Mini International Neuropsychiatric Interview (MINI)

Efnisorð

  • Sálmeinafræði
  • Geðgreiningar

Stutt lýsing

  • Tegund: Staðlað greiningarviðtal framkvæmt af fagaðila
  • Fjöldi atriða: Ekki ljóst
  • Metur: Hefðbundin útgáfa metur einkenni 17 algengra geðraskana, upprunalega eins og þær voru skilgreindar í DSM-III-R og ICD-10, en nýrri útgáfur styðjast við DSM-IV og DSM-5. Athuga að íslensk þýðing byggir á DSM-IV og hún hefur ekki verið uppfærð í samræmi við DSM-5
  • Svarkostir: þegar einkenni er til staðar / nei þegar einkenni er ekki til staðar
  • Heildarskor: Upplýsingar um skorun eru gjaldskyldar, þær má nálgast hér

Íslensk þýðing

  • Pétur Tyrfingsson 
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Áreiðanleiki matsmanna (hlutfall sammælis) hefur mælst á bilinu 91-100% í hópi einstaklinga með félagskvíða og samanburðarhóps.3

Réttmæti: Í nemendaverkefni1 er greint frá cand. psych. ritgerð Baldurs Heiðars Sigurðssonar (2008) þar sem stuðningur á að hafa fengist fyrir samleitni kvíða- og þunglyndisgreininga MINI samanborið við aðra sjálfsmatslista (DASS og PHQ)2 sem meta þær raskanir, en það verkefni er ekki aðgengilegt á Skemmu.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Sheehan, D. V., Lecrubier, Y., Sheehan, K. H., Amorim, P., Janavs, J., Weiller, E., Hergueta, T., Baker, R., & Dunbar, G. C. (1998). The Mini-International Neuropsychiatric Interview (M.I.N.I.): the development and validation of a structured diagnostic psychiatric interview for DSM-IV and ICD-10. The Journal of Clinical Psychiatry, 59(Suppl 20), 22–33

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • Guðmundsdóttir, H. B., Olason, D. P., Guðmundsdóttir, D. G., & Sigurðsson, J. F. (2014). A psychometric evaluation of the Icelandic version of the WHO-5. Scandinavian Journal of Psychology, 55(6), 567–572. https://doi.org/10.1111/sjop.12156
  • 3. Hardarson, J. P., Gudmundsdottir, B., Valdimarsdottir, A. G., Gudmundsdottir, K., Tryggvadottir, A., Thorarinsdottir, K., Wessman, I., Davidsdottir, S., Tomasson, G., Holmes, E. A., Thorisdottir, A. S., & Bjornsson, A. S. (2023). Appraisals of social trauma and their role in the development of Post-Traumatic Stress Disorder and Social Anxiety Disorder. Behavioral Sciences13(7), 577. https://doi.org/10.3390/bs13070577

Nemendaverkefni:

  • 2. Pálína Erna Ásgeirsdóttir. (2012). Dagdeildarmeðferð byggð á díalektískri atferlismeðferð Linehan fyrir fólk með jaðarpersónuleikaröskun: Árangursmat með einliðasniði [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/13266
  • 1. Jóhann Pálmar Harðarson. (2016). The appraisal of intrusive images among outpatients with social anxiety disorder [óútgefin cand.psych. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/24887

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt og höfundarréttarvarið. Samkvæmt heimildum Próffræðistofu er íslenska þýðinging, sem eins og áður segir byggir á DSM-IV, enn notuð í einhverjum mæli þó hún sé strangt til tekið úrelt. Ekki hefur verið ráðist í uppfærslu á þýðingu í samræmi við DSM-5, skv. heimildum

Aðrar útgáfur

  • MINI-Plus
  • MINI-Screen
  • MINI-Kid

Síðast uppfært

  • 12/2023