Social Interaction Anxiety Scale (SIAS)
Efnisorð
- Kvíði
- Félagskvíði
- Samskiptakvíði
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
- Fjöldi atriða: 20
- Metur: Samskiptakvíða, þ.e. kvíða í aðstæðum þar sem um félagsleg samskipti er að ræða. Gjarnan notaður til að skima fyrir félagsfælni. Athuga að listinn var hannaður til að leggja fyrir samhliða Social Phobia Scale (SPS)
- Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 0 (alls ekki einkennandi fyrir mig eða satt í mínu tilviki) til 4 (mjög mikið einkennandi fyrir mig eða satt í mínu tilviki)
- Heildarskor: Summa atriða á bilinu 0–80 þar sem hærra skor vitnar um meiri einkenni samskiptakvíða
Íslensk þýðing
- Pétur Tyrfingsson
- Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í nemendaverkefni var innri áreiðanleiki kannaður í tveimur úrtökum framhaldsskólanema og göngudeildarsjúklinga á geðsviði Landspítala.1 Meðal nema var α = 0,89. Í klínísku úrtaki var α = 0,84 fyrir fólk með félagsfælnigreiningu en 0,86 meðal þeirra í úrtakinu sem ekki höfðu slíka greiningu. Fylgni atriða við heildarskor var á bilinu r = 0,13 til 0,79 í úrtaki nema en 0,43 til 0,81 í klíníska úrtakinu. Í rannsók Sigurvinsdottir ofl.2 var innri áreiðanleiki α = 0,91 í úrtaki háskólanema (n = 58).
Réttmæti: Vísbendingar um samleitni og sundurgreiningu voru kannaðar í nemendaverkefni með því að reikna fylgni við skor á öðrum matstækjum í úrtaki sjúklinga með geðrænan vanda: fylgni við SPS var sterk (r = 0,82), en hófleg við BDI-II (r = 0,39) og BAI (r = 0,36).1 Í úrtaki framhaldsskólanema: fylgni við SPS var sterk (r = 0,77), og hærri við BDI-II og BAI heldur en í klíníska úrtakinu (r = 0,57 og 0,56).
Í klíníska úrtakinu voru skor á SIAS meðal einstaklinga með félagsfælni borin saman við skor einstaklinga með annars konar vanda. Hinir fyrrnefndu höfðu að jafnaði hærri skor á SIAS (M = 59,5) heldur en hinir síðarnefndu (M = 31,9).1 Sama var að segja um skor á stökum spurningum.
Leitandi þáttagreining var framkvæmd í klíníska úrtakinu.1 Samhliðagreining gaf tvo þætti til kynna, en annar reyndist mjög ríkjandi (skýringargildi 45% samanborið við 5% annars þáttar). Þegar innihald atriða smærri þáttarins var skoðað kom í ljós að um var að ræða öll þrjú snúnu atriði SIAS listans, og því sennilega um að ræða aðferðarfræðilega aukaafurð frekar en raunverulegan þátt. Eins þáttar lausn var því talin meira lýsandi, og í samræmi við það sem búast mátti við. Athuga þó að skýringargildi þeirrar lausnar var fremur lágt (45%).
Greiningarhæfni SIAS var könnuð nánar með ROC greiningu í klíníska úrtakinu.1 Greiningin leiddi í ljós góða hæfni til aðgreiningar einstaklinga með og án félagsfælnigreiningar samkvæmt MINI, AUC = 0,96. Þær niðurstöður voru sagðar í samræmi við eldri íslenska rannsókn í smærra úrtaki, og betri en fengist hafa í annars konar úrtökum erlendis. Hentug viðmið fyrir skimun á félagsfælni með SIAS reyndust vera á bilinu 44–49 (næmni og sértækni um og yfir 80 til 90%).
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Mattick, R. P., & Clarke, J. C. (1998). Development and validation of measures of social phobia scrutiny fear and social interaction anxiety. Behaviour Research and Therapy, 36(4), 455–470. https://doi.org/10.1016/S0005-7967(97)10031-6
- Sjá einnig: Peters, L., Sunderland, M., Andrews, G., Rapee, R. M., & Mattick, R. P. (2012). Development of a short form Social Interaction Anxiety (SIAS) and Social Phobia Scale (SPS) using nonparametric item response theory: the SIAS-6 and the SPS-6. Psychological Assessment, 24(1), 66–76. https://doi.org/10.1037/a0024544
Próffræðigreinar:
- Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan
Dæmi um birtar greinar:
- Sigurjónsdóttir, Ó., Björnsson, A. S., Ludvigsdóttir, S. J., & Kristjánsson, Á. (2015). Money talks in attention bias modification: Reward in a dot-probe task affects attentional biases. Visual Cognition, 23(1–2), 118–132. https://doi.org/10.1080/13506285.2014.984797
- 2. Sigurvinsdottir, R., Soring, K., Kristinsdottir, K., Halfdanarson, S. G., Johannsdottir, K. R., Vilhjalmsson, H. H., & Valdimarsdottir, H. B. (2021). Social anxiety, fear of negative evaluation, and distress in a virtual reality environment. Behaviour Change, 38(2), 109–118. https://doi.org/10.1017/bec.2021.4
- SIAS-6/SPS-6: Eysteinsson, I., Gustavsson, S. M., & Sigurdsson, J. F. (2022). Prevalence estimates of depression and anxiety disorders among Icelandic University students when taking functional impairment into account. Nordic Psychology, 74(2), 102–113. https://doi.org/10.1080/19012276.2021.1914147
- Sigurðardóttir, S., Helgadóttir, F. D., Menzies, R. E., Sighvatsson, M. B., & Menzies, R. G. (2022). Improving adherence to a web-based cognitive-behavioural therapy program for social anxiety with group sessions: A randomised control trial. Internet Interventions, 28, 100535. https://doi.org/10.1016/j.invent.2022.100535
Nemendaverkefni:
- 1. Halla Ósk Ólafsdóttir. (2012). Athugun á próffræðilegum eiginleikum og aðgreiningarhæfni Social Interaction Anxiety Scale (SIAS) og Social Phobia Scale (SPS) [óútgefin cand.psych ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/12111
- Sandra Dögg Einarsdóttir. (2017). Negative images in social phobia : prevalence, severity, treatment outcome and links to adverse social events. A pilot study [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/28637
- Eyþór Daði Hauksson. (2023). Effects of Covid-19 lockdowns on symptoms of social anxiety in a sample of university students [óútgefin BSc ritgerð]. Skemman. https://skemman.is/handle/1946/42079
Reglur um notkun
- Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – rannsakendur geta nálgast listann hjá Pétri Tyrfingssyni á petur1953@gmail.com
- Ekki er vitað til þess að notkun krefjist formlegrar menntunar eða hæfni
Aðrar útgáfur
- SIAS-6 – sjá hér
Síðast uppfært
- 4/2024