Development, Social, Interaction and Mood Questionnaire (DSIM)
Efnisorð
- Einhverfueinkenni
- Fullorðnir
- Broad autism phenotype
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat eða mat annarra (informant) – fullorðnir
- Fjöldi atriða: 59
- Metur: Einhverfulík einkenni meðal fullorðinna. Atriði snúa að einhverfulíkum einkennum, skerðingu og þunglyndiseinkennum sem kunna að fylgja. Sjö staðhæfingar meta einhverfulík einkenni í æsku, 38 meta víðari svipgerð einhverfu á sjö sviðum (s.s. skort á samkennd og skerðingu í myndun vináttutengsla) – eða einhverfulík einkenni eins og þau koma fyrir núna, sjö atriði meta hömlun í daglegu lífi vegna einkenna og sjö atriði meta einkenni þunglyndis
- Svarkostir: Í staðhæfingum 1 til 7 eru svarkostir 1 (já) / 0 (nei) / NA (veit ekki), í staðhæfingum 8 til 45 er fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (mjög ósammála) til 3 (mjög sammála), fyrir atriði hömlunar eru svarkostir 0 (engir erfiðleikar) / 1 (nokkrir erfiðleikar) / 2 (miklir erfiðleikar), og fyrir þunglyndisatriði – ekki ljóst
- Heildarskor: Fyrir staðhæfingar 1 til 7 eru heildarskor á bilinu 0–7 þar sem hærri skor vitna um aukin einkenni í æsku. Fyrir staðhæfingar 8 til 45 eru skor á bilinu 0–114 þar sem hærri skor vitna um sterkari svipgerð einhverfu. Fyrir atriði sem snúa að hömlun eru skor á bilinu 0–14 þar sem hærra skor vitnar um meiri hömlun. Skorun þunglyndishluta er ekki þekkt
Íslensk þýðing
- Frumsaminn af Evald Sæmundsen og Páli Magnússyni
- Fyrir upplýsingar um hönnun og hugmyndafræði, sjá verkefni Sigurrósar Friðriksdóttur,1 bls. 42–43
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í nemendaverkefni hefur innri áreiðanleiki undirkvarða einhverfulíkra einkenna á fullorðinsárum (staðhæfingar 8–45) í útgáfu fyrir mat annarra og sjálfsmatsútgáfu mælst α = 0,92 og 0,88.1 Í báðum útgáfum reyndust vera all nokkur tilvik þar sem leiðrétt fylgni atriða við heildarskor var hverfandi (r < 0,03) – sjá nánar í verkefni Sigurrósar.
Réttmæti: Í sama nemendaverkefni var fylgni reiknuð á milli tveggja útgáfa DSIM og reyndist hún vera r = 0,54.1 Ívið hærri fylgni mældist milli DSIM í mati annarra og Social Responiveness Scale (SRS), r = 0,57, en báðir byggja á mati annarra. Lægri fylgni mældist milli sjálfsmatsútgáfu DSIM og SRS, r = 0,38. Munur reyndist vera á meðalskori á DSIM í mati annarra eftir því hver tengsl svaranda við einstakling voru. Að sama skapi bentu niðurstöður til vægrar samvirkni milli tengsla við einstakling og kyns viðkomandi – sjá nánar í verkefni Sigurrósar. Þáttagreining benti þriggja þátta með skýrða dreifingu 39% í útgáfu fyrir mat annarra og 33% fyrir sjálfsmatsútgáfu, lausnin var sögð nokkuð í samræmi við þá þrjá þætti sem taldir væru liggja til grundvallar einhverfu.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Magnusson, P., Saemundsen, E., Steinberg, S., o.fl. (2005, maí). Development of a self report screening measure for autistic traits in adults [ráðstefnuerindi]. International Meeting for Autism Research, Boston, MA, Bandaríkin.
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan
Dæmi um birtar greinar:
- Ekkert fannst
Nemendaverkefni:
- 1. Sigurrós Friðriksdóttir. (2011). Áhrif einkenna á einhverfurófi á sjálfsmat. Samanburður á sjálfsmati og mati annarra á einkennum einhverfu hjá fullorðnum skyldmennum vísitilfella [óútgefin cand.psych. ritgerð]. Skemman.
http://hdl.handle.net/1946/8610 - Kjartan Helgason. (2020). Veldur sjaldgæfur íslenskur arfbreytileiki í HMBS geni slitróttri bráðaporfýríu? [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/35713
Reglur um notkun
- Ekki ljóst – samkvæmt heimildum Próffræðistofu er listinn enn á þróunarstigi / hefur ekki verið gefinn út með formlegum hætti. Vitað er að hann hefur tekið breytingum frá því að hann var upprunalega þróaður. Listinn er notaður allvíða innan stofnana, en ekki vitað hvort þar er um að ræða upprunalega útgáfu, aðlagaða, eða hve formföst sú notkun er
Aðrar útgáfur
- Ekkert fannst
Síðast uppfært
- 5/2024