Fæðuval á meðgöngu (Food Frequency Questionnaire, FFQ)

Efnisorð

  • Fæðuval
  • Meðganga
  • Næring
  • Áhætta

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – þungaðar konur
  • Fjöldi atriða: 40
  • Metur: Fæðuval og bætiefnatöku meðal þungaðra kvenna. Við svörun skal miða við neyslutíðni síðastliðinna þriggja mánaða
  • Svarkostir: Tíðni neyslu á fæðuflokkum er tilgreind fyrir mánuð, viku eða dag. Í öllum tilvikum velur svarandi fjölda skipta: Fyrir mánuð, <1, 1 eða 2–3; fyrir viku, 1, 2–3 eða 4–6; fyrir dag, 1, 2, 3–4 eða ≥5
  • Heildarskor: Niðurstöður listans má annars vegar nýta til að meta heildargæði mataræðis með áhættuskori þar sem hærra skor vitnar um aukna hættu á ófullnægjandi mataræði. Hins vegar má nýta valdar spurningar í listanum til að meta hættu á of lítilli neyslu ákveðinna næringarefna. Fyrir umræðu um útreikning á áhættuskori, sjá grein Hrólfsdóttur o.fl.1

Íslensk þýðing

  • Fyrirmynd matstækisins er spurningalisti sem notaður er við skimun á fæðuvali á Norðurlöndunum (Nordic Monitoring), sjá hér
  • Matstækið var aðlagað m.t.t. ráðlegginga embættis Landlæknis um mataræði og með efni / vítamín í huga sem hafa reynst sérlega mikilvæg fyrir barnshafandi konur
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Svör við völdum spurningum listans hafa verið gildismetin með samanburði við næringarástand og þekkt lífmerki (styrk 25-hydroxy vitamin D í sermi, styrk joðs í þvagi, styrk alkylresorcinols og fitusýra í blóðvökva).3-7

Réttmæti: Í forrrannsókn á spurningalistanum reyndust svör barnshafandi kvenna á fæðuvalslistanum í flestum tilvikum hafa fylgni hærri en rrho = 0,3 við fjögurra daga vigtaða matardagbók.2 Í úrtaki barnshafandi kvenna var svo kannað hversu vel áhættuskor byggt á fæðuvalslistanum (spönn 0 til 5) spáði fyrir um óæskilega þyngdaraukningu á meðgöngu og þungburafæðingu. Konur með áhættuskor ≥ 4 af 5 höfðu aukna áhættu á óæskilegri þyngdaraukningu samanborið við konur með áhættuskor ⩽ 2 af 5, RR = 1,23 (athuga þó 95% ÖB = [1,002; 1;50]). Þær voru einnig í meiri áhættu á því að eignast þungbura, RR = 2,20 (95% ÖB = [1,14; 4,25]). Höfundar ályktuðu sem svo að listann mætti þannig nota til að bera kennsl á konur sem gætu þurft frekara mat / aðstoð.

Í öðru úrtaki kvenna var kannað hvort áhættuskor byggt á fæðuvalslistanum gæti borið kennsl á fæðuval sem hefur tengsl við meðgöngusykursýki.1 Konur með ≥ 5 af 7 höfðu aukna áhættu á meðgöngueitrun samanborið við konur með áhættuskor ⩽ 2 af 7, RR = 1,38 (95% ÖB = [1,03; 1,85]). Höfundar ályktuðu að listann mætti nota á fyrsta þriðjungi meðgöngu til þess að bera kennsl á konur í áhættu fyrir að þróa með sér meðgöngusykursýki.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • 2. Hrolfsdottir, L., Halldorsson, T. I., Birgisdottir, B. E., Hreidarsdottir, I. T., Hardardottir, H., & Gunnarsdottir, I. (2019). Development of a dietary screening questionnaire to predict excessive weight gain in pregnancy. Maternal & Child Nutrition, 15(1), e12639. https://doi.org/10.1111/mcn.12639

Próffræðigreinar:

  • Sjá upprunalega heimild

Dæmi um birtar greinar:

