Child Eating Behaviour Questionnaire (CEBQ)

Efnisorð

  • Matarhegðun
  • Börn

Stutt lýsing

  • Tegund: Mat annarra – foreldri / forráðarmaður metur barn
  • Fjöldi atriða: 35
  • Metur: Matarhegðun barna á átta sviðum: Svörun við mat (5 atriði), matvendni (6), ánægja við að borða (4), löngun til að drekka (3), tilfinningalegt lystarleysi (4), tilfinningalegt ofát (4), svörun við mettun (5) og seinlæti í því að borða (4). Viðmiðunartími er ótilgreindur
  • Svarkostir: Raðkvarði með fimm fullmerktum svarkostum frá 1 (aldrei) til 5 (alltaf)
  • Heildarskor: Fyrst er skorun á atriðum númer 3, 4, 10, 16 og 32 snúið. Næst er reiknað meðaltal af stigum atriðanna í hverjum undirkvarða fyrir sig. Heildarskor undirkvarða liggja á bilinu 1–5 þar sem hærra skor vitnar um að barn sýni oftar þá hegðun sem undirkvarðanum er ætlað að meta

Íslensk þýðing

  • Upplýsingar um íslensku þýðinguna má finna í grein Nardvik ofl. í kaflanum „Measures“1

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki undirkvarða í hentugleikaúrtaki foreldra 5–12 ára barna hefur mælst á bilinu α = 0,75 (svörun við mettun) – 0,90 (matvendni).1 Í öðru hentugleikaúrtaki foreldra 8–12 ára matvandra barna var áreiðanleikinn á bilinu α = 0,71 (svörun við mettun) –  0,86 (tilfinningalegt ofát).2, 3

Réttmæti: Staðfestandi þáttagreining var framkvæmd í hentugleikaúrtaki foreldra 5–12 ára barna.1 Átta-þátta líkan gaf bestu mátgæðin í samræmi við kenningu samanborið við mátgæði líkana með sex eða sjö þáttum. Sérstaða þáttanna átta var einnig studd þar sem fylgni á milli þeirra var aldrei hærri en 0,77.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Wardle, J., Guthrie C. A., Sanderson, S., & Rapoport, L. (2001). Development of the Children’s Eating Behaviour Questionnaire. Journal of Child Psychology and Psychiatry, 42, 963–970. https://doi.org/10.1111/1469-7610.00792

Próffræðigreinar:

  • 1. Njardvik, U., Klar, E. K., & Thorsdottir, F. (2018). The factor structure of the Children's Eating Behaviour Questionnaire: a comparison of four models using confirmatory factor analysis. Health Science Reports, 1(3), e28. https://doi.org/10.1002/hsr2.28

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Thorsteinsdottir, S., Njardvik, U., Bjarnason, R., Haraldsson, H., & Olafsdottir, A. S. (2021). Taste education – A food-based intervention in a school setting, focusing on children with and without neurodevelopmental disorders and their families. A randomized controlled trial. Appetite, 167, 105623. https://doi.org/10.1016/j.appet.2021.105623
  • 3. Thorsteinsdottir, S., Bjarnason, R., Eliasdottir, H. G., & Olafsdottir, A. S. (2023). Body composition in fussy-eating children, with and without neurodevelopmental disorders, and their parents, following a taste education intervention. Nutrients, 15(12), 2788. https://doi.org/10.3390/nu15122788

Nemendaverkefni:

  • Elín Kristín Klar. (2012). Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar útgáfu Child Eating Behaviour Questionnaire (CEBQ) [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/10792
  • Huld Óskarsdóttir. (2012). Fjölskyldumiðuð atferlismeðferð fyrir of feit börn: Árangur styttrar og einfaldaðrar meðferðar við klínískar aðstæður [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/12071

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst með höfundarrétt, en opnum aðgangi – sjá hér
  • Notkun krefst ekki sérstakrar hæfni / menntunar

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 7/2023