Clinical Impairment Assessment (CIA)
Efnisorð
- Átraskanir
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir með átröskun
- Fjöldi atriða: 16
- Metur: Sálræna og félagslega skerðingu á þremur sviðum (persónuleg skerðing, félagsleg skerðing og hugræn skerðing) vegna einkenna átraskana. Miðað er við síðustu fjórar vikur. Matstækið var hannað til að leggja fyrir í kjölfar Eating Disorder Examination–Questionnaire (EDE-Q)
- Svarkostir: Fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (alls ekkert) til 3 (mikið)
- Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0–48 þar sem hærra skor vitnar um aukna skerðingu vegna einkenna átröskunar
Íslensk þýðing
- Elfa B. Hreinsdóttir
- Engar upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í blönduðu úrtaki kvenna með og án átröskunar hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,96. Meðalfylgni atriða við heildarskor reyndist vera r = 0,78 (spönn = 0,66–0,88).1 Í úrtaki einstaklinga með átröskun reyndist áreiðanleikinn α = 0,74.2
Réttmæti: Meðalskor kvenna með átröskun hafa mælst M = 27 (SF = 12, n = 14) samanborið við M = 7 (SF = 9, n = 171) í almennu úrtaki nema.1 Þegar skor á CIA voru flokkuð í þrennt (0–16 = lág, 17–32 = í meðallagi og 33–48 = há) kom í ljós að rúm 14% þátttakenda úr átröskunarhóp skoruðu undir 16 stigum samanborið við rúm 86% í almennu úrtaki nema. Sterk jákvæð fylgni mældist á milli heildarskors CIA og Eating Disorder Evaluation-Questionnaire hjá átröskunarhóp, r = 0,90 (athuga þó n = 14).Til samanburðar reyndist fylgni við þunglyndishluta DASS í átröskunarhóp r = 0,42. Í einfaldri aðhvarfsgreiningu fyrir niðurstöður úrtaksins í heild reyndist skor á EDE-Q skýra um 69% af dreifingu skora á CIA. Leitandi þáttagreining var framkvæmd í almenna úrtakinu (n = 171). Þriggja þátta lausn fékkst líkt og búist var við, og hafði hún skýrða dreifingu upp á rúm 74%. Þar af var þáttur persónulegrar hömlunar ríkjandi. Einhver tilvik voru um krosshleðslur atriða (t.d. atriði sem snýr að því að vera annars hugar og atriði sem snýr að því að eiga erfitt með að einbeita sér).
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Bohn, K., Doll, H. A., Cooper, Z., O'Connor, M., Palmer, R. L., & Fairburn, C. G. (2008). The measurement of impairment due to eating disorder psychopathology. Behaviour Research and Therapy, 46(10), 1105–1110. https://doi.org/10.1016/j.brat.2008.06.012
- Bohn, K., & Fairburn, C.G. (2008). The Clinical Impairment Assessment Questionnaire (CIA 3.0). Í Fairburn, C.G. (ritstj). Cognitive Behavior Therapy and Eating Disorders. Guilford Press.
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan
Dæmi um birtar greinar:
- Ekkert fannst
Nemendaverkefni:
- 1. Sólveig María Ólafsdóttir. (2011). Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Eating Disorder Evaluation-Questionnaire (EDE-Q) og Clinical Impairment Assessment (CIA) [óútgefin cand.psych. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/8799
- 2. Jakob Fannar Stefánsson. (2022). Effectiveness of brief cognitive behavioural therapy for non-underweight eating disorders in Iceland [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/42429
Reglur um notkun
- Höfundarréttarvarið en í opnum aðgangi – sjá matstækið hér
- Rannsakendur eru beðnir um að vísa í heimild, sjá að ofan
- Engar upplýsingar hafa fundist varðandi formlegar hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun
- Sjá upprunalegt upplýsingaskjal höfunda hér
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 7/2024