PROMIS Pediatric Short Form v2.0 – Pain Interference

Efnisorð

  • Verkir
  • Truflun
  • Patient Reported Outcomes Measurement Information System (PROMIS®) 

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – börn / ungmenni í almennu þýði eða með langvinna sjúkdóma. Athuga að aðrir (s.s. forráðamenn) geta gefið mat ef nauðsyn krefur
  • Fjöldi atriða: 8
  • Metur: Truflun eða áhrif verkja yfir daginn. Miðað er við síðustu 7 daga
  • Svarkostir: Sex punkta fullmerktur raðkvarði frá 1 (hafði enga verki) til 6 (næstum alltaf)
  • Heildarskor: Notast er við þar til gerðar skorunaraðferðir þar sem heildarskori er snúið yfir í T-tölur með reikniforriti (Health Measures Scoring Service) en forritið reiknar stig úr mælitækjum á borð við PROMIS spurningalistana. Forritið má finna á heimasíðu Health Measures. Sjá nánar í upplýsingaskjali hér

Íslensk þýðing

  • Háskóli Íslands og PROMIS Health Organization (PHO) gerðu samning um þýðingu þessa og annarra PROMIS matskvarða  – Björg Guðjónsdóttir þýddi í samræmi við verklagsreglur stofnunarinnar

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Hefur ekki verið metinn á íslensku
Réttmæti: Hefur ekki verið metið á íslensku

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Oskarsdottir, S. A., Kristjansdottir, A., Gudmundsdottir, J. A., Kamban, S. W., Licina, Z. A., Gudmundsdottir, D. B., & Gudjonsdottir, B. (2022). Musculoskeletal pain and its effect on daily activity and behaviour in Icelandic children and youths with juvenile idiopathic arthritis: a cross-sectional case-control study. Pediatric rheumatology online journal, 20(1), 48. https://doi.org/10.1186/s12969-022-00706-6
  • Gudjonsdottir, B., Oskarsdottir, S. A., Kristjansdottir, A., Gudmundsdottir, J. A., Kamban, S. W., Licina, Z. A., & Gudmundsdottir, D. B. (2024). Impact of Musculoskeletal Pain on Functioning and Disability in Children with Juvenile Idiopathic Arthritis in Iceland. Physical & Occupational Therapy In Pediatrics, 1-18. https://doi.org/10.1080/01942638.2023.2299028 

Nemendaverkefni:

  • Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir. (2019). Stoðkerfisverkir barna með CP sem geta gengið með eða án gönguhjálpartækja [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/34520
  • Svanhildur Arna Óskarsdóttir. (2020). Stoðkerfisverkir og áhrif þeirra á daglegar athafnir og hegðun íslenskra barna með barnagigt [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/35801

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarið en í opnum aðgangi fyrir stakar, óhagnaðardrifnar rannsóknir – óska má eftir íslenskri þýðingu á translations@HealthMeasures.net.
  • Höfundar leggja til staðlað útlit á spurningum – sendið póst á Help@HealthMeasures.net fyrir leiðbeiningar

Aðrar útgáfur

  • PROMIS Parent Proxy Short Form v1.0 – Pain Behavior
  • Sjá hér aðra matskvarða ætlaða börnum og ungmennum

Síðast uppfært

  • 7/2024