Gross Motor Classification System - Expanded & Revised (GMFCS-E&R)
Efnisorð
- Börn
- Grófhreyfifærni
- CP
Stutt lýsing
- Tegund: Mat fagaðila á börnum og ungmennum að 18 ára aldri. Matið getur hvort heldur sem er byggt á áhorfi eða fyrirliggjandi gögnum
- Fjöldi atriða: Á ekki við
- Metur: Flokkun á grófhreyfifærni barna og ungmenna með CP. Meginmarkmið mats er að ákvarða hvaða færniflokkur lýsir best núverandi getu og skerðingu barns m.t.t. grófhreyfinga
- Svarkostir: Raðaðir flokkar frá engri skerðingu / fullri getu til mikillar skerðingar / engrar getu
Flokkur I - Gengur án erfiðleika
Flokkur II - Gengur en göngugeta er skert
Flokkur III - Gengur með því að styðja sig við gönguhjálpartæki
Flokkur IV - Á erfitt með að komast um sjálft, notar hugsanlega rafknúið farartæki
Flokkur V - Aðstoðarmaður ekur barninu í hjólastól á milli staða - Heildarskor: Börn raðast í flokka eftir aldursskeiði (undir 2 ára, 2–4 ára, 4–6 ára, 6–12 ára og 12–18 ára) m.t.t. skerðingar í athöfnum og, að litlu leyti, gæða hreyfinga. Fyrir aðgreiningu í flokka, sjá fylgiskjal hér
Íslensk þýðing
- Björg Guðjónsdóttir – Sigrún Jóhannsdóttir bakþýddi yfir á ensku
- Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Hefur ekki verið kannaður í íslenskri þýðingu.
Réttmæti: Hefur ekki verið kannað í íslenskri þýðingu.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Palisano, R., Rosenbaum, P., Walter, S., Russell, D., Wood, E., & Galuppi, B. (1997). Development and reliability of a system to classify gross motor function in children with cerebral palsy. Developmental medicine and child neurology, 39(4), 214–223. https://doi.org/10.1111/j.1469-8749.1997.tb07414.x
- Palisano, R. J., Rosenbaum, P., Bartlett, D., & Livingston, M. H. (2008). Content validity of the expanded and revised Gross Motor Function Classification System. Developmental Medicine and Child Neurology, 50(10), 744–750. https://doi.org/10.1111/j.1469-8749.2008.03089.x
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst
Dæmi um birtar greinar:
- Ekkert fannst
Nemendaverkefni:
- GMFCS: Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir. (2019). Stoðkerfisverkir barna með CP sem geta gengið með eða án gönguhjálpartækja [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/34520
- GMFCS: Ástrós Hilmarsdóttir. (2022). Líkamleg virkni barna og ungmenna með Cerebral Palsy á Íslandi [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/41451
- GMFCS: Álfhildur María Magnúsdóttir. (2024). Stoðkerfisverkir og þreyta hjá börnum á Íslandi með CP sem eru fær um göngu - Samanburðarrannsókn [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. https://hdl.handle.net/1946/47185
Reglur um notkun
- Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi fyrir óhagnaðardrifnar rannsóknir – hafið samband á canchild@mcmaster.ca
- Fyrir styrktar rannsóknir eða rannsóknir sem gerðar eru í samstarfi við hagnaðardrifin fyrirtæki – óskið leyfis á ccstore@mcmaster.ca
- Notkun krefst ekki þjálfunar annarrar en lesturs viðmiða sem innifalin eru í tækinu og lýsa færniflokkum hreyfinga, en gert er ráð fyrir því að notendur hafi viðeigandi menntun og þekkingu á CP meðal barna
- Sjá nánar á vefsíðu tækisins hér
Aðrar útgáfur
- GMFCS, fyrir börn að 12 ára
Síðast uppfært
- 8/2024