Peabody Developmental Motor Scales - Second Edition (PDMS-2)

Efnisorð

  • Hreyfiþroski
  • Börn

Stutt lýsing

  • Tegund: Mat sjúkraþjálfara á barni 0 til 6 ára
  • Fjöldi atriða: 151 í grófhreyfihluta + 98 í fínhreyfihluta
  • Metur: Fín- og grófhreyfiþroska barna á sex sviðum. Grófhreyfihluti inniheldur 4 undirsvið: Prófun á viðbrögðum (e. reflexes), jafnvægi í kyrrstöðu og styrk, hreyfingu úr stað og boltafærni. Fínhreyfihluti inniheldur 2 undirsvið: Prófun á gripi og samhæfingu sjónar og handa
  • Svarkostir: Þriggja punkta kvarði þar sem 0 stig = barn getur ekki framkvæmt atriði, eitt stig = barn reynir en tekst ekki fullkomlega og tvö stig = barn getur framkvæmt atriði og uppfyllt skilyrði um að gera það vel. Athuga að barn fær þrjár tilraunir til að framkvæma hverja athöfn / hreyfingu og skorun miðast þá við bestu frammistöðu
  • Heildarskor: Heildarskor má reikna fyrir hvert hinna 6 undirsviða, fyrir grófhreyfihluta, fínhreyfihluta og fyrir listann í heild. Út frá hrágildum barns má reikna staðalgildi fyrir hvert undirsvið (= 10,  sf = 2) sem gefa hugmynd um hvar það stendur í samanburði við jafnaldra (athuga þó að gildin byggja á erlendum normum). Út frá hrágildum á einnig reikna mælitölur fyrir fín- og grófhreyfiþroska og fyrir prófið i heild (= 100,  SF = 15, sami varnagli og að ofan)

Íslensk þýðing

  • Leiðbeiningar um fyrirlögn PDMS-2 voru þýddar yfir á íslensku árið 2007 af Önnu Guðnýju Eirkískdóttur, Áslaugu Guðmundsdóttur og Björgu Guðjónsdóttur – sjá nánar í verkefni Rakelar Sunnu bls.8

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki 11 barna á aldrinum fjögurra til sex ára var sammæli milli matstmanna ICC (2,1) = 0,98 fyrir prófið í heild.1 Lægst var sammælið fyrir prófhlutann samhæfing sjónar og handa (0,95) en hæst fyrir grip (0,99). Innri áreiðanleiki var líka reiknaður en sökum smægðar úrtaks er ekki skynsamlegt að túlka niðurstöðu þar að lútandi. Í sama úrtaki var sammæli metið innan matsmanns. Samræmi niðurstaðna með viku millibili mældist ICC (3,1) = 0,88 fyrir prófið í heild. Lægst var samræmið fyrir boltafærni (0,49) en hæst fyrir grip (0,92). Fyrir umræðu um mögulegar skýringar á lægstu stuðlum, sjá grein Friðnýjar o.fl.1  
Réttmæti: Ekkert fannst.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Folio, M. K. og Fewell, R. (2000). Peabody Developmental Motor Scales: Examiner’s Manual. (2.útgáfa ed.). PRO-ED, Inc

Próffræðigreinar:

  • 1. Friðný María Þorsteinsdóttir, Rakel Sunna Hjartardóttir og Björg Guðjónsdóttir. (2023). Áreiðanleiki íslenskrar þýðingar á hreyfiþroskaprófinu Peabody Developmental Motor Scale – 2. Sjúkraþjálfarinn, 1(51), 24–32. 
    https://www.sjukrathjalfun.is/media/sjukrathjalfarinn-pdf/SjukraVor2023_web.pdf

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • Friðný María Þorsteinsdóttir. (2021). Íslensk þýðing á Peabody Developmental Motor Scale – önnur útgáfa [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/38626
  • Rakel Sunna Hjartardóttir. (2021). Íslensk þýðing á Peabody Developmental Motor Scales 2 (PDMS-2). Innri áreiðanleiki og áreiðanleiki milli matsmanna [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/38701

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt – sjá hér
  • Notendur þurfa að hafa góðan skilning á próffræðilegum eiginleikum, reglum við framkvæmd prófsins og á niðurstöðum svo túlkun þeirra verði áreiðanleg
  • Athuga að rannsakendur hérlendis gætu nálgast upplýsingar hjá Félagi sjúkraþjálfara varðandi aðgengi að íslenskri þýðingu, ef hún er ekki fáanleg á vefsíðunni að ofan

Aðrar útgáfur

  • Peabody Developmental Motor Scales
  • Peabody Developmental Motor Scales III

Síðast uppfært

  • 8/2024