Achenbach Youth Self-Report (YSR/11–18)

Efnisorð

  • Hegðun
  • Líðan
  • Virkni
  • Samskipti
  • Börn

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat barns / ungmennis
  • Fjöldi atriða: 112
  • Metur: Virkni, aðlögun, hegðun, líðan og erfiðleika þar að lútandi meðal barna og ungmenna frá 11 til 18 ára, yfirleitt miðað við síðastliðna 6 mánuði. Hluti af Achenbach System of Empirically Based Assessment matskerfinu
  • Svarkostir: Þriggja punkta fullmerktur raðkvarði með 0 (ekki rétt (svo þú vitir til)), 1 (að einhverju leyti eða stundum rétt) og 2 (á mjög vel við eða er oft rétt). Einnig eru opnar spurningar
  • Heildarskor: Reikna má skor fyrir einkennaskalana anxious/depressed, withdrawn/depressed, somatic complaints, social problems, thought problems, attention problems, rule-breaking behaviour, aggressive behaviour, og frá 2007 einnig fyrir obssessive compulsive problems, post-traumatic stress problems og sluggish cognitive tempo. Heildarskor eru reiknuð fyrir styrkleikaþátt (positive qualities), fyrir innhverf einkenni (líðan, internalized) og einkenni hegðunar (externalized). Heildarskor erfiðleika er summa allra skala einkenna og erfiðleika. Í öllum tilvikum vitna hærri skor um aukna erfiðleika (nema í tilviki styrkleikaþáttar)

Íslensk þýðing

  • Helga Hannesdóttir þýddi upprunalega árið 1991 
  • Íslensk þýðing og staðfærsla var endurútgefin í nánu samstarfi við höfunda árið 2004, þá af Helgu Hannesdóttur, Halldóri S. Guðmundssyni, Guðrúnu Bjarnadóttur o.fl. 
  • Nánari upplýsingar liggja ekki fyrir

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Samkvæmt heimildum hefur innri áreiðanleiki mælst sambærilegur hérlendis og í upprunalegri útgáfu. Í fjölþjóðlegum samanburði á vandamálum og styrkleikum ungmenna er greint frá meðaltali alfastuðls fyrir heildarskor erfiðleika, skala innhverfra einkenna, skala einkenna hegðunar og skala styrkleika, en það er þó ekki nema að litlu leyti upplýsandi fyrir niðurstöður hérlendis.4 Endurprófunaráreiðanleiki hefur ekki verið rannsakaður hérlendis svo vitað sé.

Réttmæti: Staðfestandi þáttagreining var framkvæmd í fjölþjóðlegum samanburði á þáttabyggingu YSR.1 Niðurstöður í úrtaki tæplega 580 barna hérlendis gáfu til kynna u.þ.b. ásættanleg mátgæði 8 þátta líkans í samræmi við upprunalegan fjölda undirkvarða (þáttahleðslur á bilinu 0,30–0,86, miðgildi þáttahleðsla = 0,61; RMSEA = 0,041, CFI = 0,91 og TLI = 0,93). Samanburður á skorum barna á erfiðleikum og styrkleikum var gerður á sömu gögnum.4 Meðaltal heildarskors erfiðleika hérlendis var meira en einu staðalfráviki undir heildarmeðaltali, og þriðja lægsta af samanburðarlöndunum. Heilt yfir voru niðurstöður samanburðarins sagðar benda til nokkurs samræmis í sjálfsmati ungmenna á erfiðleikum, en minna í sjálfsmati á styrkleikum. Sjá nánar í grein Rescorla o.fl.4

Fyrir aðgreiningarhæfni YSR, sjá grein Helgu Hannesdóttur o.fl.2 Fyrir áhrif einstaklingsbundins breytileika, samfélags og menningar á svör barna og ungmenna, sjá grein Ivanova o.fl.3

Fyrir samanburð á skorum YSR og foreldraúfgáfunnar CBCL/6–18, sjá fjölþjóðlegan samanburð í grein Rescorla o.fl. (2012).4

Samkvæmt heimildum má í fjölmenningarlegri viðbót við handbók fyrir ASEBA matslistana (þ.m.t. YSR) finna athuganir á og stuðning við réttmæti fjölmenningarlegra viðmiða skalanna.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Achenbach, T. M. (1999). The Child Behavior Checklist and related instruments. In M. E. Maruish (Ed.), The use of psychological testing for treatment planning and outcomes assessment (pp. 429–466). Lawrence Erlbaum Associates Publishers
  • Achenbach, T. M., & Ruffle, T. M. (2000). The Child Behavior Checklist and related forms for assessing behavioral/emotional problems and competencies. Pediatrics in review, 21(8), 265–271. https://doi.org/10.1542/pir.21-8-265
  • Achenbach, T. M. (2001). Manual for ASEBA school-age forms & profiles. University of Vermont, Research Center for Children, Youth & Families
  • Achenbach, T. M. og Rescorla, L. A. (2007). Multicultural supplement to the manual for the ASEBA school-age forms & profiles. University of Vermont, Research Center for Children, Youth, & Families

