Received Knowledge of hospital patients scale (RKhp)

Efnisorð

  • Fengin fræðsla
  • Inniliggjandi sjúklingar

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir inniliggjandi sjúklingar
  • Fjöldi atriða: 40
  • Metur: Hvaða fræðslu sjúklingur telur sig hafa fengið, þ.e. upplýsingar um ástand, fyrirhuguð inngrip og batahorfur sem sjúklingar hafa fengið og meðtekið. Fræðsla / þekking er metin á 6 sviðum: lífeðlisfræðilegt svið (8 atriði), færnisvið (8), reynslusvið (3), siðfræði (9), félagslegt (6) og fjárhagslegt svið (6). ATH – listinn er hannaður til að leggja fyrir samhliða Knowledge Expectations of hospital patients (KEhp), sjá að ofan
  • Svarkostir: Fjögurra punkta Likert-kvarði frá 1 (algerlega ósammála) til 4 (algerlega sammála)
  • Heildarskor: Heildarskor er meðaltal stiga í hinum 40 atriðum og eru á bilinu 1–4 þar sem hærra skor vitnar um meiri fengna fræðslu. Skor má einnig reikna á undirkvörðum með sama hætti. Athuga að oft er notað mismunaskor veittrar fræðslu og væntinga til fræðslu – sjá næsta matstæki að ofan. Mismunaskor upp á 0 vitnar um að væntingum hafi verið mætt, neikvætt skor að minni fræðsla hafi verið veitt en væntingar stóðu til, og jákvætt skor að fræðsla hafi farið fram úr væntingum

Íslensk þýðing

  • Brynja Ingadóttir og Árún K. Sigurðardóttir
  • Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki:  Í úrtaki sjúklinga á leið í valkvæða liðskiptaaðgerð mældist innri áreiðanleiki α = 0,97 (0,86–0,94 fyrir undirkvarða) – en athuga að úrtak samanstóð af íslenskum, sænskum og finnskum þátttakendum og niðurstöður vísa því ekki nema að takmörkuðu leyti til íslenskrar útgáfu listans.Í öðru úrtaki sjúklinga á bæklunardeild var áreiðanleiki heildarskors á bilinu 0,97–0,99 og áreiðanleiki undirkvarða lægstur fyrir færnisvið eða á bilinu 0,83–0,95 (athuga að grein byggir á alþjóðlegum samanburði og ekki er hægt að aðgreina niðurstöður fyrir Íslands sérstaklega, þess vegna eru gefin upp talnabil).Áreiðanleiki heildarskors á tveimur tímapunktum í kjölfar aðgerðar í úrtaki einstaklinga sem hlutu gerviliði var 0,98 og 0,963, en á bilinu 0,97–0,98 á þremur tímapunktum í kjölfar aðgerðar í úrtaki einstaklinga með hjartabilun.

Réttmæti: Réttmæti inntaks hefur verið metið af fagfólki, m.a. m.t.t. skýrleika atriða og yfirgrips. Í staðfestandi þáttagreiningu reyndist siðfræðisvið hafa mest skýringargildi gagnvart heildarskori en fjárhagslegt minnst. Líkanið sem sýndi best mátgæði í staðfestandi þáttagreiningu á úrtökum allra þeirra 7 Evrópulanda sem rannsóknin náði til (Ísland þar á meðal) var eins þáttar líkan með fylgni á milli villudreifingar nokkurra atriða. Sjá nánar í grein Leinu-Kilpi o.fl.2

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Leino-Kilpi, H., Johansson, K., Heikkinen, K., Kaljonen, A., Virtanen, H., & Salanterä, S. (2005). Patient education and health-related quality of life: surgical hospital patients as a case in point. Journal of nursing care quality, 20(4), 307–318. https://doi.org/10.1097/00001786-200510000-00005

Próffræðigreinar:

  • 2. Leino-Kilpi, H., Inkeroinen, S., Cabrera, E., Charalambous, A., Fatkulina, N., Katajisto, J., Sigurðardóttir, Á. K., Sourtzi, P., Suhonen, R., Zabalegui, A., & Valkeapää, K. (2020). Instruments for Patient Education: Psychometric Evaluation of the Expected Knowledge (EKhp) and the Received Knowledge of Hospital Patients (RKhp). Journal of multidisciplinary healthcare, 13, 1481–1505. https://doi.org/10.2147/JMDH.S271043

Dæmi um birtar greinar:

  • 3. Árún K. Sigurðardóttir, Gunnhildur H. Gunnlaugsdóttir & Brynja Ingadóttir. (2013). Væntingar til fræðslu og heilsutengd lífsgæði sjúklinga sem fara í gerviliðaaðgerð. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 3(89), 40–47. https://www.hjukrun.is/timaritid/greinasafn/grein/2013/06/27/v%C3%A6ntingar/  
  • 1. Ingadottir, B., Johansson Stark, A., Leino-Kilpi, H., Sigurdardottir, A. K., Valkeapää, K., & Unosson, M. (2014). The fulfilment of knowledge expectations during the perioperative period of patients undergoing knee arthroplasty -- a Nordic perspective. Journal of clinical nursing, 23(19-20), 2896–2908. https://doi.org/10.1111/jocn.12552
  • 4. Ingadottir, B., Thylén, I., Ulin, K., & Jaarsma, T. (2020). Patients are expecting to learn more: A longitudinal study of patients with heart failure undergoing device implantation. Patient education and counseling, 103(7), 1382–1389. https://doi.org/10.1016/j.pec.2020.02.023

Nemendaverkefni:

  • Gunnhildur H. Gunnlaugsdóttir. (2012). Eflandi fræðsla sjúklinga sem fara í gerviliðaaðgerð : samanburður á væntri og fenginni fræðslu og áhrif á heilsutengd lífsgæði [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/12468
  • Hekla Björk Grétarsdóttir, Guðbjörg María Lorange & Sigríður Kristjana Þorkelsdóttir. (2023). Trú á eigin getu til sjálfsumönnunar. Lýsandi þversniðsrannsókn meðal sjúklinga með krabbamein í meltingarvegi og blóðkrabbamein sem eru í krabbameinslyfjameðferð [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/44110

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt – rannsakendum er bent á að hafa samband við höfund, Helenu, á helena.leino-kilpi@utu.fi, eða samstarfskonu, Saiju, á saanin@utu.fi

Aðrar útgáfur

  • Knowledge Expectations of significant other-scale (KEso)
  • Received Knowledge of significant others-scale (RKso)
  • Sjá hér dæmi um notkun í annarri grein Brynju Ingadóttur og Árúnar K. Sigurðardóttur

Síðast uppfært

  • 5/2024