Pelvic Girdle Questionnaire (PGQ)

Efnisorð

  • Mjaðagrind
  • Verkir
  • Athafnir daglegs lífs

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat kvenna á meðgöngu, eftir meðgöngu, eða kvenna sem hljóta meðferð við mjaðmagrindarverkjum
  • Fjöldi atriða: 25
  • Metur: Grindarverki og áhrif þeirra á athafnir daglegs lífs. Spurt er um erfiðleika við að framkvæma ákveðnar athafnir vegna verkja (undirþáttur athafna, 20 atriði), og um umfang og styrk verkja í ákveðnum aðstæðum (undirkvarði einkenna, 5 atriði)
  • Svarkostir: Fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (alls ekki [erfitt]; enga [verki]; alls engan [þátt]) til 4 (mjög [erfitt]; mikla [verki]; mjög mikinn [þátt]) 
  • Heildarskor: Stig eru lögð saman og deilt í útkomuna með hæsta mögulega stigafjölda. Útkoman er prósentutala frá 0 til 100 þar sem hærra skor vitnar um meiri skerðingu. Þrjú stig eru dregin frá heildarskori fyrir hvert tilvik þar sem svarað er á ekki við eða ef spurningu er ekki svarað

Íslensk þýðing

  • Oddný Sigurðardóttir, Þorgerður Sigurðardóttir og Neil McMahon (2019)
  • Listinn var þýddur á íslensku og bakþýddur samkvæmt leiðbeiningum Beaton o.fl. (2000) um þýðingu og aðlögun sjálfsmatstækja

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki ófrískra kvenna og nýbakaðra mæðra með og án einkenna frá mjaðmagrind var áreiðanleiki endurtekinna mælinga kannaður.Heildarskor PGQ hafði ICC (3,1) = 0,98 (staðalvilla 2,69), undirsvið athafna hafði ICC (3,1) = 0,98 (SEM = 2,66) og undirsvið einkenna hafði ICC (3,1) = 0,95 (SEM = 2,99). Alfastuðull var α = 0,97 fyrir heildarskor, 0,96 fyrir athafnir og 0,91 fyrir einkenni.

Réttmæti: Í sama úrtaki ófrískra kvenna og nýbakaðra mæðra með og án einkenna frá mjaðmagrind var samband skors á PGQ við skor á Oswestry Disability Index (ODI) kannað.1 Sterk fylgni var á milli matstækjanna í samræmi við það sem búist var við (r = 0,92). Lægri fylgni en marktæk mældist einnig milli undirkvarða PGQ og VAS verkjakvarða meðal kvenna með einkenni (r = 0,35 og r = 0,40). Innbyrðis fylgni undirþátta og heildarskors PGQ var einnig könnuð í öllu úrtakinu og reyndist há (r = 0,93 milli athafna og einkenna, r = 0,99 milli athafna og heildarskors, r = 0,95 milli einkenna og heildarskors). Marktækur munur reyndist á meðalskorum hópa kvenna með og án staðfestra einkenna frá mjaðagrind (M = 53,8 v/s M = 5,5), einnig í samræmi við væntingar. Dreifigreining var framkvæmd á undirhópum kvenna með einkenni frá mjaðmagrind þar sem þeim var skipt upp í hópa í samræmi við skor á ODI kvarðanum. Greiningin staðfesti aðgreiningargetu PGQ m.t.t. missterkra einkenna (hópur með alvarleg ODI einkenni hafði M = 63,8; hópur með meðalmikil einkenni hafði M = 44,7; hópur án einkenna hafði M = 5,5. 

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Stuge, B., Garratt, A., Krogstad Jenssen, H., & Grotle, M. (2011). Pelvic Girdle Questionnaire (PGQ) [Database record]. APA PsycTests. https://doi.org/10.1037/t76337-000
  • Stuge B, Garratt A, Krogstad Jenssen H, Grotle M. (2011). The pelvic girdle questionnaire: a condition-specific instrument for assessing activity limitations and symptoms in people with pelvic girdle pain. Phys Ther, 91(7),1096-108. 10.2522/ptj.20100357
     

Próffræðigreinar:

  • 1. Elín Rós Jónasdóttir, Sigrún Ása Arngrímsdóttir, Kristín Briem & Þorgerður Sigurðardóttir. (2023). Mat á áhrifum mjaðmagrindarverkja á athafnagetu, á meðgöngu og eftir fæðingu; próffræðilegir eiginleikar íslenskrar útgáfu „The Pelvic Girdle Questionnaire“. Ljósmæðrablaðið, 2(101), 72–78

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • Sigrún Ása Arngrímsdóttir. (2020). Spurningalisti um mjaðmagrind (PGQ) - Könnun á réttmæti PGQ í íslenskri þýðingu [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/35975
  • Elín Rós Jónasdóttir. (2020). Áreiðanleiki endurtekinna mælinga á íslenskri þýðingu á spurningalista um mjaðmagrind: The Pelvic Girdle Questionnaire [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/36045

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarinn en í opnum aðgangi samkvæmt heimildum Próffræðistofu – sjá hér
  • Fyrirlögn krefst ekki tiltekinnar þjálfunar / hæfni svo vitað sé

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 12/2023