Brigance þroskaskimunartækin

Efnisorð

  • Þroski
  • Skimun
  • Börn

Stutt lýsing

  • Tegund: Þroskapróf fyrir börn að 11 ára 
  • Fjöldi atriða: Ekki ljóst
  • Metur: Þroskaþætti á sviðum skólafærni / forskólafærni, mál- og samskiptafærni og hreyfifærni (s.s. fín- og grófhreyfingar; málnotkun, orðaforði og málskilningur; forlestrarfærni; magnhugtök og þekking á persónulegum högum. Prófin eru miðuð að fjórum aldurshópum: Nýburum og ungbörnum, smábörnum, leikskólabörnum og börnum á yngsta stigi grunnskóla
  • Svarkostir: Á ekki við
  • Heildarskor: Próf gefa eitt heildarskor og ef barn mælist undir viðmiðstölu / meðaltali viðkomandi aldurshóps skal leita upplýsinga í handbók varðandi ráðstafanir. Sjá nánari upplýsingar um viðmið hér, undir Túlkun niðurstaðna

Íslensk þýðing

  • Smábarnaskimun og skimun fyrir leikskólabörn voru þýdd og staðfærð í samstarfi við Landlæknisembættið og Heilsugæsluna
  • Nánari upplýsingar hafa ekki fundist

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki barna 2 til 3 ára hefur áreiðanleiki sviðanna þriggja (sjá undir stuttri lýsingu) lægstur mælst 0,68 fyrir hreyfifærni í aldurshópnum 29 mánaða og hæstur 0,89 fyrir málþroska meðal 33 og 36 mánaða barna (gengið er út frá því að um hafi verið að ræða alfastuðulinn, en upplýsingar eru ekki tiltækar).1 Fylgni milli fyrirlagna við 30 mánaða og 48 mánaða aldur var r = 0,46. 

Í nemendaverkefni voru prófhlutar hreyfiþroska (fín- og grófhreyfingar) og málþroska (málnotkun, orðaforði, málskilningur og magnhugtök) lagðir fyrir 45 börn á aldrinum tveggja til tæplega þriggja ára.2 Innri áreiðanleiki málþroska reyndist vera α = 0,85 til 0,89 miðað við eins mánaðar aldursbil og áreiðanleiki hreyfiþroska var α = 0,68 til 0,75.

Réttmæti: Í sama nemendaverkefni og greinir frá að ofan var fylgni málþroska á Brigance við samsvarandi prófhluta á málþroskaprófinu Málfærni ungra barna, leiðrétt fyrir aldri, r = 0,52 fyrir máltjáningu og r = 0,58 fyrir málskilning.2

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Brigance, A. H. (2004). Brigance Diagnostic Inventory of Early Development-Second edition (IED-II). Massachusetts: Curriculum Associates
  • Glascoe, F. P. (2004). IED-II Standardization and Validation Manual. Brigance Diagnostic Inventory of Early Development-II. Massachusetts: Curriculum Associates, Inc.
  • Glascoe, F.P. (2008). Technical Report for the BRIGANCE SCREENS. Educational Testing Institute and Directorate of Health: Reykjavik

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Jonsdottir, O. H., Thorsdottir, I., Gunnlaugsson, G., Fewtrell, M. S., Hibberd, P. L., & Kleinman, R. E. (2013). Exclusive breastfeeding and developmental and behavioral status in early childhood. Nutrients, 5(11), 4414-4428. https://doi.org/10.3390/nu5114414
  • Gudmundsson, O. O., Magnusson, P., Saemundsen, E., Lauth, B., Baldursson, G., Skarphedinsson, G., & Fombonne, E. (2013). Psychiatric disorders in an urban sample of preschool children. Child and Adolescent Mental Health, 18(4), 210-217. https://doi.org/10.1111/j.1475-3588.2012.00675.x
  • Gudmundsson, E. (2015). The Toddler Language and Motor Questionnaire: A mother-report measure of language and motor development. Research in developmental disabilities, 45, 21-31. 
    https://doi.org/10.1016/j.ridd.2015.07.007

Aðrar heimildir

  • 1.Jóhanna Ella Jónsdóttir og Sigurgrímur Skúlason. (2012). PEDS og BRIGANCE : fyrstu niðurstöður tölfræðilegrar úttektar. Erindi haldið á Fræðadögum heilsugæslunnar 15. og 16. nóvember 2012, Reykjavík

Nemendaverkefni:

  • 2. Gerður Guðjónsdóttir. (2014). Málfærni ungra barna. Réttmætisrannsókn á nýju málþroskaprófi fyrir börn [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/17303

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarið og leyfisskylt að því er talið er, sjá vefsíðu útgefenda hér
  • Sjá hér reglur og ráðleggingar við notkun, undir Framkvæmd og stigagjöf
  • Athuga að aðeins smábarnaskimun (Early Preschool Screen-II) og skimun fyrir leikskólabörn (Preschool Screen-II) hafa verið þýdd á íslensku. Þau próf eru notuð í ung- og smábarnavernd á börnum 2½ og 4 ára, samhliða PEDS (Parent´s Evaluation of Developmental Status)
  • Sjá nánar á Þróunarmiðstöð Heilsugæslunnar

Aðrar útgáfur

  • Á ekki við

Síðast uppfært

  • 12/2023