Kiddie Schedule for Affective Disorders and Schizoprenia – Present and Lifetime Version (K-SADS-PL)
Efnisorð
- Geðraskanir
- Börn og ungmenni
Stutt lýsing
- Tegund: Hálfstaðlað greiningarviðtal – tekið við barn / ungmenni 6–18 ára og forráðamanneskju
- Fjöldi atriða: Skimunarviðtal með ótilgreindum fjölda atriða og viðaukar sem eru breytilegir eftir því hvaða röskun um ræðir
- Metur: Einkenni helstu geðraskana meðal barna og unglinga, núverandi og fyrrum, miðað við DSM-IV og síðar DSM-5
- Svarkostir: Fjögurra punkta fullmerktur raðkvarði þar sem 0 = engar upplýsingar um einkenni, 1 = einkenni ekki til staðar, 2 = einkenni til staðar en undir viðmiði og 3 = einkenni til staðar og yfir viðmiði. Athuga að umrædd viðmið eru fengin úr erlendum úrtökum
- Heildarskor: Klínískt skor fæst með samþættingu á viðtali við barn / ungmenni og forráðamanneskju. Klínískur fagaðili / spyrill reiknar skorið. Sjá hér nánar um enska útgáfu byggða á DSM-5
Íslensk þýðing
- Bertand Lauth, Páll Magnússon, Gísli Baldursson og Ólafur Ó. Guðmundsson þýddu útgáfuna sem byggir á DSM-IV. Sjá umfjöllun um þýðingarferlið í grein Bertrand Lauth o.fl.1
- Harpa Hrönn Harðardóttir, Hjördís Ólafsdóttir, Orri Smárason, Friðrik Már Ævarsson og fleiri þýddu útgáfuna sem byggir á DSM-5. Sjá umfjöllun í nemendaverkefni Hjördísar5
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Í klínísku úrtaki barna á BUGL var kappa stuðull reiknaður til að leggja mat á sammæli matsmanna fyrir útgáfu byggða á DSM-IV.1 Hann reyndist lægstur fyrir maníu í skilgreiningu DSM-IV (κ = 0,31), en fullkomið sammæli reyndist vera í allnokkrum greiningum, s.s. mótþróaþrjóskuröskun samkvæmt DSM-IV og ICD-10, og aðskilnaðarkvíða, sömuleiðis samkvæmt báðum greiningarkerfum (κ = 1). Fyrir sammæli á einkennum innan greiningarflokka, sjá nánar í grein Lauth o.fl.1
Í öðru úrtaki barna og ungmenna sem nýttu sér þjónustu BUGL eða Litlu KMS hefur sammæli matsmanna fyrir útgáfu byggða á DSM-5 mælst á bilinu κ = 0,57–0,90.2 Mestur breytileiki í sammæli sást í lyndisröskunum (lægst κ = 0,57 fyrir þrálátt þunglyndi). Almenn kvíðagreining og almenn ADHD greiningu höfðu gott sammæli, κ = 0,85. Kvíðagreiningar höfðu annars kappa á bilinu 0,63–0,88, og aðrar greiningar á bilinu 0,72–0,79.
Sammæli milli mats barna / ungmenna og mats foreldra þeirra var kannað í enn öðru úrtaki barna og ungmenna sem nýttu sér þjónustu BUGL eða Litlu KMS (útgáfa byggð á DSM-5).3 Sammælið mældist á bilinu κ = 0,48 (ADHD) til κ = 0,89 (OCD). Lyndisraskanir höfðu kappa á bilinu 0,61–0,76 og kvíðaraskanir 0,52–0,83. Að lokum hafði greining áfallastreituröskunar (PTSD) sammæli upp á κ = 0,78.
Aðrar athuganir á útgáfu í samræmi við DSM-5:
Fyrir mat á sammæli matsmanna í flokki kvíða- og áfallastreituraskana, sjá nemendaverkefni Hjördísar Ólafsdóttur.5
Fyrir samskonar mat á greiningar-flokkum lyndisraskana og OCD, sjá nemendaverkefni Hörpu Hrannar Harðardóttur.6
Fyrir sammæli matsmanna meðal barna og unglinga með og án ADHD, sjá nemendaverkefni Hrafnkötlu Agnarsdóttur.7
Fyrir nýtt endurmat á sammæli matstmanna í stærra úrtaki barna og ungmenna, sjá grein Hans Hektors Hannessonar.8
Réttmæti: Samleitni og sundurgreining þynglyndisgreiningar K-SADS-PL (DSM-IV útgáfa) voru metin með samanburði við nokkur þekkt og prófuð matstæki í úrtaki ungmenna.4 Þau sem skimuðust jákvæð á alvarlegri geðlægð skv. K-SADS-PL skoruðu marktækt hærra á öllum sjálfsmatslistum sem mátu þunglyndiseinkenni (m.a. Children's Depression Inventory og þunglyndishluta Beck Youth Inventories of Emotional and Social Impairment) heldur en þau sem skimuðust neikvæð. Það sama gilti þó líka um 10 af 17 mælingum á kvíða og einkennum ADHD (m.a. Multi-dimensional Anxiety Scale for Children og ADHD rating scale). Mat á næmni þunglyndisgreiningarinnar sýndi að af þeim 80 sem skimuðust jákvæð í skimunarhluta K-SADS-PL hlutu 69 formlega greiningu eftir fyrirlögn viðauka og viðtal við foreldra, og þau sex sem skimuðust neikvæð voru ekki greind með þunglyndi (true negatives). Næmni var þannig metin 100% en sértækni 35%, AUC reiknaðist 89%.
