EORTC QLQ-SWB

Efnisorð

  • Heilsutengd lífsgæði
  • Andleg líðan
  • Krabbamein
  • Líknarmeðferð

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir sem hljóta líknarmeðferð við krabbameini
  • Fjöldi atriða: 38
  • Metur: Andlega líðan á fjórum sviðum – samband við sjálfan sig, samband við aðra, trúarlegar / andlegar skoðanir og athafnir, og tilvistarleg vandamál. Tvö atriði meta breytingar á trúarlegum / andlegum skoðunum frá greiningu. Eitt atriði metur andlega líðan heildrænt. Miðað við upplifanir síðastliðna viku, eða afstöðu / upplifun almennt
  • Svarkostir: Fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði frá 1 (alls ekki) til 4 (mjög mikið), sjö punkta raðkvarði frá 1 (mjög slæm) til 7 (ágæt
  • Heildarskor: Reikna má heildarskor á hverjum undirkvarða (sviði) um sig, en sjö stök atriði eru ekki fremur ætluð til að stuðla að samtali og eru þau ekki skoruð. Heildarskor á undirkvörðum eru reiknuð samkvæmt leiðbeiningum um skorun frá útgefendum. Skor eru á bilinu 0-100 þar sem hærri skor vitna um jákvæðari niðurstöðu (betra samband við sjálfið og aðra, betri andlega líðan)

Íslensk þýðing

  • Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir 
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferlið

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Ekkert fannst.  
Réttmæti: Fylgni á milli útkomu á EORTC QLQ-C15-PAL listanum og EORTC QLQ-SWB í 30 manna hentugleikaúrtaki krabbameinssjúklinga hefur mælst = 0,39.1 Meðalsterk neikvæð fylgni fékkst milli skora á stökum atriðum EORTC QLQ-C15-PAL sem meta þreytu og depurð og skora á EORTC QLQ-SWB (r = –0,48 og r = –0,38). Í sama úrtaki voru atriði metin m.t.t. þess hversu vel þau ættu við hérlendis og hversu vel þau skildust. Atriði skildust almennt vel, og þóttu heilt yfir ekki ruglandi, ágeng eða óviðeigandi með öðrum hætti. Sum atriðanna þóttu þó erfið í svörun að því leyti að þau spurðu um viðkvæmt efni.  

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Vivat, B., Young, T., Efficace, F., Sigurđadóttir, V., Arraras, J. I., Åsgeirsdóttir, G. H., Brédart, A., Costantini, A., Kobayashi, K., & Singer, S. (2013). Cross-cultural development of the EORTC QLQ-SWB36: A stand-alone measure of spiritual wellbeing for palliative care patients with cancer. Palliative Medicine, 27(5), 457–469. https://doi.org/10.1177/0269216312451950

Próffræðigreinar:

  • 1. Asgeirsdottir, G. H., Sigurdardottir, V., Gunnarsdottir, S., Sigurbjörnsson, E., Traustadottir, R., Kelly, E., Young, T., & Vivat, B. (2015). Spiritual well-being and quality of life among Icelanders receiving palliative care: data from Icelandic pilot-testing of a provisional measure of spiritual well-being from the European Organisation for Research and Treatment of Cancer. European journal of cancer care, 26(2), 10.1111/ecc.12394. https://doi.org/10.1111/ecc.12394

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • Ekkert fannst

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskyldur og höfundarréttarvarinn – sjá umsóknareyðublað hér
  • Leyfið á ekki að kosta neitt ef um ræðir óstyrktar rannsóknir
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • EORTC QLQ-SWB32
  • EORTC QLQ-SWB36

Síðast uppfært

  • 5/2024