Alzheimer’s Disease Assessment Scale-Cognitive (ADAS-Cog)

Efnisorð

  • Alzheimer
  • Heilabilun
  • Aldraðir
  • Færniskerðing

Stutt lýsing

  • Tegund: Prófun framkvæmd á fullorðnum af fagaðila 
  • Fjöldi atriða: 11
  • Metur: Hugræna færni / færniskerðingu á sviði minnis, tungumáls og framkvæmda. Dæmi um prófatriði er að rifja upp eins mörg orð og viðkomandi getur af 10 sem lesin eru upp, að nefna 12 raunverulega hluti sem birtir eru af handahófi ásamt fingrum ríkjandi handar, að fylgja leiðbeiningum á borð við "Bentu upp í loftið, svo niður í gólf"
  • Svarkostir: Fyrir upprifjun og kennsl: já / nei. Fyrir framkvæmd: rétt / rangt
  • Heildarskor: Skor eru ólík eftir atriðum. Sem dæmi: Fyrir upprifjun orða er fundið meðaltal orða sem próftaki man ekki yfir 3 umferðir, skor þess liðar eru á bilinu 0–10 þar sem hærra skor merkir fleiri orð sem próftaki mundi ekki. Fyrir að nefna hluti og fingur handar eru skor á bilinu 0–5 – 0 stig þýðir að hámarki tvö rangt nefnd atriði en 5 þýðir á bilinu 15–17 rangt nefnd atriði. Fyrir að fylgja leiðbeiningum er gefið eitt stig fyrir hvert skref sem viðkomandi tekst ekki að fara eftir, heildarskor þess liðar er 0–5 þar sem hærra skor vitnar um fleiri skipanir sem ekki tókst að framfylgja. Heildarskor eru að endingu á bilinu 0–70 þar sem hærra skor vitnar um meiri færniskerðingu

Íslensk þýðing

  • Kristín Hannesdóttir og Jón Snædal þýddu og bakþýddu. Forprófun var gerð á þremur heilbrigðum einstaklingum til að tryggja hnökralausa framkvæmd / skilning

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Ekkert fannst.  
Réttmæti: Marktækur munur hefur mælst á meðalskori einstaklinga með og án alzheimergreiningar.1 Meðaltöl einstaklinga með alzheimer mældust marktækt hærri en samanburðarhóps í 8 af 11 atriðum. Aftur á móti virtust einungis 3 atriði geta aðgreint hópa einstaklinga með mis langt genginn alzheimersjúkdóm (MMSE sem viðmið). Sterk neikvæð fylgni mældist á milli heildarskors á ADAS-Cog og MMSE (rrho = –0,84), þar sem hærra skor á hinu síðarnefndar vitnar um aukna hugræna færniAðgreiningarhæfni ASDAS-Cog (viðmið MMSE) sýndi fram á 80% réttar greiningar – 90% heilbrigðra voru réttilega greindir sem slíkir og 70% einstaklinga með alzheimer hlutu slíka greiningu með ADAS-Cog. Aðgeiningarhæfni heildarskors og stakra atriða meðal einstaklinga með alzheimer (MMSE sem viðmið) var 85% með tilliti til aðgreiningar þeirra sem höfðu væga skerðingu frá þeim sem höfðu miðlungs mikla skerðingu. Þegar miðað var við flokkun Global Deterioration Scale (í stað MMSE) reyndist aðgreiningarhæfni fullkomin.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Rosen, W. G., Mohs, R. C., & Davis, K. L. (1984). A new rating scale for Alzheimer's disease. The American Journal of Psychiatry, 141(11), 1356–1364. https://doi.org/10.1176/ajp.141.11.1356

Próffræðigreinar:

  • 1. Hannesdóttir, K. & Snædal, J. (2002). A study of the Alzheimer's Disease Assessment Scale-Cognitive (ADAS-Cog) in an Icelandic elderly population. Nordic Journal of Psychiatry, 56(3), 201–206. https://doi.org/10.1080/080394802317607183

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • Ekkert fannst

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt – rannsakendum bent á að hafa samband á info@adaskits.com
  • Sjá hér um þjálfun þeirra sem leggja fyrir
  • Sjá heimasíðu útgefenda hér

Aðrar útgáfur

  • ADAS-Noncog
  • ADAS Cog Plus

Síðast uppfært

  • 8/2024