Modified Checklist for Autism in Toddlers, Revised with Follow-Up (M-CHAT-R/F)
Efnisorð
- Einhverfa
- Börn
- Skimun
- Heilsugæsla
Stutt lýsing
- Tegund: Mat foreldra ungra barna (16–30 mánaða)
- Fjöldi atriða: 20 + eftirfylgniviðtal
- Metur: Einhverfulík einkenni hjá ungum börnum. Foreldrar eru beðnir um að meta einkenni (20 atriði) og því mati er svo fylgt eftir með viðtali ef við á (sjá að neðan). Listanum er ætlað að bera kennsl á börn sem eru líkleg til að vera í áhættuhópi fyrir þróun einhverfu (þ.e. við skimun)
- Svarkostir: Fyrir hegðunartengd einkenni – 0 (nei) / 1 (já). Í viðtali eru tekin fyrir atriði sem merkt voru með nei, þau krufin með hjálp fagaðila og svo skoruð að nýju með sama hætti og áður
- Heildarskor: Heildarskor eru summa stiga frá 0 til 20 þar sem hærra skor vitnar um aukna áhættu á því að barn þrói með sér einhverfu. Höfundar listans hafa lagt til að eftirfylgniviðtal sé lagt fyrir foreldra ef börn skora á bilinu 3 til 7. Ef viðtal skilar enn skori upp á 2 eða meira er alla jafna litið svo á sem barn hafi skimast jákvætt og mælt með því að það undirgangist formlegt greiningarferli. Ef barn skorar 8 eða hærra á atriðum hafa erlendar rannsóknir lagt til að sleppa megi eftirfylgniviðtali og hefja greiningarferli strax
Íslensk þýðing
- Evald Sæmundsen og Sigríður Lóa Jónsdóttir þýddu, Gyða S. Haraldsdóttir bakþýddi, þýðingin var aðlögðuð í samræmi og yfirfarin af utanaðkomandi aðilum. Skýrleiki þýðingar var metinn í 10 manna úrtaki foreldra
- Íslenskt heiti listans er Gátlisti fyrir einhverfu hjá smábörnum, breyttur og endurskoðaður með eftirfylgdarviðtali
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í úrtaki barna sem sóttu 30 mánaða skoðun hjá ungbarnaeftirlitinu reyndist innri áreiðanleiki 20 atriða mats án viðtals vera α = 0,68.2 Innri áreiðanleiki mats með viðtali (n = 0,63) var 0,83. Athuga þó, matið gæti verið bjagað þar sem alfastuðull gerir ráð fyrir samfelldum breytum en atriði M-CHAT-R/F hafa einungis tvo svarkosti.
Réttmæti: Í úrtaki barna sem sóttu 30 mánaða skoðun hjá ungbarnaeftirlitinu og skimuðust jákvæð eftir mat og viðtal (26 atriði) reyndist jákvætt forspárgildi (PPV) M-CHAT-R/F miðað við greiningar-skilmerki ICD–10 vera 0,72 gagnvart einhverfurófsröskunum (18 réttar jákvæðar greiningar af 26) – umtalsvert hærra en það sem fékkst í upprunalegri rannsókn höfunda listans.1 Næmni og sértækni M-CHAT-R/F voru könnuð í sama úrtaki barna þegar 2–4 ár voru liðin frá fyrri prófunum.2 Næmni og sértækni mats án viðtals var 0,66 og 0,97 (PPV = 0,31), sömu tölur fyrir mat með viðtali voru 0,62 og 0,99 (PPV = 0,72). Höfundar taka fram að í hópi þeirra 62 barna sem skimuðust jákvæð eftir mat án viðtals og undirgengust greiningu í framhaldinu hafi næmni verið mun hærri (0,95) en sértækni lægri (0,84). Þannig hafi mátt sjá að með viðtalinu mætti draga úr fjölda falskra jákvæðra (samanber hærri sértækni mats með viðtali). ROC greining sýndi að AUC fyrir mat án viðtals var 0,87 með þröskuldsgildinu 3. AUC fyrir mat með viðtali var 0,93 með þröskuldsgildið 2. Forspárhæfni stakra atriða gagnvart einhverfugreiningu ICD var einnig könnuð með aðfallsgreiningu hlutfalla. Öll atriði nema tvö höfðu marktæk tengsl við jákvæða einhverfurófsgreiningu – hin tíu sterkustu sneru að skorti á sjálfsprottnu frumkvæði að félagslegum tengslum, skorti á viðbrögðum við félagslegu áreiti og áreiti almennt. Samanburður barna með og án ICD greiningar sýndi að í 17 atriðum af 20 var fjöldi þeirra sem sýndi ekki þá hegðun sem atriði tilgreindu hærri meðal greindra. Lifunargreining sýndi að börn sem skimuðust jákvæði með M-CHAT-R/F og voru sannarlega með einhverfu (TP) fengu þá greiningu að jafnaði fyrr en börn sem skimuðust ranglega neikvæð með M-CHAT-R/F (FN). Þegar hlutfallslíkur voru skoðaðar kom í ljós að jákvæð skimun með M-CHAT-R/F var tæplega 140 sinnum líklegri meðal barna með einhverfurófsröskun heldur en meðal barna sem ekki höfðu slíka greiningu. Einhverfueinkenni metin með Autism Diagnostic Observation Schedule, Second Edition (ADOS-2) voru ekki martækt frábrugðin milli skimunarhópa (TP og FN), en það var talið vitna um takmarkanir rannsóknarsniðsins fremur en matstækisins (framskyggn rannsókn byggð á mati foreldra).
