (M = 59,7, n = 14) heldur en yngri einstaklingar (22–59 ára) (M = 77,7, n = 14) og að einstaklingar með lægra Medical Functional Classification Level (MFCL2) skoruðu að jafnaði lægra (M = 59,7, n = 14) heldur en einstaklingar með hærra MFCL (MFCL3) (M = 77,7, n = 14). Munur á PMQ skorum einstaklinga sem höfðu undirgengist aflimun fyrir ofan (M = 56,8, n = 8) eða neðan hné (M = 73,4, n = 20) var ekki tölfræðilega marktækur.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Franchignoni, F., Monticone, M., Giordano, A., & Rocca, B. (2015). Rasch validation of the prosthetic mobility questionnaire: a new outcome measure for assessing mobility in people with lower limb amputation. Journal of Rehabilitation Medicine, 47, 460–465. https://doi.org/10.2340/16501977-1954
Próffræðigreinar:
- 1. Ármannsdóttir, A. L. & Briem, K. (2021). Validity and reliability of the Icelandic translation and transcultural adaptation of the Prosthetic Mobility Questionnaire in individuals with lower limb amputations. Sjúkraþjálfarinn, 10–17. https://www.hirsla.lsh.is/handle/2336/621710?locale-attribute=is
Dæmi um birtar greinar:
- Ekkert fannst
Nemendaverkefni:
- Ekkert fannst
Reglur um notkun
- Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – sjá eintak hér
- Engar upplýsingar fundust varðandi hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 12/2023