Í nemendaverkefni reyndist marktækur munur á heildarkori barna / ungmenna á kvíðahluta RCADS og MASC eftir því hvort þau greindust með kvíðaröskun samkvæmt K-SADS-PL DSM-5 útgáfu.5 Þetta gilti hvort sem miðað var við viðtöl við börnin sjálf eða forráðamanneskjur. Fyrir fleiri samanburði, sjá nemendaverkefni Hjördísar Ólafsdóttur.
Í öðru nemendaverkefni sást ekki marktækur munur á skorum OCD-hluta RCADS milli þeirra sem greindust með OCD samkvæmt K-SADS-PL DSM-5 útgáfu og þeirra sem gerðu það ekki.6 Hins vegar var munurinn marktækur þegar miðað var við viðtal við forráðamanneskjur. Sjá nánar í nemendaverkefni Hörpu Hrannar Harðardóttur.
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Kaufman, J., Birmaher, B., Brent, D., Rao, U., & Ryan, N. (1996). Diagnostic Interview: Kiddie-Sads-Present and Lifetime Version (KSADS-PL). Pittsburgh: University of Pittsburgh
- Kaufman, J., Birmaher, B., Brent, D., Rao, U. M. A., Flynn, C., Moreci, P., Williamson, D., & Ryan, N. (1997). Schedule for affective disorders and schizophrenia for school-age children-present and lifetime version (K-SADS-PL): initial reliability and validity data. Journal of the American Academy of Child & Adolescent Psychiatry, 36(7), 980–988. https://doi.org/10.1097/00004583-199707000-00021
- Kaufman, J., Birmaher, B., Axelson, D. et. al. (2016). Schedule for Affective Disorders and Schizophrenia for School-Aged Children: Present and Lifetime Version (K-SADS-PL) DSM-5. New Haven, Yale University, Child and Adolescent Research and Education
Próffræðigreinar:
- 1. Lauth, B., Magnusson, P., Ferrari, P., & Petursson, H. (2008). An Icelandic version of the Kiddie-SADS-PL: Translation, cross-cultural adaptation and inter-rater reliability. Nordic Journal of Psychiatry, 62(5), 379–385. https://doi.org/10.1080/08039480801984214
- 4. Lauth, B., Arnkelsson, G. B., Magnússon, P., Skarphéðinsson, G. Á., Ferrari, P., & Pétursson, H. (2010). Validity of K-SADS-PL (Schedule for Affective Disorders and Schizophrenia for School-Age Children—Present and Lifetime Version) depression diagnoses in an adolescent clinical population. Nordic Journal of Psychiatry, 64(6), 409–420. https://doi.org/10.3109/08039481003777484
- 2. Þórðarson, Ó., Ævarsson, F. M., Helgadóttir, S., Lauth, B., Wessman, I., Sigurjónsdóttir, S. A., Smárason, O., Harðardóttir, H. H., & Skarphedinsson, G. (2020). Icelandic translation and reliability data on the DSM-5 version of the schedule for affective disorders and schizophrenia for school-aged children–present and lifetime version (K-SADS-PL). Nordic Journal of Psychiatry, 74(6), 423–428. https://doi.org/10.1080/08039488.2020.1733660
- 3. Jónsdóttir, H., Agnarsdóttir, H., Jóhannesdóttir, H., Smárason, O., Harðardóttir, H. H., Højgaard, D. R., & Skarphedinsson, G. (2022). Parent–youth agreement on psychiatric diagnoses and symptoms: results from an adolescent outpatient clinical sample. Nordic Journal of Psychiatry, 76(6), 466–473. https://doi.org/10.1080/08039488.2021.2002405
- 8. Hannesson, H. H., Smárason, O., Højgaard, D. R., Lauth, B., Wessman, I., Sigurjónsdóttir, S. A., & Skarphéðinsson, G. (2023). Evaluating the Interrater Reliability of the Icelandic Version of K-SADS-PL DSM-5. Child Psychiatry & Human Development, 1-8. https://doi.org/10.1080/08039488.2020.1733660
Dæmi um birtar greinar:
- Lauth, B., Levy, S. R. A., Júlíusdóttir, G., Ferrari, P., & Pétursson, H. (2008). Implementing the semi-structured interview Kiddie-SADS-PL into an in-patient adolescent clinical setting: impact on frequency of diagnoses. Child and Adolescent Psychiatry and Mental Health, 2(1), 1–9. https://doi.org/10.1186/1753-2000-2-14
Nemendaverkefni:
- 6. Harpa Hrönn Harðardóttir. (2018). Íslensk staðfærsla og mat á próffræðilegum eiginleikum á DSM-5 útgáfu Schedule for Affective Disorders and Schizophrenia for School Aged Children - Present and Lifetime version (K-SADS-PL): Þunglyndisraskanir og áráttu- og þráhyggjuröskun [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/30625
- 5. Hjördís Ólafsdóttir. (2018). Íslensk staðfærsla og mat á próffræðilegum eiginleikum DSM-5 útgáfu Schedule for Affective Disorders and Schizophrenia for School Aged Children Present and Lifetime version (K-SADS-PL): kvíðaraskanir og áfallastreituraskanir [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/30660
- 7. Hrafnkatla Agnarsdóttir. (2020). Gagnreynt mat á fylgiröskunum meðal barna og unglinga með athyglisbrest- og ofvirkni (ADHD): Samanburður á matsmannaáreiðanleika DSM-5 K-SADS-PL greininga meðal barna og unglinga með og án ADHD [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/35917
Reglur um notkun
- Ekki ljóst, unnið er að upplýsingaöflun
Aðrar útgáfur
- Kiddie-SADS-P (Present)
- Kiddie-SADS-L (Lifetime)
- Kiddie-SADS-E (Epidemiological)
Síðast uppfært
- 5/2024