Timed „Up and Go“ („Upp og gakk“ á tíma) (TUG)
Efnisorð
- Grunnhreyfifærni
Stutt lýsing
- Tegund: Áhorf / frammistöðupróf – matsmaður metur próftaka
- Fjöldi atriða: Á ekki við
- Metur: Grunnhreyfifærni sem nauðsynleg er til að ráða við daglegar athafnir eins og að fara úr rúmi og upp í það aftur, fara á og af salerni og ganga stuttar vegalengdir. Matsmaður tekur tímann (í sekúndum) sem það tekur próftakann að standa upp úr stól, ganga þrjá metra, snúa við, ganga til baka og setjast aftur í sætið
- Svarkostir: Á ekki við
- Heildarskor: Skor er tíminn (í sekúndum) sem það tekur próftakann að ljúka prófinu. Styttri tími gefur til kynna betri grunnhreyfifærni próftakans
Íslensk þýðing
- Bergþóra Baldursdóttir og Sólveig Ása Árnadóttir, sjúkraþjálfarar, þýddu árið 2003 með leyfi höfundar
- Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Endurprófunaráreiðanleiki í slembiúrtaki einstaklinga á aldrinum 65 til 88 ára sem búsettir voru í heimahúsi (n = 20) hefur mælst ICC2,1 = 0,84 (staðalvilla = 1,32 sek).1 Sammæli matsmanna var metið í úrtaki 65 ára og eldri einstaklinga sem búsettir voru á dvalarheimili.2 Hverfandi munur reyndist á meðaltali tímamælinga matsmannanna (M = 0,04 sek), sem benti til góðs sammælis.
Réttmæti: Fylgni útkomu á TUG við skor á matstækjunum Mat á færni og fötlun (MFF) hefur í sama úrtaki einstaklinga 65 til 88 ára mælst sterk fyrir líkamlega færni í daglegu lífi, allsterk fyrir takmarkanir á þátttöku en í meðallagi fyrir tíðni þátttöku (rrho = -0,71, -0,63 og -0,38).1 Fylgni við skor á A-Ö jafnvægiskvarðanum mældist sterk, (rrho = -0,71), en fylgni við kvarða sem meta hugræna færni (MMSE) og einkenni þunglyndis aldraðra (GDS) var veik eða í meðallagi (rrho = -0,30 og 0,41).
Samanburður á skorum aldurshópa 65 til 74 ára og 75 til 88 ára sýndi marktækt hærra skor hinna eldri í samræmi við það sem búast mátti við.1 Að sama skapi var marktækur munur á frammistöðu einstaklinga með og án sögu um byltu(r) undanfarna 12 mánuði, og milli einstaklinga með og án gönguhjálpartækja (munur í báðum tilvikum í vænta átt og í samræmi við það sem rannsókn á enskri útgáfu matstækisins hefur sýnt).
Í blönduðu úrtaki inniliggjandi sjúklinga á bæklunardeild, einstaklinga á dvalarheimilum og einstaklinga sem sóttu sér þjónustu sjúkraþjálfara (aldursbil = 67–96 ára) voru áhrif tegundar stóls á útkomu á TUG könnuð. Niðurstöður gáfu til kynna að mælingin væri að einhverju leyti háð tegund stóls. Sjá nánar í grein Siggeirsdóttur o.fl.2
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Podsiadlo, D. & Richardson, S. (1991). The timed “Up & Go”: A test of basic functional mobility for frail elderly persons. Journal of the American Geriatrics Society, 39(2), 142–148. https://doi.org/10.1111/j.1532-5415.1991.tb01616.x
Próffræðigreinar:
- 2. Siggeirsdottir, K., Jonsson, B. Y., Jonsson Jr, H., & Iwarsson, S. (2002). The timed ‘Up & Go’ is dependent on chair type. Clinical Rehabilitation, 16(6), 609–616. https://doi.org/10.1191/0269215502cr529oa
- 1. Bergljót Pétursdóttir, Elín Díanna Gunnarsdóttir & Sólveig Ása Árnadóttir. (2022). Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga á alþjóðlegum mælitækjum fyrir eldra fólk sem býr heima. Tímarit hjúkrunafræðinga, 3(98), 86–93. Vefslóð
Dæmi um birtar greinar:
- Chang, M., Geirsdottir, O., Thorsdottir, I., Jonsson, P., Ramel, A., & Gudjonsson, M. C. (2020). Relationship between physical activity and function with quality of life in community-living older adults. Innovation in Aging, 4(Suppl 1), 189. https://doi.org/10.1093/geroni/igaa057.613
- Marques, E. A., Elbejjani, M., Viana, J. L., Gudnason, V., Sigurdsson, G., Lang, T., Sigurdsson, S., Aspelund, T., Siggeirsdottir, K., Launer, L., Eiriksdottir, G., & Harris, T. B. (2021). Accelerated decline in quadriceps area and Timed Up and Go test performance are associated with hip fracture risk in older adults with impaired kidney function. Experimental Gerontology, 149, 111314. https://doi.org/10.1016/j.exger.2021.111314
- Arnadottir, S. A., Einarsdottir, L., & Sigurdardottir, A. K. (2022). Basic mobility, accidental falls, and lifetime physical activity among rural and urban community-dwelling older adults: a population-based study in Northern Iceland. International Journal of Circumpolar Health, 81(1), 2084818. https://doi.org/10.1080/22423982.2022.2084818
- Rabelo, L. G., Bjornsdottir, A., Jonsdottir, A. B., Einarsson, S. G., Karason, S., & Sigurdsson, M. I. (2023). Frailty assessment tools and associated postoperative outcomes in older patients undergoing elective surgery: A prospective pilot study. Acta Anaesthesiologica Scandinavica, 67(2), 150-158. https://doi.org/10.1111/aas.14162
Nemendaverkefni:
- 1. Bergljót Pétursdóttir. (2021). Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga á alþjóðlegum mælitækjum fyrir eldri einstaklinga sem búa heima [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/38642
- Thelma Rut Hólmarsdóttir. (2022). Áhrif snerpuþjálfunar með ljósabúnaði á jafnvægi og almenna færni hjá fólki með parkinsonsveiki [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/41538
Reglur um notkun
- Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – sjá hér
- Engar upplýsingar fundust varðandi hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 7/2024