Wechsler Preschool and Primary Scale of Intelligence - Revised (WPPSI-R-IS)

Efnisorð

  • Greind
  • Vitsmunaþroski
  • Börn

Stutt lýsing

  • Tegund: Klínískt próf fyrir börn á aldrinum tæplega þriggja til rúmlega sjö ára
  • Fjöldi atriða: Ekki vitað
  • Metur: Vitsmunaþroska / greind barna á ólíkum sviðum. Skiptist í tvo prófhluta: Munnlegan og verklegan. Hvor prófhluti samanstendur af fimm kjarnaprófum – Þekking, Skilningur, Reikningur, Orðskilningur, og Líkingar annars vegar;  Hlutaröðun, Myndfletir, Litafletir, Völundarhús og Ófullgerðar myndir hinsvegar
  • Svarkostir: Á ekki við
  • Heildarskor: Heildarskor má reikna fyrir prófið í heild, prófhluta og kjarnapróf. Upplýsingar um íslensk norm og túlkun skora er að finna í handbók íslenskrar útgáfu

Íslensk þýðing, staðfærsla og stöðlun

  • Einar Guðmundsson og Hólmfríður Ólafsdóttir, 2003 – nánari upplýsingar eru ekki aðgengilegar

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Ekkert fannst.  
Réttmæti:  Samræmi mælitalna WPPSI-RIS og WISC-IVIS var metið í úrtaki 50 1. bekkinga.1 Fylgni milli heildartalna greindar reyndist vera r = 0,75. Fylgni munnlegrar greindartölu og Málstarfs var r = 0,74, en 0,66 milli verklegrar greindartölu og Skynhugsunar. Fylgni milli samsvarandi kjarnaprófa á WPPSI og undirprófa á WISC reyndist vera frá r = 0,23 fyrir Skilning til 0,67 fyrir Litafleti. Þetta var sagt vera lægri fylgni en í samskonar samanburði erlendis, og vísbending um að meiri munur væri á hugsmíðum prófanna hérlendis. Þannig væri ekki hægt að ganga út frá því að þau væru fyllilega sambærileg á þeim aldri sem bæði próf taka til. 

Fjölbreytu dreifigreining var framkvæmd til að kanna hvort marktækur munur væri á útkomu prófanna.1 Munur heildartalna, munnlegrar greindartölu og Málstarfs og verklegrar greindartölu og Skynhugsunar var ekki marktækur, en þó voru vísbendingar um áhrif kyns og raðar fyrirlagnar prófanna í sambandi munnlegrar greindartölu og Málstarfs. Fyrir umræðu þar að lútandi, sjá grein höfunda. 

Fyrir samanburð á frammistöðu eintyngdra og tvítyngdra barna á munnlegum hluta, sjá nemendaverkefni Kolbrúnar Karlsdóttir.2  
Fyrir samanburð á WPPSI-R og Smábarnalistanum, sjá nemendaverkefni Silju Rutar3.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Wechsler, D. (1989). Wechsler Preschool and Primary Scale of Intelligence--Revised (WPPSI-R) [Database record]. APA PsycTests. https://doi.org/10.1037/t48859-000 
  • Einar Guðmundsson & Hólmfríður Ólafsdóttir. (2003). WPPSI-RIS. Greindarpróf David Wechsler handa börnum á leikskóla- og grunnskólaaldri – Endurskoðuð útgáfa. Handbók. Íslensk staðfærsla og stöðlun. Reykjavík: Námsmatsstofnun

Próffræðigreinar:

  • 1. Einar Guðmundsson & Örnólfur Thorlacius. (2008). Samanburður mælitalna undirprófa og prófhluta í WISC-IVIS og WPPSI-RIS hjá sex til sjö ára börnum. Sálfræðiritið, 13, 97–108. Vefslóð

Dæmi um birtar greinar:

  • Gudmundsson, E., & Gretarsson, S. J. (2013). Mothers' questionnaire of preschoolers' language and motor skills: a validation study. Child: Care, Health and Development, 39(2), 246–252. https://doi.org/10.1111/j.1365-2214.2011.01362.x

Nemendaverkefni:

  • 2. Kolbrún Karlsdóttir. (2011). Samanburður á eintyngdum og tvítyngdum börnum sem vísað er í athugun. Rannsókn meðal barna sem vísað var í athugun á Þroska- og hegðunarstöð [óútgefin cand. psych. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/8609
  • 3. Silja Rut Jónsdóttir. (2014). Réttmætisathugun á Smábarnalistanum með samanburði við WPPSI-R [óútgefin cand. psych. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/18506  

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt og höfundarréttarvarið – sjá vefsíðu útgefanda hér
  • Athuga að notendur skulu hafa viðeigandi menntun
  • Athuga að íslensk handbók er ekki fáanleg um þessar mundir

Aðrar útgáfur

  • WPPSI
  • WPPSI-IV

Síðast uppfært

  • 9/2023