Próffræðigreinar:

  • 1. Ivanova, M. Y., Achenbach, T. M., Rescorla, L. A., Dumenci, L., Almqvist, F., Bilenberg, N., Bird, H., Broberg, A. G., Dobrean, A., Döpfner, M., Erol, N., Forns, M., Hannesdottir, H., Kanbayashi, Y., Lambert, M. C., Leung, P., Minaei, A., Mulatu, M. S., Novik, T., . . . Verhulst, F. C. (2007). The generalizability of the Youth Self-Report syndrome structure in 23 societies. Journal of Consulting and Clinical Psychology, 75(5), 729–738. https://doi.org/10.1037/0022-006X.75.5.729
  • 4. Rescorla, L., Achenbach, T. M., Ivanova, M. Y., Dumenci, L., Almqvist, F., Bilenberg, N., Bird, H., Broberg, A., Dobrean, A., Döpfner, M., Erol, N., Forns, M., Hannesdottir, H., Kanbayashi, Y., Lambert, M. C., Leung, P., Minaei, A., Mulatu, M. S., Novik, T. S., . . . Verhulst, F. (2007). Epidemiological comparisons of problems and positive qualities reported by adolescents in 24 countries. Journal of Consulting and Clinical Psychology, 75(2), 351–358. https://doi.org/10.1037/0022-006X.75.2.351
  • 5. Rescorla, L. A., Ginzburg, S., Achenbach, T. M., Ivanova, M. Y., Almqvist, F., Begovac, I., ... & Verhulst, F. C. (2013). Cross-informant agreement between parent-reported and adolescent self-reported problems in 25 societies. Journal of Clinical Child & Adolescent Psychology, 42(2), 262-273. https://doi.org/10.1080/15374416.2012.717870
  • 3. Ivanova, M. Y., Achenbach, T. M., Turner, L., Almqvist, F., Begovac, I., Bilenberg, N., Bird, H., Broberg, A. G., Córdova Calderón, M. A., Chahed, M., Dang, H. M., Dobrean, A., Döpfner, M., Erol, N., Forns, M., Guðmundsson, H. S., Hannesdóttir, H., Hewitt-Ramirez, N., Kanbayashi, Y., Karki, S., … Žukauskienė, R. (2022). Effects of individual differences, society, and culture on youth-rated problems and strengths in 38 societies. Journal of child psychology and psychiatry, and allied disciplines, 63(11), 1297–1307. https://doi.org/10.1111/jcpp.13569

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Hannesdóttir, H., Tyrfingsson, T., & Piha, J. (2001). Psychosocial functioning and psychiatric comorbidity among substance-abusing Icelandic adolescents. Nordic journal of psychiatry, 55(1), 43–48. https://doi.org/10.1080/080394801750093742
  • Georgsdottir, I., Haraldsson, A., & Dagbjartsson, A. (2013). Behavior and well-being of extremely low birth weight teenagers in Iceland. Early human development, 89(12), 999-1003. https://doi.org/10.1016/j.earlhumdev.2013.08.018
  • Jónsdóttir, H., Agnarsdóttir, H., Jóhannesdóttir, H., Smárason, O., Harðardóttir, H. H., Højgaard, D. R., & Skarphedinsson, G. (2022). Parent–youth agreement on psychiatric diagnoses and symptoms: results from an adolescent outpatient clinical sample. Nordic Journal of Psychiatry, 76(6), 466-473. https://doi.org/10.1080/08039488.2021.2002405
  • Gestsdottir, S., Geldhof, G. J., Birgisdóttir, F., & Andrésdóttir, J. C. (2023). Intentional Self-Regulation and Executive Functions: Overlap and Uniqueness in Predicting Positive Development Among Youth in Iceland. The Journal of Early Adolescence, 43(5), 545-576. https://doi.org/10.1177/02724316221113355

Nemendaverkefni:

  • Sigrún Harðardóttir. (2014). Líðan framhaldsskólanemenda. Um námserfiðleika, áhrifaþætti og ábyrgð samfélags [óútgefin doktorsritgerð]. Háskóli Íslands
  • Elínborg Hilmarsdóttir. (2016). Mataræði og börn með ADHD - Forrannsókn. Meðferðarheldni og áhrif fjölbreyttsfæðis [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/24798

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarið og leyfisskylt, sjá hér
  • Ætlast er til þess að notendur hafi viðeigandi menntun
  • Athuga vefsíðu útgefenda á Íslandi hér

Aðrar útgáfur

Síðast uppfært

  • 12/2023