Personal Wellbeing Index – Adult (PWI-A) – 5. útgáfa

Efnisorð 

  • Lífsgæði
  • Velsæld

Stutt lýsing 

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 1 (hluti 1) + 7 til 8 (hluti 2)
  • Metur: Huglæg lífsgæði / velsæld (e. subjective wellbeing). Skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn inniheldur eitt valkvætt atriði sem spyr hversu ánægður svarandinn er með líf sitt á heildina litið. Seinni hlutinn inniheldur átta atriði sem snúa að ánægju svarandans á mismunandi sviðum lífsins. Áttunda atriðið í hluta 2 spyr um ánægju gagnvart trúarlegum skoðunum og er valkvætt þar sem það á gjarnan ekki við hjá svarendum
  • Svarkostir: Talnakvarði með 11 svarkostum frá 0 (no satisfaction at all) til 10 (completely satisfied)
  • Heildarskor: Skor eru ýmist skoðuð út frá hverju atriði fyrir sig eða með því að reikna meðaltal af stigum allra atriðanna í hluta 2. Heildarskor liggja þá á bilinu 0–10 þar sem hærri skor vitna um meiri velsæld. Stundum er heildarskorum umbreytt í hundraðsskor á bilinu 0–100 með því að margfalda þau með 10

Íslensk þýðing 

  • Engar upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar 

Áreiðanleiki: Í nemendaverkefni hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,58 (n = 21)1.
Réttmæti: Ekkert fannst.

 

Heimildir 

Upprunaleg heimild:

  •  Sjá kafla 1.4 í handbók PWI-A hér

Próffræðigreinar: 

  •  Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar: 

  •  Ekkert fannst

Nemendaverkefni: 

  • 1. Margrét Brynja Guðmundsdóttir. (2015). Quality of life among Icelandic people with intellectual disabilities: Exploring positive characteristics [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/22488

 

Reglur um notkun 

  •  Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – ekki hefur tekist að staðsetja eintak

Aðrar útgáfur 

  • PWI-SC – fyrir börn og unglinga
  • PWI-ID – fyrir fólk með þroskahömlun

Síðast uppfært 

  •  5/2024