Edmonton Symptom Assessment Scale - Revised (ESAS-r)

Efnisorð

  • Einkenni
  • Krabbameinssjúklingar

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir krabbameinssjúklingar, einkum þeir sem fá líknarmeðferð. Í flestum tilvikum svara sjúklingar sjálfir, en annars heilbrigísstarfsfólk eða aðstandendur
  • Fjöldi atriða: 10
  • Metur: 9 algeng einkenni sem krabbameinssjúklingar upplifa auk eins persónubundins einkennis sem má bæta við matið. Miðað er við núverandi líðan
  • Svarkostir: Tölukvarði frá 0 (einkenni ekki til staðar) til 10 (versta mögulega einkenni). Athuga að í enskri útgáfu inniheldur matstækið í sumum tilvikum mynd af líkama þar sem svarandi er beðinn að tilgreina hvar verkir séu
  • Heildarskor: Heildarskor fyrir öll atriði eru á bilinu 0–90 þar sem hærra skor vitnar um aukna einkennabyrði. Einnig má reikna skor fyrir líkamleg einkenni annars vegar og tilfinningaleg / sálræn einkenni hins vegar. Skor fyrir líkamleg einkenni eru á bilinu 0–60 en skor fyrir tilfinningaleg / sálræn einkenni á bilinu 0–20, í báðum tilvikum vitnar hærra skor um meiri einkenni / sjúkdómsbyrði. Erlendar rannsóknir hafa lagt til skor upp á 3–4 sem þröskuld fyrir frekara mat og meðferð, sjá nánar t.d. í grein hér

Íslensk þýðing

  • Nanna Friðriksdóttir, Erna Haraldsdóttir, Sigurður Árnason og Jón Eyjólfur Jónsson þýddu ESAS 1997; Nanna Friðriksdóttir, Jón Eyjólfur Jónsson, Kristín Lára Ólafsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir stóðu að endurþýðingu ESAS-r 2012
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferlið

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki krabbameinssjúklinga hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,881 og 0,852.  
Réttmæti: Fylgni einstakra einkenna ESAS við matstæki sem metur sömu einkenni (MDASI) var t.a.m. r = 0,81 fyrir þreytu og 0,86 fyrir ógleði en lægri fyrir einkennin sársauka (r = 0,65) og kvíða / streitu (0,56).2 Athugun á byrði svörunar sýndi að sjúklingum þótti almennt auðvelt að svara listanum.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Bruera E., Kuehn N., Miller M. J., Selmser P., & Macmillan K. (1991). The Edmonton Symptom Assessment System (ESAS): A simple method for the assessment of palliative care patients. Journal of Palliatice Care, 7(2), 6-9. https://doi.org/10.1177/082585979100700202
  • Watanabe, S. M., Nekolaichuk, C., Beaumont, C., Johnson, L., Myers, J., & Strasser, F. (2011). A multicenter study comparing two numerical versions of the Edmonton Symptom Assessment System in palliative care patients. Journal of pain and symptom management, 41(2), 456–468. https://doi.org/10.1016/j.jpainsymman.2010.04.020

Próffræðigreinar:

  • 2. Grétarsdóttir, H., Friðriksdóttir, N., & Gunnarsdóttir, S. (2016). Psychometric properties of the Icelandic version of the Revised Edmonton Symptom Assessment Scale. Journal of Pain and Symptom Management, 51(1), 133–137. https://doi.org/10.1016/j.jpainsymman.2015.08.007

Dæmi um birtar greinar:

  • 1. Þóra Jenný Gunnarsdóttir, Lilja Jónasdóttir & Nanna Friðriksdóttir. (2011). Áhrif slökunarmeðferðar á einkenni sjúklinga með krabbamein. Læknablaðið, 87(6), 46-52. https://www.hirsla.lsh.is/handle/2336/620478
  • Ólafsdóttir, K. L., Jónsdóttir, H., Fridriksdóttir, N., Sigurdardóttir, V., & Haraldsdóttir, E. (2018). Integrating nurse-facilitated advance care planning for patients newly diagnosed with advanced lung cancer. International Journal of Palliative Nursing, 24(4), 170-177. https://doi.org/10.12968/ijpn.2018.24.4.170

Nemendaverkefni:

  • Arnfríður Magnúsdóttir. (2020). Munnslímhúðarbólga hjá sjúklingum sem eru í geislameðferð vegna krabbameins á höfuð- og hálssvæði: Mat á próffræðilegum eiginleikum íslenskrar útgáfu af Oral Assessment Guide matstækinu [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/37909

 

Reglur um notkun

  • Í opnum aðgangi – rannsakendur greini frá notkun hér svo umsjónaraðilar geti fylgst með henni
  • Að því búnu má nálgast íslenska þýðingu hér
  • Sjá hér kafla 4.4 og 4.5 í handbók listans fyrir dæmi um þjálfun þeirra sem leggja matstækið fyrir 

Aðrar útgáfur

  • ESAS

Síðast uppfært

  • 11/2023