  • 1. Hrolfsdottir, L., Gunnarsdottir, I., Birgisdottir, B. E., Hreidarsdottir, I. T., Smarason, A. K., Hardardottir, H., & Halldorsson, T. I. (2019). Can a simple dietary screening in early pregnancy identify dietary habits associated with gestational diabetes?. Nutrients, 11(8), 1868. https://doi.org/10.3390/nu11081868
  • 3. Adalsteinsdottir, S., Tryggvadottir, E. A., Hrolfsdottir, L., Halldorsson, T. I., Birgisdottir, B. E., Hreidarsdottir, I. T., Hardardottir, H., Arohonka, P., Erlund, I., & Gunnarsdottir, I. (2020). Insufficient iodine status in pregnant women as a consequence of dietary changes. Food & Nutrition Research, 64, 3653. https://doi.org/10.29219/fnr.v64.3653
  • 4. Magnusdottir, K. S., Tryggvadottir, E. A., Magnusdottir, O. K., Hrolfsdottir, L., Halldorsson, T. I., Birgisdottir, B. E., Hreidarsdottir, I. T., Hardardottir, H., & Gunnarsdottir, I. (2021). Vitamin D status and association with gestational diabetes mellitus in a pregnant cohort in Iceland. Food & Nutrition Research, 65, 5574. https://doi.org/10.29219/fnr.v65.5574
  • 5. Tryggvadottir, E. A., Gunnarsdottir, I., Birgisdottir, B. E., Hrolfsdottir, L., Landberg, R., Hreidarsdottir, I. T., Hardardottir, H., & Halldorsson, T. I. (2021). Early pregnancy plasma fatty acid profiles of women later diagnosed with gestational diabetes. BMJ Open Diabetes Research & Care, 9(1), e002326. https://doi.org/10.1136/bmjdrc-2021-002326
  • 6. Tryggvadottir, E. A., Halldorsson, T. I., Landberg, R., Hrolfsdottir, L., Birgisdottir, B. E., Magnusdottir, O. K., Hreidarsdottir, I. T., Hardardottir, H., & Gunnarsdottir, I. (2021). Higher alkylresorcinol concentrations, a consequence of whole-grain intake, are inversely associated with gestational diabetes mellitus in Iceland. The Journal of Nutrition, 151(5), 1159–1166. https://doi.org/10.1093/jn/nxaa449
  • 7. Tryggvadottir, E. A., Halldorsson, T. I., Birgisdottir, B. E., Hrolfsdottir, L., Landberg, R., Hreidarsdottir, I. T., Hardardottir, H., & Gunnarsdottir, I. (2022). Neyslutíðni matvæla eða bætiefna og fylgni við styrk langra ómega-3 fitusýra í blóðvökva barnshafandi kvenna. Læknablaðið, 108(5), 238–243. https://doi.org/10.17992/lbl.2022.05.691

Nemendaverkefni:

  • Sólveig Anna Aðalsteinsdóttir. (2019). Iodine status of pregnant women in Iceland: A cross-sectional study of women from 11-14 weeks gestation [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/33107
  • Elísabet Heiður Jóhannesdóttir. (2020). Nausea in the first trimester of pregnancy: Association with dietary intake, body mass index, weight gain and complications during pregnancy [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/35884
  • Ellen Alma Tryggvadóttir. (2022). Assessment of nutritional biomarkers in pregnant women and associations with gestational diabetes [óútgefin doktorsritgerð]. Opin vísindi. https://hdl.handle.net/20.500.11815/3282

 

Reglur um notkun

  • Í opnum aðgangi – rannsakendur hafi samband við Ingibjörgu Gunnarsdóttur á ingigun@hi.is
  • Vitnað skal til upprunalegrar heimildar að ofan og eftir atvikum annarra greina ef verið er að skoða tengsl við heilkornaneyslu, joðgjafa, D-vítamíngjafa eða omega-3 fitusýrugjafa
  • Engar upplýsingar fundust varðandi hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 8/2023