EuroQoL – 5 Dimension Scale – 3 levels (EQ-5D-3L)
Efnisorð
- Heilsutengd lífsgæði
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir. Athuga að virðist einnig mega leggja fyrir á viðtalsformi, sjá hér
- Fjöldi atriða: 5 (6 ef sjónræn mælistika er talin með)
- Metur: Almennar heilsufarsupplýsingar á fimm víddum – hreyfigeta, sjálfsummönnun, venjubundin störf og athafnir, verkir / óþægindi og kvíði / dapurleiki / þunglyndi. Hver vídd er metin með einni spurningu sem hefur þrjá svarkosti. Listinn inniheldur einnig sjónræna mælistiku, eins konar hitamæli sem fer frá 0 og upp í 100, þar sem svarandi á að merkja inn hversu góð eða slæm heilsa hans er í dag
- Svarkostir: Svarkostir eru mismunandi eftir spurningu en gefa til kynna hversu mikil vandamál svarandinn hefur í tengslum við hvert viðfangsefni (hverja vídd): 1 = engin vandamál, 2 = nokkur vandamál og 3 = mikil vandamál. Svar með sjónrænu mælistikunni er kóðað sem tala á bilinu 0 (versta hugsanlega heilbrigði) til 100 (besta hugsanlega heilbrigði)
- Heildarskor: Heildarskor virðist almennt ekki vera reiknað fyrir einstaklinga þar sem spurningar mynda ólíkar víddir
Íslensk þýðing
- Ingibjörg Þórhallsdóttir
- Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferlið
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Ekkert fannst.
Réttmæti: Ekkert fannst.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Rabin, R. & de Charro, F. (2001). EQ-5D: A measure of health status from the EuroQol group. Annals of Medicine, 33(5), 337-343. https://doi.org/10.3109/07853890109002087
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst
Dæmi um birtar greinar:
- Haukur Freyr Gylfason. (2006). Lífsgæði barna með einhverfu og foreldra þeirra [Erindi flutt á ráðstefnu]. Rannsóknir í félagsvísindum VII, Félagsvísindadeild. Vefslóð.
- Árún K. Sigurðardóttir, Gunnhildur H. Gunnlaugsdóttir & Brynja Ingadóttir. (2013). Væntingar til fræðslu og heilsutengd lífsgæði sjúklinga sem fara í gerviliðaaðgerð. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 3(89), 40–47
- Gudmundsson, G. H., & Johannsson, E. (2020). Þrek, holdafar og heilsutengd lífsgæði eftir krabbameinsmeðferð. Laeknabladid, 106(4), 179-185. https://doi.org/10.17992/lbl.2020.04.575
- Ingadottir, B., Bragadottir, B., Zoega, S., Blondal, K., Jonsdottir, H., & Hafsteinsdottir, E. J. (2023). Sense of security during COVID-19 isolation improved with better health literacy–a cross-sectional study. Patient Education and Counseling, 107788. https://doi.org/10.1016/j.pec.2023.107788
- [EQ-5D-5L] Arnardóttir, E., Sigurðardóttir, Á. K., Graue, M., Kolltveit, B. C. H., & Skinner, T. (2023). Can waist-to-height ratio and health literacy be used in primary care for prioritizing further assessment of people at T2DM risk?. International Journal of Environmental Research and Public Health, 20(16), 6606. https://doi.org/10.3390/ijerph20166606
Nemendaverkefni:
- Ekkert fannst
Reglur um notkun
- Leyfisskylt og höfundarréttarvarið – óska þarf eftir notkun og samþykkja skilmála hér
Aðrar útgáfur
- EQ-5D-5L sem inniheldur fimm svarmöguleika í stað þriggja
- EQ-5D-Y sem er barnvænni útgáfa af listanum
Síðast uppfært
- 9/2024