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- M–CHAT: Robins, D. L., Fein, D., Barton, M. L., & Green, J. A. (2001). The Modified Checklist for Autism in Toddlers: an initial study investigating the early detection of autism and pervasive developmental disorders. Journal of Autism and Developmental Disorders, 31(2), 131–144. https://doi.org/10.1023/a:1010738829569
- M–CHAT–R/F: Robins, D. L., Casagrande, K., Barton, M., Chen, C.-M. A., Dumont-Mathieu, T., & Fein, D. (2014). Validation of the Modified Checklist for Autism in Toddlers, Revised with Follow-up (M-CHAT-R/F). Pediatrics, 133(1), 37–45. https://doi.org/10.1542/peds.2013-1813
Próffræðigreinar:
- 2. Jonsdottir, S. L., Saemundsen, E., Jonsson, B. G., & Rafnsson, V. (2022). Validation of the Modified Checklist for Autism in Toddlers, Revised with Follow-Up in a population sample of 30-month-old children in Iceland: A prospective approach. Journal of Autism and Developmental Disorders, 52(4), 1507–1522. https://doi.org/10.1007/s10803-021-05053-1
Dæmi um birtar greinar:
- 1. Jonsdottir, S. L., Saemundsen, E., Gudmundsdottir, S., Haraldsdottir, G. S., Palsdottir, A. H., & Rafnsson, V. (2020). Implementing an early detection program for autism in primary healthcare: Screening, education of healthcare professionals, referrals for diagnostic evaluation, and early intervention. Research in Autism Spectrum Disorders, 77, 101616. https://doi.org/10.1016/j.rasd.2020.101616
- Jonsdottir, S. L., Saemundsen, E., Thorarinsdottir, E. A., & Rafnsson, V. (2024). Evaluating screening for autism spectrum disorder using cluster randomization. Scientific Reports, 14(1), 6855. https://doi.org/10.1038/s41598-024-57656-0
Nemendaverkefni:
- Steinunn Birgisdóttir. (2018). Samanburður á almennu og sértæku skimunartæki við að finna einhverfueinkenni hjá börnum í tveggja og hálfs árs skoðun í ung- og smábarnavernd [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/30614
- Elín Ástrós Þórarinsdóttir. (2020). Early detection of autism spectrum disorder: Comparison between screen- and non-screen regions [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/35940
- Lilja Árnadóttir. (2022). Incidental teaching for infants and toddlers where ASD is suspected : program for caregivers [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/42439
- Sigríður Lóa Jónsdótir. (2023) Early detection of autism [doktorsritgerð]. Opin vísindi. https://hdl.handle.net/20.500.11815/4221
- María Lovísa Breiðdal. (2024). Early detection of autism in primary healthcare in Iceland : parental experience of the procedure and services provided for toddlers, following a positive screening [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. https://hdl.handle.net/1946/47556
Reglur um notkun
- Höfundarréttarvarinn en í opnum aðgangi fyrir rannsóknir – sjá reglur um notkun
á heimasíðu höfunda undir Guidelines for use - Að því búnu, sjá íslenska þýðingu hér á sömu síðu
- Ekki eru gerðar formlegar kröfur um hæfni / menntun þeirra sem nota matstækið, en þekking á þroska barna og á einkennum einhverfu er talin æskileg
- Athuga að tækið er notað á heilsugæslustöðvum til þess að skima fyrir einhverfu í 18 mánaða skoðun barna sem tilheyra hópum þar sem auknar líkur eru taldar á þróun einhverfu – vitað er til þess að starfsfólk ung- og smábarnaverndar hafi setið námskeið um einhverfu og skimun hennar, og sálfræðingar framhaldsnámskeið um framkvæmd eftirfylgniviðtala. Matstækið er einnig notað í heilsugæslunni og af öðrum aðilum utan hennar sem koma að athugunum barna á aldrinum 16 til 30 mánaða ef ástæða þykir til þess að skima fyrir einhverfu áður en ákvörðun er tekin um hvort vísa eigi barni til greiningar
Aðrar útgáfur
- M–CHAT–R
- M–CHAT
- CHAT
Síðast uppfært
- 9/2024