Quality of Recovery (QoR-40)
Efnisorð
- Svæfing
- Skurðaðgerðir
- Bati
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
- Fjöldi atriða: 40
- Metur: Gæði bata eftir svæfingu og skurðaðgerð. Bati er metinn á fimm sviðum: Líkamleg líðan (12 atriði), líkamlegt sjálfstæði (5), tilfinningalegt ástand (9), sálfélagslegur stuðningur (7) og verkir (7). Miðað er við er síðasta sólarhring, en einnig má nota listann þegar lengra er liðið frá aðgerð
- Svarkostir: Fimm punkta fullmerktir raðkvarðar frá 1 (aldrei) til 5 (alltaf) og 1 (alltaf) til 5 (aldrei)
- Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 40–200 þar sem hærra skor vitnar um aukinn bata
Íslensk þýðing
- Þórdís Borgþórsdóttir og félagar.1 Sjálfstæðar þýðingar voru gerðar af hjúkrunarfræðingunum sem að verkefni Þórdísar komu og þær síðan sameinaðar í eina. Sjálfstæður þýðandi bakþýddi. Sjá nánar í verkefni Þórdísar
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki heildarskors hefur reiknast α = 0,96 í mjög smáu forprófunarúrtaki nemendaverkefnis (n = 12), bæði sólarhring eftir aðgerð og fjórum sólarhringum eftir aðgerð – vegna smægðar úrtaks er alfastuðullinn þó í mesta lagi til vísbendingar.1 Í stærra úrtaki einstaklinga sem gengist höfðu undir bæklunar- eða kvensjúkdómaaðgerð reiknaðist stuðullinn 0,89 fyrir heildarskor, en hann var mun lægri fyrir suma undirkvarða þegar hóparnir (bæklunaraðgerð v/s kvensjúkdómaaðgerð) voru skoðaðir hvor um sig, eða allt frá α = 0,31 fyrir undirkvarða líkamlegs sjálfstæðis í hópi þeirra sem höfðu undirgengist kvensjúkdómaaðgerð (n = 56). Í úrtaki legusjúklinga í nemendaverkefni hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,89 fyrir heildarskor en á bilinu 0,80 til 0,90 á undirkvörðum.2
Réttmæti: Meðalskor á heildarkvarða QoR-40 og undirkvörðum hafa reynst hækka eftir því sem lengra líður frá aðgerð, sem er í samræmi við það sem sést hefur í rannsóknum og búast má við.3 Fylgni skora á matstækinu við aðrar breytur var könnuð. Væg neikvæð fylgni mældist á milli skora á QoR-40 á tíma 3 og lengdar aðgerðar, lengdar svæfingar, lakari andlegrar heilsu og lakari líkamlegri heilsu á tíma 1. Að sama skapi mældist væg / miðlungs sterk jákvæð fylgni milli heildarskors á tíma 3 og minni einkenna þreytu, hæsi og þorsta.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Myles, P. S., Hunt, J. O., Nightingale, C. E., Fletcher, H., Beh, T., Tanil, D., Nagy, A., Rubinstein, A., & Ponsford, J. L. (1999). Development and psychometric testing of a quality of recovery score after general anesthesia and surgery in adults. Anesthesia and analgesia, 88(1), 83–90. https://doi.org/10.1097/00000539-199901000-00016
- Myles, P. S., Weitkamp, B., Jones, K., Melick, J., & Hensen, S. (2000). Validity and reliability of a postoperative quality of recovery score: the QoR-40. British journal of anaesthesia, 84(1), 11–15. https://doi.org/10.1093/oxfordjournals.bja.a013366
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst
Dæmi um birtar greinar:
- 3. Sveinsdottir, H., Borgthorsdottir, T., Asgeirsdottir, M. T., Albertsdottir, K., & Asmundsdottir, L. B. (2016). Recovery After Same-Day Surgery in Patients Receiving General Anesthesia: A Cohort Study Using the Quality of Recovery-40 Questionnaire. Journal of perianesthesia nursing : official journal of the American Society of PeriAnesthesia Nurses, 31(6), 475–484. https://doi.org/10.1016/j.jopan.2015.07.003
Nemendaverkefni:
- 2. Kolbrún Kristiansen. (2013). Líðan sjúklinga á sjúkradeild eftir liðskiptaaðgerð á hné eða mjöðm, aðgengi að upplýsingum og ánægja með umönnun: Lýsandi þversniðsrannsókn [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/15497
- 1. Þórdís Borgþórsdóttir. (2014). Líðan dagaðgerðasjúklinga eftir svæfingu: Forprófun mælitækisins Quality of Recovery-40. Samanburður á líðan þeirra sem fóru í kvensjúkdómaaðgerð og bæklunaraðgerð [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/17328
Reglur um notkun
- Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – sjá matstækið hér
- Ekki er vitað til þess að notkun krefist sérstakrar hæfni / þjálfunar
Aðrar útgáfur
- QoR-15
Síðast uppfært
- 5/2024