Padua Inventory–Washington State University Revised (PI-WSUR)
Efnisorð
- OCD
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
- Fjöldi atriða: 39
- Metur: Einkenni OCD á fimm sviðum – (1) ótti við mengun / smit og þvottar, (2) þráhyggja varðandi að klæða sig / snyrta, (3) athugunarhegðun, (4) hugsanir um sjálfskaða / að skaða aðra og (5) hvöt til sjálfskaða / þess að skaða aðra. Viðmiðunartími er ótilgreindur
- Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (alls ekki) til 4 (mjög mikið)
- Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 0–156 þar sem hærra skor vitnar um aukin einkenni OCD
Íslensk þýðing
- Sigrún Drífa Jónsdóttir og Jakob Smári þýddu og bakþýddu
- Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í úrtaki háskólanema hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,89 og 0,911,2.
Réttmæti: Meginhlutagreining í úrtaki háskólanema sýndi smávægileg frávik frá væntri fimm vídda formgerð – 34 atriði af 39 vógu á ætlaðar víddir.1 Fylgni PI-WSUR var martækt hærri við Maudsley Obsessive-Compulsive Inventory (r = 0,61) heldur en við PSWQ (r = 0,37). Fylgni milli samsvarandi undirkvarða á PI-WSUR og MOCI var meðalsterk, eða r = 0,50 undirkvarða ótta við smit / mengun og þvotta, og r = 0,54 fyrir athugunarhegðun (checking). Í báðum tilvikum var þessi fylgni þó marktækt hærri heldur en næst hæsta fylgni (ósamsvarandi) undirkvarða. Vísbendingar um aðgreiningu fengust með því að bera saman fylgni undirkvarða PI-WSUR við heildarskor annars vegar og við skor á PSWQ hins vegar. Í öllum tilvikum var fylgni undirkvarða töluvert hærri við heildarskor listans heldur en við PSWQ. Undantekning var undirkvarði hugsana um sjálfskaða / að skaða aðra, sem hafði meðalsterka fylgni við skor á PSWQ (r = 0,45).
Í öðru nemendaúrtaki hefur fylgni við Responsibility Attitudes Scale mælst r = 0,42 en jafnframt 0,41 við CES-D.2 Fjórir undirkvarðar PI-WSUR reyndust hafa marktæka fylgni við RAS, einnig þegar stjórnað var fyrir skorum á CES-D. Lægsta marktæka fylgnin var milli þráhyggju varðandi að klæða sig / snyrta við RAS. Hverfandi fylgni var í báðum tilvikum milli undirkvarða hvatar til sjálfskaða / þess að skaða aðra og RAS. Þetta mynstur breyttist þegar stjórnað var fyrir hvoru í senn – öðrum einkennum OCD og einkennum þunglyndis. Þá reyndust tengsl undirkvarðanna hugsana um og hvatar til sjálfskaða / að skaða aðra við RAS þau einu marktæku. Fyrir klíníska umræðu, sjá grein Smára og félaga.2
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Burns, G.L. (1995). Padua Inventory-Washington State University Revision. Pullman, WA
- Burns, G. L., Keortge, S. G., Formea, G. M., & Sternberger, L. G. (1996). Revision of the Padua inventory of obsessive compulsive disorder symptoms: Distinctions between worry, obsessions, and compulsions. Behaviour Research and Therapy, 34(2), 163–173. https://doi.org/10.1016/0005-7967(95)00035-6
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst
Dæmi um birtar greinar:
- 1. Jónsdóttir, S. D., & Smári, J. (2000). Measuring obsessions without worry: convergent and discriminant validity of the revised Padua inventory in an Icelandic student population. Scandinavian Journal of Behaviour Therapy, 29(2), 49–56.
https://doi.org/10.1080/028457100750066397 - 2. Smári, J., Gylfadóttir, T., & Halldórsdóttir, G. L. (2003). Responsibility attitudes and different types of obsessive-compulsive symptoms in a student population. Behavioural and Cognitive Psychotherapy, 31(1), 45–51. https://doi.org/10.1017/S135246580300105X
- Ólafsson, R. P., Emmelkamp, P. M., Ólason, D. Þ., & Kristjánsson, Á. (2020). Disgust and contamination concerns: The mediating role of harm avoidance and incompleteness. International Journal of Cognitive Therapy, 13, 251–270. https://doi.org/10.1007/s41811-020-00076-5
Nemendaverkefni:
- Þorri Snæbjörnsson. (2011). Viðbjóðsnæmi og einkenni áráttu- og þráhyggjuröskunar: Áhrif hugsanabælingar á tíðni hugsana og líðan [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/8642
- Saga Sól Kristínardóttir Karlsdóttir & Sóley Anna Benónýsdóttir. (2021). Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar EmetQ-13 og SPOVI [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/38549
Reglur um notkun
- Ekki ljóst með höfundarrétt en í opnum aðgangi að því er talið er – sjá matstækið hér, fengið úr Prófabanka Sálfræðingafélagsins
- Rannsakendur eru beðnir um að vitna í Burns o.fl (1996) (sjá heimild að ofan)
- Engar upplýsingar hafa fundist varðandi formlegar hæfni- / menntunarkröfur fyrir notkun
Aðrar útgáfur
- Padua Inventory
Síðast uppfært
- 5/2024