Copenhagen Burnout Inventory (CBI)

Efnisorð

  • Kulnun

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 19
  • Metur: Kulnun á þremur sviðum – persónulegu (6 atriði), starfstengdu (7) og tengdu skjólstæðingum (6). Athuga að síðast nefndi kvarðinn á ekki alltaf við – hann má aðlaga að samhengi eða sleppa. Viðmiðunartími er ótilgreindur
  • Svarkostir: Blandaðir fullmerktir raðkvarðar frá 0 (næstum aldrei / aldrei) til 100 (næstum alltaf / alltaf) eða 0 (að mjög miklu leyti / mjög mikið) til 100 (að mjög litlu leyti / mjög lítið)
  • Heildarskor: Með því að deila heildarskori með fjölda atriða per kvarða má fá meðalskor á hverjum undirkvarða um sig á bilinu 0–100 þar sem hærra skor vitnar um alvarlegri einkenni kulnunar. Miðað hefur verið við skor upp á 50 sem þröskuldsgildi í skimun. Ein útgáfa flokkunar er annars að 0–49 stig eru talin bera vitni um engin eða væg einkenni kulnunar, 50–74 = miðlungs, 75–99 = mikil, og 100 = alvarleg kulnun

Íslensk þýðing

  • Vala Jónsdóttir
  • Sjá einnig rannsókn Gerðar Ólínu Steinþórsdóttur, Amalíu Björnsdóttur og Barkar Hansen hér – þau byggja að hluta á þýðingu Völu
  • Engar nánari upplýsingar fundust varðandi þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki hjúkrunarnema annars vegar og hjúkrunarfræðinga hins vegar hefur innri áreiðanleiki undirkvarða mælst á bilinu α = 0,79 til 0,93.1,2,6 Í nemendaverkefnum hefur α fyrir 13 atriða útgáfu (persónuleg og starfstengd kulnun) í úrtaki lögreglumanna mælst α = 0,91 og 0,953,4. Í úrtaki grunnskólakennara hefur innri áreiðanleiki undirsviðs persónulegra einkenna mælst α = 0,91, 0,81 fyrir starfstengd einkenni og 0,84 fyrir einkenni tengd nemendum (n = 69)5
Réttmæti: Ekkert fannst.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Kristensen, T. S., Borritz, M., Villadsen, E., & Christensen, K. B. (2005). The Copenhagen Burnout Inventory: A new tool for the assessment of burnout. Work & Stress, 19(3), 192–207. https://doi.org/10.1080/02678370500297720

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst

Dæmi um birtar greinar:

  • 2. Berglind Harpa Svavarsdóttir & Elísabet Hjörleifsdóttir. (2020). Streita, kulnun og bjargráð á meðal hjúkrunar fræðinga á bráðalegudeildum. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 1(96), 68–75. https://timarit.is/page/7381688#page/n67/mode/2up
  • 1. Sveinsdóttir, H., Flygenring, B. G., Svavarsdóttir, M. H., Þorsteinsson, H. S., Kristófersson, G. K., Bernharðsdóttir, J., & Svavarsdóttir, E. K. (2021). Predictors of university nursing students burnout at the time of the COVID-19 pandemic: A cross-sectional study. Nurse Education Today, 106, 105070. https://doi.org/10.1016/j.nedt.2021.105070
  • 6. Svavarsdottir, E. K., Flygenring, B. G., Bernhardsdottir, J., Thorsrteinsson, H. S., Svavarsdottir, M. H., Kristofersson, G. K., & Sveinsdóttir, H. (2023). Educational and personal burnout and burnout regarding collaborating with fellow university nursing students during COVID‐19 in 2020–2021. Scandinavian Journal of Caring Sciences37(4), 1016–1027. https://doi.org/10.1111/scs.13177

Nemendaverkefni:

  • 3. Röskva Vigfúsdóttir. (2017). Social support, stress, and burnout among Icelandic police officers [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/28635
  • 4. Hjalti Sigurður Karlsson. (2018). What seems to be the problem officer: A look at burnout and depression among Icelandic police officers [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/30683
  • 5. Sigrún María Ammendrup. (2020). Burnout - detection and prevention : burnout in upper secondary-level schools in Iceland [óútgefin MSc ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/37165
  • Edda Björg Sigmarsdóttir. (2022). „Það er ekkert þess virði þegar... þetta fer að bíta þig alls staðar...“ : Líðan mannauðsfólks á Íslandi [óútgefin MA ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/40959

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – sjá matstækið hér í þýðingu Völu Jónsdóttur
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi formlegar hæfni- eða menntunarkröfur fyrir notkun  

Aðrar útgáfur

  • The Maslach Burnout Inventory – forveri

Síðast uppfært

  • 12/2023