Bath Adolescent Pain Questionnaires (BAPQ & BAPQ-P)

Efnisorð

  • Verkir
  • Ungmenni
  • Virkni

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat barna og ungmenna 11 til 18 ára, eða mat foreldra 
  • Fjöldi atriða: 61
  • Metur: Verkir og áhrif á virkni. Tekur til sjö sviða: Félagslegrar virkni, líkamlegrar virkni, fjölskyldutengdrar virkni, þunglyndis, almenns kvíða, verkjatengds kvíða og þroska
  • Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (aldrei) til 4 (mjög oft). Við spurningum tengdum þroska í samaburði við jafnaldra eru orðagildin mjög langt á eftir til mjög langt á undan
  • Heildarskor: Skor á atriðum eru lögð saman og umreiknuð í prósentur þar sem hærri tala vitnar um meiri einkenni. Undirsvið þunglyndis, almenns kvíða og verkjatengds kvíða má líka leggja saman í skor fyrir tilfinningalega virkni
     

Íslensk þýðing

  • Tvær sjálfstæðar þýðingar voru gerðar af nema í klínískri sálfræði og sálfræðingi með reynslu af vinnu með og umönnun barna.2 Þriðji aðili, einnig sálfræðingur með reynslu af vinnu með börnum, sameinaði þýðingarnar í eina. Tveir nemar í klínískri sálfræði bakþýddu og báru saman við upprunalega útgáfu. Orðfæri lokaþýðingar var metið í úrtaki ungmenna m.t.t. hversu viðeigandi og skiljanlegt það þótti. Breytingar voru gerðar í samræmi við athugasemdir
  • Aðilar í þýðingarferlinu eru ekki jafngreindir

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki ungmenna með langvinnan heilsufarsvanda var innri áreiðanleiki sjálfsmatsútgáfu kannaður.1 Áreiðanleiki undirsviðanna sjö var á bilinu α = 0,42 (líkamleg virkni) til 0,89 (almennur kvíði). Fyrir áreiðanleika útgáfu fyrir foreldra, sjá próffræðigreinina sem vísað er í að neðan.

Réttmæti: Í sama úrtaki ungmenna með langvinnan heilsufarsvanda var fylgni BAPQ við skyld matstæki könnuð.1 Fylgni undirkvarða félagslegrar virkni við hliðstæðan undirkvarða á PedsQL mældist r = |0,54|, hlutfallslega hæst fylgnistuðla við aðra undirkvarða þess lista. Sama gilti um undirkvarða líkamlegrar virkni á listunum tveimur, þar var fylgnin r = |0,49|. Innbyrðis fylgni undirsviða á BAPQ var á bilinu r = 0,01 (líkamleg virkni við fjölskylduvirkni) til 0,81 (almennur kvíði og þunglyndi). Undirsvið þunglyndis hafði hlutfallslega sterkasta fylgni við CDI, og undirkvarði almenns kvíða við heildarskor á MASC (r  = 0,75 og 0,71), en þó var mikil skörun þunglyndiskvarða á BAPQ og MASC og almenns kvíða og CDI (r  = 0,68 og 0,70). Sjá nánar í töflu 4.1 Fyrir hliðstæðar niðurstöður foreldraútgáfu, sjá próffræðigreinina sem vísað er í að neðan. 

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Eccleston, C., Jordan, A., McCracken, L. M., Sleed, M., Connell, H., & Clinch, J. (2005). The Bath Adolescent Pain Questionnaire (BAPQ): development and preliminary psychometric evaluation of an instrument to assess the impact of chronic pain on adolescents. Pain, 118(1-2), 263–270. https://doi.org/10.1016/j.pain.2005.08.025
  • Eccleston, C., McCracken, L. M., Jordan, A., & Sleed, M. (2007). Development and preliminary psychometric evaluation of the parent report version of the Bath Adolescent Pain Questionnaire (BAPQ-P): A multidimensional parent report instrument to assess the impact of chronic pain on adolescents. Pain, 131(1-2), 48–56. https://doi.org/10.1016/j.pain.2006.12.010
     

Próffræðigreinar:

  • 1. Gudmundsdottir D.B., Brynjolfsdottir B., Halldorsdottir S.B., Halldórsdóttir H.R., Thorsteinsdottir S. & Valdimarsdottir H. (2023). Psychometric evaluation of an Icelandic translation of the adolescent and parent report versions of the BATH pain questionnaires and investigation of the psychosocial impact of pain on adolescents with chronic disease. Scand J Psychol, 64(5), 609-617. https://doi.org/10.1111/sjop.12910

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst utan próffræðigreinar að ofan

Nemendaverkefni:

  • 2. Silja Björg Halldórsdóttir. (2016). The Icelandic translation of the Bath Adolescent Pain Questionnaires (BAPQ and BAPQ-P): Preliminary psychometric properties of multidimensional measures for adolescents with chronic pain and their parents to assess the impact of chronic pain on the adolescents [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/25733
  • Halla Ruth Halldórsdóttir. (2016). The Icelandic translation of the Bath Adolescent Pain - Parental Impact Questionnaire (BAP-PIQ) : preliminary psychometric properties of multidimensional measures for parents of adolescents with chronic pain to assess the impact on parents [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/25721

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst, rannsakendum er bent á að hafa samband við Lisa Austin á l.austin@bath.ac.uk

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 10/2024