EORTC QLQ-C15-PAL

Efnisorð

  • Heilsutengd lífsgæði
  • Krabbamein
  • Líknarmeðferð

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir sem hljóta líknarmeðferð við krabbameini
  • Fjöldi atriða: 15
  • Metur: Algeng einkenni meðal þeirra sem glíma við krabbamein (bæði undirkvarðar og stök atriði) ásamt tilfinningalegri og líkamlegri virkni (2 undirkvarðar) og heildrænu mati á heilsutengdum lífsgæðum. Miðað er við síðastliðna viku
  • Svarkostir: Fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði frá 1 (alls ekki) til 4 (mjög mikið), sjö punkta raðkvarði frá 1 (mjög léleg) til 7 (afbragðsgóð
  • Heildarskor: Heildarskorum á undirkvörðum er umbreytt í samræmi við leiðbeiningar um skorun lengri útgáfu listans (EORTC QLQ-C30). Á virknikvörðum eru skor á bilinu 0–100 þar sem hærra skor vitnar um betri virkni / færri vandamál. Á einkennakvörðum eru skor sömuleiðis á bilinu 0–100, en hærra skor vitnar um meiri einkennabyrði

Íslensk þýðing

  • Valgerður Sigurðardóttir
  • Engar nánari upplýsingar fundust um hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Ekkert fannst.
Réttmæti: Miðlungs sterk jákvæð fylgni (r = 0,39) fékkst á milli útkomu á EORTC QLQ-C15-PAL listanum og EORTC QLQ-SWB í 30 manna hentugleikaúrtaki krabbameinssjúklinga.1 Meðalsterk neikvæð fylgni fékkst milli skora á stökum atriðum EORTC QLQ-C15-PAL sem meta þreytu og depurð og skora á EORTC QLQ-SWB (r = –0,48 og r = –0,38).

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Aaronson, N. K., Ahmedzai, S., Bergman, B., Bullinger, M., Cull, A., Duez, N. J., Filiberti, A., Flechtner, H., Fleishman, S. B., & de Haes, J. C. (1993). The European Organization for Research and Treatment of Cancer QLQ-C30: a quality-of-life instrument for use in international clinical trials in oncology. Journal of the National Cancer Institute, 85(5), 365–376. https://doi.org/10.1093/jnci/85.5.365

Próffræðigreinar:

  • 1. Asgeirsdottir, G. H., Sigurdardottir, V., Gunnarsdottir, S., Sigurbjörnsson, E., Traustadottir, R., Kelly, E., Young, T., & Vivat, B. (2015). Spiritual well-being and quality of life among Icelanders receiving palliative care: data from Icelandic pilot-testing of a provisional measure of spiritual well-being from the European Organisation for Research and Treatment of Cancer. European journal of cancer care, 26(2), 10.1111/ecc.12394. https://doi.org/10.1111/ecc.12394

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • Ekkert fannst

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskyldur og höfundarréttarvarinn – sjá umsóknareyðublað hér
  • Leyfið á ekki að kosta neitt ef um ræðir óstyrktar rannsóknir
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • EORTC QLQ-C30

Síðast uppfært

  • 4/2024