M.D.Anderson Symptom Inventory (MDASI)

Efnisorð

  • Einkenni
  • Streita / truflun
  • Krabbamein

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat eða viðtal – fullorðnir einstaklingar með krabbamein
  • Fjöldi atriða: 19
  • Metur: Einkennabyrði krabbameinssjúklinga – styrkur einkenna (13 atriði) og truflun í daglegu lífi (6 atriði). Dæmi um einkenni eru sársauki, þreyta, lystarleysi og munnþurrkur. Ýmist er miðað við síðasta sólarhring eða síðustu viku
  • Svarkostir: Atriði sem snúa að einkennum: Talnakvarði á bilinu 0 (er ekki til staðar) til 10 (eins slæmt og hugsast getur). Atriði sem snúa að truflun: Talnakvarði á bilinu 0 (truflaði ekki) til 10 (truflaði algerlega)
  • Heildarskor: Fyrir einkenni: Heildarskor eru meðaltal hinna 13 atriða á bilinu 0–13 þar sem hærra skor vitnar alvarlegri einkenni / meiri sársauka. Fyrir truflun: Heildarskor eru meðaltal hinna 6 atriða á bilinu 0–6 þar sem hærra skor vitnar um meiri truflun

Íslensk þýðing

  • Listinn var þýddur, bakþýddur, borinn undir sex hjúkrunarfræðinga og forprófaður í 135 manna úrtaki krabbameinssjúklinga árið 2006. Sigríður Gunnarsdóttir, Nanna Friðriksdóttir, Fríða Skúladóttir, Ólöf Birgisdóttir og Vigdís Friðriksdóttir stóðu að þýðingunni

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki í úrtaki krabbameinssjúklinga hefur mælst α = 0,87 fyrir undirkvarða einkenna og α = 0,84 undirkvarða truflunar1.  
Réttmæti: Meðalsterk jákvæð fylgni hefur mælst milli skora á báðum undirkvörðum MDASI og undirkvarða neikvæðra tilfinninga á PANAS (r = 0,42 fyrir einkenni og 0,45 fyrir truflun).1 Neikvæð fylgni mældist milli undikvarðanna og lífsgæðamatstækisins QLS (r = –0,38 fyrir einkenni og r = –0,40 fyrir truflun). Þáttagreining hefur bent til frávika frá tveggja þátta formgerð – vísbendingar fundust um fjóra þætti hugrænna einkenna og truflunar, meltingareinkenna, sársauka og vandamála með öndun, og sálrænna einkenna og truflunar m.t.t. félagstengsla og lífsánægju. Þáttabygging í íslenskri þýðingu gæti því verið verið óskýr.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Cleeland, C. S., Mendoza, T. R., Wang, X. S., Chou, C., Harle, M. T., Morrissey, M., & Engstrom, M. C. (2000). Assessing symptom distress in cancer patients: The M.D. Anderson Symptom Inventory. Cancer, 89(7), 1634–1646. https://doi.org/10.1002/1097-0142(20001001)89:7<1634::aid-cncr29>3.0.co;2-v

Próffræðigreinar:

  • 1. Gunnarsdóttir, S., Friðriksdóttir, N., Skúladóttir, F., Birgisdóttir, Ó., & Friðriksdóttir, V. (2006). The psychometric properties of the Icelandic version of the MD Anderson Symptom Inventory (MDASI). Oncology Nursing Forum, 33(2), 458-458. 

Dæmi um birtar greinar: 

  • Gretarsdottir, H., Fridriksdottir, N., & Gunnarsdottir, S. (2016). Psychometric properties of the Icelandic version of the revised Edmonton Symptom Assessment Scale. Journal of pain and symptom management, 51(1), 133-137. 
    https://doi.org/10.1016/j.jpainsymman.2015.08.007
  • Fridriksdottir, N., Ingadottir, B., Skuladottir, K., Zoëga, S., & Gunnarsdottir, S. (2023). Supportive Digital Health Service During Cancer Chemotherapy: Single-Arm Before-and-After Feasibility Study. JMIR Formative Research, 7, e50550. https://doi.org/10.2196/50550

Nemendaverkefni:

  • Fríða Skúladóttir, Ólöf Birgisdóttir & Vigdís Friðriksdóttir. (2005). Mat á einkennum hjá sjúklingum með krabbamein: Forprófun á M.D. Anderson Symptom Inventory (MDASI) [óútgefin BS ritgerð]. Háskóli Íslands, Reykjavík
  • Lilja Ásgeirsdóttir. (2020). Einkenni og heilsutengd lífsgæði sjúklinga með lungnakrabbamein fyrir og eftir skurðaðgerð: Framsýn, lýsandi rannsókn [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/36909

 

Reglur um notkun

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 9/2024