Quality of Life Scale (QOLS)
Efnisorð
- Lífsgæði
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
- Fjöldi atriða: Upprunalega innihélt listinn 15 atriði en seinna var sextánda atriðinu bætt við. 16 atriða útgáfan er sú sem er almennt notuð í dag
- Metur: Lífsgæði á þeim tímapunkti sem spurningalistanum er svarað. Svarandi merkir við þann valmöguleika sem lýsir því best hversu ánægð/ur eða óánægð/ur hann er með líf sitt á hverju sviði
- Svarkostir: Raðkvarði með sjö fullmerktum svarkostum frá 1 (mjög óánægð/ur) til 7 (mjög ánægð/ur)
- Heildarskor: Skor fyrir hverja spurningu eru lögð saman til að fá heildarskor á bilinu 16–112 þar sem hærra skor er talið vitna um betri lífsgæði
Íslensk þýðing
- Upprunalega þýddi Pétur Tyrfingsson listann.1 Seinna samræmdi Andri S. Björnsson tvær sjálfstæðar þýðingar Péturs Tyrfingssonar og Auðar Sjafnar Þórisdóttur í eina útgáfu2,3
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í nemendaverkefnum hefur innri áreiðanleiki verið α = 0,89 í óskilgreindu klínísku úrtaki1, α = 0,72 í úrtaki einstaklinga með félagsfælni2 og α = 0,86 í almennu úrtaki. Í birtum greinum hefur innri áreiðanleiki verið α = 0,76 í úrtaki einstaklinga með félagsfælni3, α = 0,86 í almennu úrtaki, α = 0,90 í úrtaki krabbameinssjúklinga4 og α = 0,87 í úrtaki íþróttakvenna.5
Réttmæti: Réttmæti var kannað í rannsókn Andra ofl.3 með því að bera saman meðalskor á QOLS í klínísku úrtaki einstaklinga með félagsfælni (n = 56) og í almennu úrtaki einstaklinga án allra geðraskana (n = 54). Niðurstöður gáfu til kynna að einstaklingar með félagsfælni höfðu að jafnaði lægri skor á QOLS (M = 63,02) heldur en einstaklingar í almenna úrtakinu (M = 94,37).
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Burckhardt, C. S. (1989). Quality of life of adults with chronic illness: A psychometric study. Reasearch in Nursing & Health, 12(6), 347-354. https://doi.org/10.1002/nur.4770120604
- Burckhardt, C. S., & Anderson, K. L. (2003). The Quality of Life Scale (QOLS): Reliability, validity, and utilization. Health and Quality of Life Outcomes, 1(1), 1-7. https://doi.org/10.1186/1477-7525-1-60
Próffræðigreinar:
- 3. Andri S. Björnsson, Karen Jónsdóttir, Signý Sigurðardóttir, Inga Wessman, Ólafía Sigurjónsdóttir, Auður S. Þórsdóttir, Jóhann P. Harðarson & Guðmundur Arnkelsson. (2018). Próffræðilegir eiginleikar Sheehan Disability Scale, Quality of Life Scale og Patient Health Questionnaire í íslenskri þýðingu. Sálfræðiritið, 23, 91-100. https://www.hirsla.lsh.is/handle/2336/621138
Dæmi um birtar greinar:
- 4. Friðriksdóttir, N., Sævarsdóttir, Þ., Halfdánardottir, S. Í., Jónsdóttir, A., Magnúsdóttir, H., Ólafsdóttir, K. L., Guðmundsdóttir, G., & Gunnarsdóttir, S. (2011). Family members of cancer patients: Needs, quality of life and symptoms of anxiety and depression. Acta Oncologica, 50(2), 252-258. https://doi.org/10.3109/0284186X.2010.529821
- 1. Sigurbjörg Jóna Ludvigsdóttir, Sóley Dröfn Davíðsdóttir, Helena Jónsdóttir & Unnur Jakobsdóttir Smári. (2011). Hugræn atferlismeðferð í hóp við félagsfælni: Árangursmæling við Kvíðameðferðarstöðina (KMS). Sálfræðiritið, 16, 81-96. https://www.hirsla.lsh.is/handle/2336/247871
- Young, S., Khondoker, M., Emilsson, B., Sigurdsson, J. F., Philipp-Wiegmann, F., Baldursson, G., Olafsdottir, H., & Gudjonsson, G. (2015). Cognitive–behavioural therapy in medication-treated adults with attention-deficit/hyperactivity disorder and co-morbid psychopathology: A randomized controlled trial using multi-level analysis. Psychological Medicine, 45(13), 2793-2804. https://doi.org/10.1017/S0033291715000756
- 5. Jónsdóttir, M. K., Kristófersdóttir, K. H., Runólfsdóttir, S., Kristensen, I. S. U., Sigurjónsdóttir, H. Á., Claessen, L. Á. E., & Kristjánsdóttir, H. (2021). Concussion among female athletes in Iceland: Stress, depression, anxiety, and quality of life. Nordic Psychology, 1-17. https://doi.org/10.1080/19012276.2021.2004916
- Hardarson, J. P., Gudmundsdottir, B., Valdimarsdottir, A. G., Gudmundsdottir, K., Tryggvadottir, A., Thorarinsdottir, K., Wessman, I., Davidsdottir, S., Tomasson, G., Holmes, E. A., Thorisdottir, A. S., & Bjornsson, A. S. (2023). Appraisals of social trauma and their role in the development of post-traumatic stress disorder and social anxiety disorder. Behavioral Sciences, 13(7), 577. https://doi.org/10.3390/bs13070577
Nemendaverkefni:
- 2. Karen Jónsdóttir & Signý Sigurðardóttir. (2016). Próffræðilegir eiginleikar íslenskra þýðinga á Sheehan Disability Scale, Quality of Life Scale og The Patient Health Questionnaire [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/24874
- Christina M. G. Goldstein. (2022). Quality of life and mental health of people with narcolepsy in Iceland [óútgefin BSC ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/40214
- Elín María Árnadóttir. (2023). Endurtekin segulörvun á heila við meðferðarþráu og langvinnu þunglyndi. Uppgjör á árangri meðferðarinnar fyrstu 15 mánuðina á Heilaörvunarmiðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 2022-2023 [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/44258
Reglur um notkun
- Leyfisskyldur og höfundarréttarvarinn. Umsjón með dreifingu hefur Mapi Research Trust – með því að búa til aðgang á heimasíðu þeirra geta rannsakendur óskað eftir leyfi fyrir notkun
- Notkun krefst ekki sérstakrar hæfni eða menntunar
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 9/2024