Marlowe-Crowne Social Desirability Scale (MCSDS)
Efnisorð
- Félagslega æskileg svörun
- Svarskekkjur
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
- Fjöldi atriða: 33
- Metur: Félagslega æskilega svörun
- Svarkostir: Svarkostir eru tveir: satt / ósatt
- Heildarskor: Gefið er eitt stig fyrir satt og núll fyrir ósatt fyrir þau 18 af 33 atriðum sem snúa að félagslega æskilegri hegðun. 15 af 33 atriðum er snúið öfugt, þ.e. spurt um hegðun sem talin er félagslega óæskileg, og er þá gefið eitt stig fyrir ósatt og núll fyrir satt. Heildarskor getur því verið á bilinu 0–33. Því hærra sem skorið er, því félagslega æskilegri er svörunin talin vera
Íslensk þýðing
- Tvær sjálfstæðar þýðingar voru gerðar af tveim sálfræðimenntuðum einstaklingum sem höfðu þekkingu á viðfangsefninu. Þýðingarnar voru bornar saman og sameinaðar í eina.1 Þessi þýðing var svo seinna lagfærð (sjá nánar í grein Vöku og fél.2)
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki var kannaður í rannsókn Vöku og félaga2 á lagskiptu tilviljunarúrtaki 18 ára og eldri Íslendinga og reyndist vera α = 0,81. Athuga þó, matið gæti verið bjagað þar sem alfastuðull gerir ráð fyrir samfelldum breytum en atriði MCSDS hafa einungis tvo svarkosti.
Réttmæti: Réttmæti íslenskrar útgáfu kvarðans hefur verið metið með staðfestandi þáttagreiningu, svarferlalíkönum (item response theory) og ítarviðtölum (cognitive interviews) í sama úrtaki og lýst er hér að ofan. Niðurstöður staðfestandi þáttagreiningar í rannsókn Vöku og félaga2 studdu eins-þátta líkan kvarðans og voru mátgæði líkansins góð. Niðurstöður voru í samræmi við niðurstöður úr erlendum rannsóknum. Niðurstöður svarferlalíkana í annarri rannsókn Vöku og félaga3 studdu einnig eins þátta líkan en aðgreiningarstuðlar gáfu til kynna að sum atriðin greindu ekki nægilega vel á milli þeirra sem væru almennt háir eða lágir í félagslega æskilegri svörun. Niðurstöður ítarviðtala3 bentu einnig til þess að vandamál gætu verið til staðar varðandi sum atriði kvarðans. Styttri 10 atriða útgáfa af kvarðanum var þróuð byggð á niðurstöðum þessarar rannsóknar.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Crowne, D. P., & Marlowe, D. (1960). A new scale of social desirability independent of psychopathology. Journal of Consulting Psychology, 24(4), 349–354. https://doi.org/10.1037/h0047358
Próffræðigreinar:
- 2. Vésteinsdóttir, V., Reips, U. D., Joinson, A., & Thorsdottir, F. (2015). Psychometric properties of measurements obtained with the Marlowe–Crowne Social Desirability Scale in an Icelandic probability based internet sample. Computers in Human Behavior, 49, 608–614. https://doi.org/10.1016/j.chb.2015.03.044
- 3. Vésteinsdóttir, V., Reips, U. D., Joinson, A., & Thorsdottir, F. (2017). An item level evaluation of the Marlowe-Crowne Social Desirability Scale using item response theory on Icelandic internet panel data and cognitive interviews. Personality and Individual Differences, 107, 164–173. https://doi.org/10.1016/j.paid.2016.11.023
Dæmi um birtar greinar:
- Vésteinsdóttir, V., Steingrimsdottir, E. D., Joinson, A., Reips, U. D., & Thorsdottir, F. (2019). Social desirability in spouse ratings. Psychological Reports, 122(2), 593–608. https://doi.org/10.1177/0033294118767815
- [MCSD-SF] Vésteinsdóttir, V., Joinson, A., Reips, U. D., Danielsdottir, H. B., Thorarinsdottir, E. A., & Thorsdottir, F. (2019). Questions on honest responding. Behavior Research Methods, 51(2), 811–825. https://doi.org/10.3758/s13428-018-1121-9
- [MCSD-SF] Vésteinsdóttir, V., Asgeirsdottir, R. L., Omarsdottir, H. R., & Thorsdottir, F. (2023). Convergent validity of methods for assessing socially desirable responding in personality items. Nordic Psychology, 75(1), 35–49. https://doi.org/10.1080/19012276.2022.2054465
Nemendaverkefni:
- 1. Pálmar Ragnarsson. (2011). Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar útgáfu IPIP-HEXACO persónuleikaprófsins [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/8798
- Erla Karlsdóttir (2013). Skilningur á atriðum íslenskrar útgáfu kvarða Marlowe og Crowne á félagslega æskilegri svörun [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/15356
- Arndís Eva Finnsdóttir. (2015). Social desirability bias in measurements of neuroticism [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/21649
- [MCSD-SF] Katrín S. J. Steingrímsdóttir & Ingunn Rós Kristjánsdóttir. (2022). Ability to identify fakers: Comparison of BIDR.Short.24 and MCSD-SF [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/41531
Reglur um notkun
- Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – íslenska útgáfu af kvarðanum má nálgast hjá Vöku Vésteinsdóttur á vakave@hi.is
- Notkun krefst ekki sérstakrar hæfni eða menntunar
Aðrar útgáfur
- MCSD-SF
Síðast uppfært
- 9/2024