EORTC IN-PATSAT32

Efnisorð

  • Ánægja sjúklinga
  • Krabbamein

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir með krabbamein
  • Fjöldi atriða: 32
  • Metur: Upplifun krabbameinssjúklinga á legudeild af gæðum umönnunar og þjónustu. Undirkvarðar eru m.a. tæknileg færni lækna og hjúkrunarfræðinga, samskiptafærni starfsfólks og aðgengileiki þess
  • Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 1 (lélegt) til 5 (frábært)
  • Heildarskor: Heildarskor eru reiknuð á hverjum undirkvarða um sig með því að leggja saman skor á atriðum og deila með fjölda þeirra (útkoma er meðalskor sem eru á bilinu 1–5). Hærra skor vitnar í öllum tilvikum um meiri ánægju

Íslensk þýðing

  • EORTC Quality of Life Unit
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferlið

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki vídda sem fengust úr meginhlutagreiningu í úrtaki einstaklinga sem undirgengust geisla– og / eða lyfjameðferð (sjá að neðan) reyndist á bilinu α = 0,67 (ánægja með skipulag þjónustu og umönnunar) til α = 0,95 (ánægja með þjónustu hjúkrunarfræðinga).1

Réttmæti: Í sama úrtaki benti meginhlutagreining til 4 vídda (ánægja með þjónustu hjúkrunarfræðinga, ánægja með þjónustu lækna, ánægja með upplýsingar og ánægja með skipulag þjónustu og umönnunar - sagt vera í samræmi við kenningalegan bakgrunn), en töluvert var um krosshleðslu atriða (10 af 32 hlóðu á fleiri en eina vídd).Öll atriði reyndust hafa fylgni r = 0,40 eða hærri við eigin vídd, en helmingur atriða víddarinnar ánægja með skipulag þjónustu og umönnunar hafði ekki marktækt hærri tengsl við eigin vídd en aðrar. Sjá nánar í Grein Elísabetar Hjörleifdóttur að neðan.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Forveri listans, Comprehensive Assessment of Satisfaction with Care: Brédart, A., Razavi, D., Robertson, C., Didier, F., Scaffidi, E., & de Haes, J. C. (1999). A comprehensive assessment of satisfaction with care: preliminary psychometric analysis in an oncology institute in Italy. Annals of oncology:official journal of the European Society for Medical Oncology, 10(7), 839–846. https://doi.org/10.1023/a:1008393226195
  • Brédart, A., Bottomley, A., Blazeby, J. M., Conroy, T., Coens, C., D'Haese, S., Chie, W. C., Hammerlid, E., Arraras, J. I., Efficace, F., Rodary, C., Schraub, S., Costantini, M., Costantini, A., Joly, F., Sezer, O., Razavi, D., Mehlitz, M., Bielska-Lasota, M., Aaronson, N. K., … European Organisation for Research and Treatment of Cancer Quality of Life Group and Quality of Life Unit (2005). An international prospective study of the EORTC cancer in-patient satisfaction with care measure (EORTC IN-PATSAT32). European journal of cancer (Oxford, England:1990), 41(14), 2120–2131. https://doi.org/10.1016/j.ejca.2005.04.041

Próffræðigreinar:

  • 1. Hjörleifsdóttir, E., Hallberg, I. R., & Gunnarsdóttir, E. D. (2010). Satisfaction with care in oncology outpatient clinics: psychometric characteristics of the Icelandic EORTC IN-PATSAT32 version. Journal of clinical nursing, 19(13-14), 1784–1794. https://doi.org/10.1111/j.1365-2702.2009.03095.x

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • Ekkert fannst

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskyldur og höfundarréttarvarinn – sjá umsóknareyðublað hér 
  • Leyfið á ekki að kosta neitt ef um ræðir óstyrktar rannsóknir 
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 4/2024