Anxiety Sensitivity Index (ASI)

Efnisorð

  • Kvíðanæmi

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 16
  • Hvað listinn á að meta: Kvíðanæmi, þ.e. ótta gagnvart kvíðaviðbrögðum ("ótti við ótta"). Svarandi er beðinn um að tilgreina að hvaða marki það sem atriði lýsa eiga við um viðkomandi. Dæmi um atriði eru: "Ég verð hrædd þegar ég fæ öran hjartslátt" og "Þegar ég er taugaóstyrk hef ég áhyggjur af því að kannski sé ég geðveik." Viðmiðunartími er ótilgreindur
  • Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (í upprunalegri útgáfu, mjög lítið – annars á illa við mig) til 4 (í upprunalegri útgáfu, mjög vel – annars á mjög vel við mig)
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0–64 þar sem hærra skor vitnar um aukið kvíðanæmi

Íslensk þýðing

  • Jakob Smári, Elísabet Stefánsdóttir, Guðrún Oddsdóttir, Eiríkur Líndal og Magnús Kristjánsson
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki nema hefur innri áreiðanleiki heildarskors mælst α = 0,82 og 0,80, α = 0,76 og 0,74 fyrir undirkvarða ótta við sálræn einkenni og α = 0,80 og 0,74 fyrir undirkvarða ótta við líkamleg einkenni, en áreiðanleiki undirkvarða félagslegra afleiðinga var ekki metinn sökum smægðar þess undirkvarða (sjá meginhlutagreiningu að neðan).1  Í klínísku úrtaki einstaklinga á geðdeild hefur innri áreiðanleiki heildarskors mælst α = 0,87, en stuðullinn var ívið hærri fyrir konur en karla (0,88 v/s 0,84).2 Þrjú atriði höfðu leiðrétta fylgni við heildarskor < 0,3 – það voru atriði 1, 5 og 7. Sama gilti um fyrri tvö atriðin í fyrri rannsókn.1   

Réttmæti: Fylgni skora á ASI og STAI var könnuð í sama úrtaki nema.1 Heildarskor ASI reyndist hafa marktækt hærri tengsl við kvíðahluta STAI (r = 0,50) heldur en þunglyndishluta (r = 0,41). Undirkvarði ótta við líkamleg einkenni hafði sömuleiðis sterkari tengsl við kvíðahluta STAI heldur en þunglyndishluta, sem er rökrétt þegar litið er til kenninga að baki kvíðanæmi. Samskonar mynstur sást fyrir fylgni heildarskors við kvíðahluta Cognition Checklist for Anxiety and Depression (CCLD & A) og Hospital Anxiety and Depression Scale (HADS)(athuga þó að fylgni undirkvarða CCL er sögð há, sem dregur úr styrk vísbendinga um samleitni þar að lútandi).

Niðurstöður prófunar á ASI í klínísku úrtaki sýndu að fylgni heildarskora á ASI var marktækt meiri við BAI (= 0,60) heldur en við BDI-II (= 0,44).2 Fylgni við STAI-T var sömuleiðis marktæk, =  0,49. Marktækur munur reyndist vera á meðalskori á ASI milli hópa einstaklinga með felmtursröskun og einstaklinga með aðrar geðraskanir þegar miðað var við greiningarskilmerki DSM-3 (M = 30,4 v/s M = 19,1). Þegar stuðst var við greiningarskilmerki ICD-10 reyndist að sama skapi marktækur munur milli einstaklinga með felmtur og einstaklinga með kvíðaraskanir (M = 37,6 v/s M = 23,8), og einnig milli einstaklinga með felmtur og einstaklinga með aðrar geðraskanir (M = 19,5). Þessi meðaltöl voru sömuleiðis sögð í allgóðu samræmi við það sem sést hefur áður.

Meginhlutagreining í úrtaki nema benti til þriggja vídda: Ótti við líkamleg einkenni, ótti við sálræn einkenni og ótti við félagslegar afleiðingar.1  Tvö atriði höfðu hleðslur < 0,40, í báðum tilvikum umtalsvert lægri en í viðmiðunarrannsókn. Að öðru leyti voru niðurstöður sagðar áþekkar þeim sem áður höfðu fengist. 

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Reiss, S., Peterson, R. A., Gursky, D. M., & McNally, R. J. (1986). Anxiety sensitivity, anxiety frequency and the prediction of fearfulness. Behaviour Research and Therapy, 24(1), 1–8. https://doi.org/10.1016/0005-7967(86)90143-9

Próffræðigreinar:

  • 1. Smári, J., Erlendsdóttir, G., Björgvinsdóttir, A., & Ágústsdóttir, V. R. (2003). Anxiety sensitivity and trait-symptom measures of anxiety and depression. Anxiety, Stress, and Coping, 16(4), 375–386. https://doi.org/10.1080/1061580031000107791
  • 2. Styrmir Sævarsson, Oddi Erlingsson og Jakob Smári. (2004). Kvíðanæmi og felmtursröskun. Sálfræðiritið, 9, 167–177. Sjá hér

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • Sandra Björg Sigurjónsdóttir. (2016). Anxiety sensitivity in anxious youth: Do children with separation anxiety differ? [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/25195

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst

Aðrar útgáfur

  • Childhood Anxiety Sensitivity Index (CASI)

Síðast uppfært

  • 12/2023