Efnisorð
- Sjálfstjórn
- Markmiðasetning
- Ungmenni
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat fullorðinna eða ungmenna
- Fjöldi atriða: Upprunalega 48 fyrir fullorðna, 18 eða 9 atriði meðal ungmenna
- Metur: Meðvitaða sjálfstjórn með tilliti til vals (geta til að velja sér raunhæf markmið til þess að beina athygli sinni að, 2 atriði í 9 atriða útgáfu), hámörkunar (geta til að finna leiðir til að ná markmiðum sínum / hámarka viðbrögð sín, 4 atriði) og uppbótar (geta fundið nýjar leiðir til að ná markmiðum ef fyrri leiðir ganga ekki, 3 atriði)
- Svarkostir: Upprunalega tvíkosta á formi tveggja staðhæfinga (e. forced-choice) en síðar raðkvarði frá Get ekki (1) til Get alveg (5)
- Heildarskor: Heildarskor í 9 atriða raðkvarðaútgáfu eru á bilinu 9 til 45 þar sem hærra skor vitnar um betri sjálfstjórn. Talið er að einnig megi reikna skor fyrir hvert svið
Íslensk þýðing
- Steinunn Gestsdóttir o.fl. (2011)
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: 18 atriða útgáfa með tvíkosta svarmöguleikum var lögð fyrir úrtak 9.bekkinga.1 Áreiðanleiki 7 atriða kvarða sem fékkst úr þáttagreiningu var α = 0,65. Áreiðanleiki þeirra 9 atriða sem fengust úr samskonar fyrirlögn meðal framhaldsskólanema var α = 0,68. Í úrtökum 6. & 7 bekkinga var α = 0,84.4 Athuga í öllum tilvikum að alfastuðull er ekki hugsaður fyrir tvíkosta atriði og gæti því gefið skakka mynd af áreiðanleika.
Í fjögurra fasa rannsókn meðal 9.bekkinga mældist áreiðanleiki 9 atriða útgáfu á raðkvarða á bilinu α = 0,74 til 0,79.3
Réttmæti: Staðfestandi þáttagreining var framkvæmd í sama úrtaki og greinir frá að ofan.1 Þriggja þátta líkan valsþáttar, hámörkunar og uppbótar féll ekki nægilega vel að gögnum. Að sama skapi hafði líkan með einum undirliggjandi þætti sjálfstjórnar ekki fullnægjandi mátgæði. Atriði með neikvæða eða lága þáttahleðslu voru fjarlægð og eftir stóðu aðeins 8 atriði. Breytistuðlar gáfu til kynna að með því að fjarlægja eitt atriði til viðbótar fengjust ásættanleg mátgæði fyrir þau 7 atriði sem þá stóðu eftir (χ2 = 27,46, p = 0,02; RMSEA = 0,048; NNFI = 0,98; CFI = 0,99). Þetta var sagt í samræmi við samskonar greiningu í Bandaríkjunum. Staðfestandi þáttagreining var endurtekin í úrtaki framhaldsskólanema. Þar reyndist þriggja þátta líkan heldur ekki hafa nægilega gott mát. Atriði voru fjarlægð á sömu forsendum og í úrtaki grunnskólanema og þá stóðu efti 9 atriði á einum þætti (χ2 = 40,82, p = 0,043; RMSEA = 0,032; NNFI = 0,99; CFI = 0,99).
Eiginleikar raðkvarðaútgáfu voru metnir í annarri rannsókn.2 Niðurstöður eru ekki aðgengilegar, en sagt er í útdrætti að forprófun í úrtaki háskólanema og rýnihópaviðtöl við ungmenni hefðu bent til aukins réttmætis raðkvarða samanborið við tvíkosta svarkvarða. Staðfestandi þáttagreining í úrtaki 9.bekkinga í sömu studdi ekki við þriggja þátta formgerð frekar en fyrri rannsókn á tvíkostaútgáfu. Hins vegar hafði einsþáttarlausn ásættanleg mátgæði.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Baltes, P. B., Baltes, M. M., Freund, A. M., & Lang, F. (1999). The Measurement of Selection, Optimization and Compensations by Self-Report. Berlin: Max-Planck-Institute.
- Freund, A. M., & Baltes, P. B. (2002). Life-management strategies of selection, optimization and compensation: Measurement by self-report and construct validity. Journal of Personality and Social Psychology, 82(4), 642–662. https://doi.org/10.1037/0022-3514.82.4.642
Próffræðigreinar:
- 1. Steinunn Gestsdóttir, Sigrún Aðalbjarnardóttir og Fanney Þórsdóttir. (2011). Formgerð sjálfstjórnar: rannsókn meðal íslenskra ungmenna. Sálfræðiritið – Tímarit Sálfræðingafélags Íslands, 16, 7-21.
- 2. Kristján Ketill Stefánsson, Steinunn Gestsdóttir og Sigurgrímur Skúlason. (2014). Þróun og mat á réttmæti mælitækis á meðvitaðri sjálfstjórnun ungmenna. Sálfræðiritið – tímarit sálfræðingafélags Íslands, 19, 41-55
Dæmi um birtar greinar:
- Gestsdóttir, S., & Lerner, R. M. (2007). Intentional self-regulation and positive youth development in early adolescence: findings from the 4-h study of positive youth development. Developmental psychology, 43(2), 508.
- Gestsdottir, S., Geldhof, G. J., Paus, T., Freund, A. M., Adalbjarnardottir, S., Lerner, J. V., & Lerner, R. M. (2015). Self-regulation among youth in four Western cultures: Is there an adolescence-specific structure of the Selection-Optimization-Compensation (SOC) model?. International Journal of Behavioral Development, 39(4), 346-358.
- 3. Stefansson, K. K., Gestsdottir, S., Birgisdottir, F., & Lerner, R. M. (2018). School engagement and intentional self-regulation: A reciprocal relation in adolescence. Journal of adolescence, 64, 23-33. https://doi.org/10.1016/j.adolescence.2018.01.005
- 4. Gestsdottir, S., Geldhof, G. J., Birgisdóttir, F., & Andrésdóttir, J. C. (2022). Intentional Self-Regulation and Executive Functions: Overlap and Uniqueness in Predicting Positive Development Among Youth in Iceland. The Journal of Early Adolescence, 43(5), 545-576. https://doi.org/10.1177/02724316221113355
Nemendaverkefni:
- Sólveig Birna Júlíusdóttir (2016). Sjálfstjórnun íslenskra barna : tengsl við lesskilning og ritun [óútgefin MA ritgerð]. Skemman. https://hdl.handle.net/1946/26261
Reglur um notkun
- Ekki ljóst
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 11/2025