Beck Hopelessness Scale (BHS)

Efnisorð

  • Vonleysi
  • Viðhorf
  • Þunglyndi

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir frá 17 ára. Má einnig leggja fyrir á viðtalsformi 
  • Fjöldi atriða: 20
  • Metur: Vonleysi m.t.t. viðhorfs til framtíðarinnar, áhugahvatar og væntinga. Miðað er við síðastliðna viku. Listinn var upprunalega ætlaður til notkunar hjá einstaklingum með geðraskanir en hefur í praxís verið notaður í ýmsum öðrum hópum
  • Svarkostir: 0 (ósatt), 1 (satt)
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 0–20 þar sem hærra skor vitnar um aukið vonleysi. Eftirfarandi flokkun hefur verið lögð til, en athuga að hún byggir á erlendum úrtökum: 0–3 stig = lágmarks vonleysi; 4–8 stig = vægt vonleysi; 9–14 stig = miðlungs vonleysi og 15–20 stig = alvarlegt vonleysi og sjálfsvígshætta

Íslensk þýðing

  • Rósa María Guðmundsdóttir og Jóhanna Bernharðsdóttir ásamt Rósu Friðriksdóttur. Almenn gæði þýðingar voru metið með aðstoð heilbrigðisstarfsfólks og kennara með góð tök á íslensku.1 Inntaksréttmæti þýðingar var þar að auki metið af geðhjúkrunarfræðingum og geðlæknum með það fyrir augum að þýðingin næði utan um hugsmíðina með fullnægjandi hætti. Tveir sjúklingar á Reykjalundi með góða enskukunnáttu svöruðu enskri og íslenskri útgáfu til samanburðar – sjá nánar í grein Rósu og Jóhönnu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki sjúklinga á geðsviði Reykjalundar hefur innri áreiðanleiki heildarskors mælst α = 0,90 en áreiðanleiki undirkvarða (sjá þáttagreiningu að neðan) α = 0,78 fyrir viðhorf til framtíðar, 0,85 fyrir áhugahvöt og 0,78 fyrir væntingar.1 Athuga þó, matið gæti verið bjagað þar sem alfastuðull gerir ráð fyrir samfelldum breytum en atriði BHS hafa einungis tvo svarkosti. Í úrtaki þunglyndissjúklinga í endurhæfingu reyndist α heildarskors vera 0,90 fyrir meðferð og α = 0,91 eftir meðferð, sama gildir þó um túlkun stuðulsins2.

Réttmæti: Meðalskor sjúklinga á geðsviði Reykjalundar var rétt rúm 10 stig, samanborið við u.þ.b. 2–5 stig í almennu þýði miðað við aðrar rannsóknir.Meginhlutagreining með hornréttum snúningi í sama úrtaki benti til fjögurra vídda með skýrða dreifingu upp á rúm 56%. Vænt formgerð með þremur víddum viðhorfa til framtíðar, áhugahvatar og væntinga hafði skýringargildi upp á tæp 51%. Sex af sjö atriðum úr upprunalegri rannsókn Beck hlóðu á vídd viðhorfs (þáttahleðslur á bilinu 0,30–0,73), fimm af sjö á vídd áhugahvatar (þáttahleðslur á bilinu 0,50–0,76) og þrjú af sex á vídd væntinga  (þáttahleðslur á bilinu 0,41–0,70) – athuga þó að töluvert var um krosshleðslur atriða og þáttalausn heilt yfir ekki skýr.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Beck, A. T., Weissman, A., Lester, D., & Trexler, L. (1974). The measurement of pessimism: The Hopelessness Scale. Journal of Consulting and Clinical Psychology, 42(6), 861–865. https://doi.org/10.1037/h0037562

Próffræðigreinar:

  • 1. Rósa María Guðmundsdóttir og Jóhanna Bernharðsdóttir. (2011). Þýðing og forprófun á vonleysiskvarða Beck. Tímarit hjúkrunafræðinga, 87(4), 34–40. https://timarit.is/page/6655524#page/n37/mode/2up

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Gudmundsdottir, R. M., & Thome, M. (2014). Evaluation of the effects of individual and group cognitive behavioural therapy and of psychiatric rehabilitation on hopelessness of depressed adults: a comparative analysis. Journal of psychiatric and mental health nursing, 21(10), 866–872. https://doi.org/10.1111/jpm.12157
  • Hauksson, P., Ingibergsdóttir, S., Gunnarsdóttir, T., & Jónsdóttir, I. H. (2017). Effectiveness of cognitive behaviour therapy for treatment-resistant depression with psychiatric comorbidity: comparison of individual versus group CBT in an interdisciplinary rehabilitation setting. Nordic Journal of Psychiatry, 71(6), 465–472. https://doi.org/10.1080/08039488.2017.1331263

Nemendaverkefni:

  • Ásta Lilja Bragadóttir. (2016). Mental health and blame attribution of prisoners in Iceland [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/26424

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskylt – sjá nánar hér
  • Athuga að gengið er út frá því að sá / sú sem notar listann hafi viðeigandi bakgrunn / menntun, sjá hér. Athuga einnig að fyrirlögn á viðtalsformi krefst þjálfunar

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 12/2023