Dimensional Obsessive-Compulsive Scale (DOCS)

Efnisorð

  • OCD

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 20
  • Metur: Einkenni og alvarleiki einkenna OCD á fjórum sviðum sem hvert um sig inniheldur fimm atriði – (1) mengun, sýklar og óhreinindi; (2) skynjuð ábyrgð á skaða; (3) óásættanlegar hugsanir og (4) samhverfa, "just right". Á hverju sviði eru gefin dæmi um þráhyggju / áráttu og svarandi svo beðinn að meta að hve miklu leyti þráhyggja / árátta á viðkomandi sviði truflar daglegt líf / veldur vanlíðan. Miðað er við síðastliðinn mánuð
  • Svarkostir: Fimm punkta fullmerktir raðkvarðar frá 0 upp í 4 með breytilegum orðagildum eftir atriðum
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0–80 þar sem hærra skor vitnar um aukinn alvarleika einkenna / meiri truflun

Íslensk þýðing

  • Jóhann B. Arngrímsson, Páll Árnason og Ragnar P. Ólafsson þýddu og sameinuðu í eina útgáfu 
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki háskólanema mældist innri áreiðanleiki heildarskors α = 0,91 en undirkvarða á bilinu α = 0,75 (mengun) til 0,86 (óásættanlegar hugsanir og samhverfa).1 Í öðru úrtaki háskólanema með áráttu- og þráhyggjuröskun (n = 32) mældist áreiðanleiki heildarskors α = 0,88 og undirkvarða á bilinu α = 0,88 (ábyrgð/skaði) til 0,90 (samhverfa).2 Í hópi nemenda með einhverja kvíðaröskun (en ekki áráttu- og þráhyggjuröskun) (n = 28) voru sömu stuðlar 0,89 og 0,66 (mengun) til 0,87 (óásættanlegar hugsanir). Í hópi nemenda með enga skilgreinda geðröskun (n = 22) voru stuðlarnir 0,89 og 0,67 (ábyrgð/skaði) og 0,85 (samhverfa).

Réttmæti: Í úrtaki háskólanema benti leitandi þáttagreining til fjögurra þátta þegar miðað var við eigingildið >1 og skriðupróf.3 Þáttahleðslur voru á bilinu 0,43 (þáttaskýring 0,51) til 0,82 (þáttaskýring 0,67) – saman skýrðu þættirnir rúm 53% af dreifingu atriða en fyrsti þátturinn (mengun) lang mest þar af (skýringargildi rúm 36% samanborið við 8, 6 og 3%). Innbyrðis fylgni undirþátta úr þáttagreiningu var á bilinu 0,35–0,57. Samleitni við önnur skyld matstæki var sömuleiðis könnuð. Heildarskor á DOCS reyndist hafa meðalsterka og sterka jákvæða fylgni við skor á Y-BOCS-SR og OCI-R líkt og búist var við – sjá nánar um fylgni undirkvarða í verkefni Jóhanns og Páls.3

Í annarri rannsókn var staðfestandi þáttagreining framkvæmd í úrtaki háskólanema (ath. að hluta til sama úrtak og í verkefni Jónhanns og Páls3). 1 Góð mátgæði fengust fyrir fjögurra-þátta líkan og voru þáttahleðslur á bilinu 0,64–0,92. Fjögurra-þátta líkan var borið saman við líkan með einum yfirþætti alvarleika, en mátgæði reyndust ekki marktækt frábrugðin. Innbyrðis fylgni undirkvarða var á bilinu 0,50–0,71. Samleitni var metin. Heildarskor á DOCS hafði allsterka fylgni við heildarskor á OCI-R,  = 0,69. Þetta var í samræmi við væntingar. Skor á undirkvörðum DOCS reyndust hafa fylgni við samsvarandi undirkvarða á OCI-R yfir 0,50, en fylgni við fimm einkennavíddir Y-BOCS-SR var í meðallagi eða fremur lág – sjá nánar í grein Ragnars og félaga.1 Fylgni heildarskors á DOCS við HADS (kvíði og þunglyndi) og PSWQ-SF (áhyggjur) var lág eða fremur lág, sem gaf vísbendingar um aðgreiningu. 

Í rannsókn Ragnars og félaga2 gáfu niðurstöður til kynna að meðaltöl DOCS í hópi einstaklinga með áráttu- og þráhyggjuröskun annarsvegar og almennu háskólanemaúrtaki hins vegar væru áþekk meðaltölum sambærilegra hópa í Bandaríkjunum. Meðaltal heildarskors og undirkvarða var alltaf hæst í hópi einstaklinga með áráttu- og þráhyggjuröskun miðað við kvíðaröskunarhóp og samanburðarhóp. Samleitni var metin í áráttu- og þráhyggjuhóp. Heildarskor á DOCS hafði sterka fylgni við heildarskor á OCI-R, r = 0,80, og fylgni við samsvarandi undirkvarða OCI-R var á bilinu 0,43 (óásættanlegar hugsanir) til 0,62 (ábyrgð/skaði). Fylgni DOCS við kvarða sem meta félagskvíðaeinkenni (SIAS, SPS) og almenn kvíða-, depurðar- og streitueinkenni (DASS) var í flestum tilfellum ómarktæk eða veik sem gaf vísbendingu um aðgreiningu.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Abramowitz, J. S., Deacon, B. J., Olatunji, B. O., Wheaton, M. G., Berman, N. C., Losardo, D., Timpano, K. R., McGrath, P. B., Riemann, B. C., Adams, T., Björgvinsson, T., Storch, E. A., & Hale, L. R. (2010). Assessment of obsessive-compulsive symptom dimensions: development and evaluation of the Dimensional Obsessive-Compulsive Scale. Psychological Assessment, 22(1), 180–198. https://doi.org/10.1037/a0018260

Próffræðigreinar:

  • 1. Ólafsson, R. P., Arngrímsson, J. B., Árnason, P., Kolbeinsson, Þ., Emmelkamp, P. M., Kristjánsson, Á., & Ólason, D. Þ. (2013). The Icelandic version of the dimensional obsessive compulsive scale (DOCS) and its relationship with obsessive beliefs. Journal of Obsessive-Compulsive and Related Disorders, 2(2), 149–156. https://doi.org/10.1016/j.jocrd.2013.02.001
  • 2. Ragnar P. Ólafsson, Kristín G. Reynisdóttir, Sævar Þ. Sævarsson, Paul M. G. Emmelkamp, Árni Kristjánsson, & Daníel Þ. Ólason. (2016). Mat á alvarleika áráttu- og þráhyggjueinkenna með DOCS spurningalistanum. Sálfræðiritið, 2021, 23–37. https://core.ac.uk/download/pdf/80950445.pdf

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • 3. Jóhann B. Arngrímson & Páll Árnason. (2011). Mat á próffræðilegum eiginleikum DOCS spurningalistans í íslenskri gerð [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/8800
  • Ester María Ólafsdóttir. (2019). Ortorexia nervosa : relationship with eating disorders, OCD and health anxiety [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/33194

 

Reglur um notkun

  • Höfundarréttarvarið en í opnum aðgangi fyrir óstyrktar rannsóknir – sjá matstækið hér, fengið úr verkefni Jóhanns og Páls3
  • Notendur vinsamlega vísið í upprunalega heimild að ofan
  • Fagþekkingu þarf til að túlka skor

Aðrar útgáfur

  • OCI

Síðast uppfært

  • 5/2024