Preschool Anxiety Scale-Revised (PAS-R)
Efnisorð
- Kvíði
- Leikskólabörn
Stutt lýsing
- Tegund: Mat foreldra á börnum tveggja til fimm ára
- Fjöldi atriða: 28
- Metur: Kvíðaeinkenni leikskólabarna á fjórum sviðum almenns kvíða (7 atriði), félagskvíða (7), aðskilnaðarkvíða (5) og sértækrar fælni (9)
- Svarkostir: Fjögurra punkta raðkvarði frá 0 (á alls ekki við) til 4 (á mjög oft við)
- Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 0–112 þar sem hærri skor vitna um meiri kvíða
Íslensk þýðing
- Listinn var þýddur og bakþýddur af sálfræðingum með reynslu af kvíða barna, ásamt tveimur nemum í sálfræði og þýðanda – að þýðingu komu Kolbrún Ása Rikharðsdóttir, Þórunn Ævarsdóttir og Sigríður Snorradóttir (2012)
- Samkvæmt heimildum var þýðingin forprófuð í tveimur smáum úrtökum og aðlöguð í samræmi við athugasemdir
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í úrtaki leikskólabarna fjögurra til sex ára mældist innri áreiðanleiki heildarskors α = 0,91 og áreiðanleiki undirsviða var á bilinu 0,73 (sértæk fælni) til 0,85 (félagskvíði).1 Niðurstöðurnar voru áþekkar því sem sást í áströlsku viðmiðunarúrtaki, en stuðlar voru ívið lægri hérlendis á undirkvörðum félagskvíða og aðskilnaðarkvíða.
Réttmæti: Í sama úrtaki leikskólabarna fjögurra til sex ára var formgerð listans könnuð með meginhlutagreiningu.1 PCA með hornskökkum snúningi réttlætti 4 vídda lausn (miðað við skriðupróf) með rúmlega 50% skýringargildi og ríkjandi fyrsta þátt almenns kvíða. Skýrð dreifing atriða var á bilinu 26 (hræðsla við lækna og / eða tannlækna) til 68% (feimni og þögli í kringum ókunnugt fólk). Nokkur frávik voru frá væntu mynstri í þáttahleðslum (6) og allnokkur tilvik krosshleðslu (t.d. atriðis varðandi hræðslu við að tala fyrir framan hóp, hræðslu við að biðja fullorðinn um aðstoð og hræðslu við þrumuveður, einnig varðandi áhyggjur af því að eitthvað slæmt komi fyrir foreldra eða fyrir barnið sjálfs, svo dæmi séu tekin). Tvö atriði hlóðu ekki með afgerandi hætti á neina vídd (áhyggjur af því að eitthvað slæmt komi fyrir barnið og hræðsla við að fara í sund).
Tengsl listans við önnur matstæki voru könnuð í sama úrtaki.1 Fylgni við undirkvarða tilfinningalegra einkenna á Strengths and Difficulties spurningalistanum (SDQ) var allsterk og sterk (r á bilinu 0,49 til 0,69), sem gaf vísbendingar um samleitni. Fylgni við undirkvarða hegðunarvanda og einkenna ADHD var aftur á móti lág (r á bilinu -0,1 til 0,27), sem studdi við sundurgreiningu.
Fyrir mun á meðaltölum íslenskra og ástralskra barna, sjá töflu 1 í próffræðigreininni sem vísað er í að neðan.1
Fyrir mun á meðaltölum leikskólabarnanna og barna í klínísku úrtaki (með staðfest fyrstu einkenni kvíða), sjá töflu 4.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Spence, S. H., Rapee, R., McDonald, C., & Ingram, M. (2001). The structure of anxiety symptoms among preschoolers. Behaviour research and therapy, 39(11), 1293-1316. https://doi.org/10.1016/S0005-7967(00)00098-X
- Edwards, S. L., Rapee, R. M., Kennedy, S. J., & Spence, S. H. (2010). The assessment of anxiety symptoms in preschool-aged children: the revised Preschool Anxiety Scale. Journal of Clinical Child & Adolescent Psychology, 39(3), 400-409. https://doi.org/10.1080/15374411003691701
Próffræðigreinar:
- 1. Guðmundsdóttir, H. R., Karlsson, Þ., & Ævarsdóttir, Þ. (2019). The psychometric properties of the Icelandic version of the preschool anxiety scale-revised (PAS-R). Nordic Psychology, 71(3), 218-232. https://doi.org/10.1080/19012276.2019.1586571
Dæmi um birtar greinar:
- Ekkert fannst utan greinar að ofan
Nemendaverkefni:
- Ekkert fannst utan greinar að ofan
Reglur um notkun
- Höfundarréttarvarinn en í opnum aðgangi – íslensk þýðing er aðgengileg hér (sjá Questionnaires neðarlega á síðunni)
- Sjá umfjöllun um notkunarskilmála hér undir Terms of Use
Aðrar útgáfur
- Preschool Anxiety Scale (upprunaleg útgáfa)
Síðast uppfært
- 12/2023