Bergen Shopping Addiction Scale (Bergen kaupfíknikvarðinn) (BSAS)

Efnisorð

  • Kaupfíkn

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 7
  • Metur: Kaupfíkn miðað við síðastliðna 12 mánuði. Hvert atriði metur einn af sjö þáttum fíknar: þungamiðju, skapstjórnun, ágreining, þol, fall, fráhvörf og afleiðingu
  • Svarkostir: Likert kvarði frá 0 (algjörlega ósammála) til 4 (algjörlega sammála)
  • Heildarskor: Fæst með því að reikna meðaltal af stigum allra atriðanna og liggur á bilinu 0–4 þar sem hærra skor vitnar um meiri einkenni kaupfíknar

Íslensk þýðing

  • Fjóla Huld Sigurðardóttir þýddi árið 2020. Ragna B. Garðarsdóttir fór yfir þýðinguna með enska útgáfu listans til hliðsjónar.2 Þýðingin var þá lagfærð til að tryggja að atriðin væru skýr, vel skiljanleg og á góðu íslensku máli. Næst var listinn forprófaður á litlu úrtaki og voru þátttakendur beðnir um athugasemdir varðandi skilning á einstaka atriðum. Athugasemdirnar voru teknar til greina og samræmdar í lokaútgáfu íslensku þýðingarinnar

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki hefur mælst α = 0,88 í úrtaki háskólanema.2 Leiðrétt fylgni atriða við heildarskor listans var á bilinu 0,60 til 0,74.  

Réttmæti: Leitandi þáttagreining var framkvæmd í úrtaki háskólanema.2 Niðurstöður skriðuprófs gáfu til kynna einn þátt sem skýrði 53,7% af heildardreifingu og voru þáttahleðslur á bilinu 0,64 til 0,81. Réttmætisvísbendingar um samleitni voru kannaðar með því að reikna fylgni BSAS við tvo undirkvarða M-DAQ sem meta fýsn í að kaupa veraldlega hluti (r = 0,73) og neikvæða styrkingu sem afleiðing kaupa (r = 0,68). Veik til meðalsterk fylgni mældist á milli BSAS og þátta sem hafa samslátt við kaupfíkn: depurð, r = 0,24 / kvíði, r = 0,28 / streita, r = 0,33 / fjármálastjórn, r = -0,36 / söfnunarárátta, r = 0,42. Fylgni BSAS við þætti sem taldir eru vera orsakaþætti kaupfíknar var einnig reiknuð: sjálfsmisræmi, r = 0,37 / efnishyggja, r = 0,67.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • 1. Andreassen, C. S., Griffiths, M. D., Pallesen, S., Bilder, R. M., Torsheim, T., & Aboujaoude, E. (2015). The Bergen Shopping Addiction Scale: Reliability and validity of a brief screening test. Frontiers in Psychology, 6, 1374. https://doi.org/10.3389/fpsyg.2015.01374

Próffræðigreinar:

  • 2. Ragna B. Garðarsdóttir & Fjóla Hulda Sigurðardóttir. (2022). Íslensk útgáfa Bergen kaupfíknikvarðans og sálfélagslegar skýringar á kaupfíkn. Sálfræðiritið, 27, 61–77. https://www.salfraediritid.is/sal1/timarit/salfraediritid2022b.pdf

Dæmi um birtar greinar:

  • Ekkert fannst

Nemendaverkefni:

  • Fjóla Huld Sigurðardóttir. (2021). Íslensk útgáfa Bergen kaupfíknikvarðans og sálfélagslegar skýringar á kaupfíkn [MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/38519

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – sjá hér
  • Notkun krefst ekki sérstakrar hæfni / menntunar

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 6/2024