Automatic Thoughts Questionnaire (ATQ)

Efnisorð

  • Sjálfvirkar hugsanir
  • Þunglyndi
  • Þunglyndisþankar

Stutt lýsing

  • Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir
  • Fjöldi atriða: 30
  • Metur: Umfang þunglyndisþanka síðastliðna viku. Atriði tilgreina 30 dæmi um neikvæðar hugsanir sem svarandi er beðinn um að tilgreina hversu oft hafi komið upp. Hugsanir snúa m.a. að sjálfsmati og upplifuðu hjálparleysi 
  • Svarkostir: Fimm punkta fullmerktur raðkvarði frá 1 (aldrei) til 5 (stöðugt)
  • Heildarskor: Fæst með því að leggja saman stig allra atriðanna og liggur á bilinu 30–150 þar sem hærra skor vitnar um aukið umfang þunglyndisþanka

Íslensk þýðing

  • Jakob Smári
  • Engar nánari upplýsingar fundust um þýðingarferli / hvernig staðið var að þýðingu

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í úrtaki nema í nemendaverkefni hefur innri áreiðanleiki mælst α = 0,97.1 Vísbendingar um endurprófunaráreiðanleika breyttrar útgáfu listans* voru jákvæðar (rrho = 0,82), en þeim ber að taka með fyrirvara sökum smægðar úrtaks þar að baki.

Réttmæti: Í sama úrtaki nema mældist fylgni milli skora á ATQ og skora á kvörðum sem meta eiga þunglyndi og tengd hugsanamynstur rrho = 0,50 (Dysfunctional Attitude Scale A), 0,39 (Dysfunctional Attitude Scale B) og 0,68 (PHQ-9).Fylgni við kvarða sem meta kvíða, óvissuóþol og áhyggjur var þó ívið hærri – rrho = 0,67 (GAD-7), 0,63 (IUS) og 0,63 (PSWQ) – sem samræmist því ekki að um ræði hugrænt fyrirbæri sem sé einkennandi í þunglyndi umfram kvíðaraskanir. Leitandi þáttagreining (n = 78) á breyttri útgáfu listans* í sama úrtaki nema benti til eins ríkjandi þáttar í samræmi við upphaflega kenningu.1 Höfundar álykta þó að svarform breyttrar útgáfu sé líkast til of flókið og mæla með breytingum þar að lútandi – sjá umræðu í verkefni þeirra á bls. 21.

*Auk þess að svara atriðum listans voru svarendur beðnir um að tilgreina í hverju tilfelli hversu mikið þeir tryðu viðkomandi hugsun

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Hollon, S. D., & Kendall, P. C. (1980). Cognitive self-statements in depression: Development of an automatic thoughts questionnaire. Cognitive Therapy and Research, 4(4), 383–395. https://doi.org/10.1007/BF01178214

Próffræðigreinar:

  • Ekkert fannst – sjá þó nemendaverkefni að neðan

Dæmi um birtar greinar:

  • Hauksson, P., Ingibergsdóttir, S., Gunnarsdóttir, T., & Jónsdóttir, I. H. (2017). Effectiveness of cognitive behaviour therapy for treatment-resistant depression with psychiatric comorbidity: comparison of individual versus group CBT in an interdisciplinary rehabilitation setting. Nordic Journal of Psychiatry, 71(6), 465–472. https://doi.org/10.1080/08039488.2017.1331263

Nemendaverkefni:

  • 1. Sævar Már Gústavsson. (2016). Believability of negative automatic thoughts : psychometric properties of the Automatic Thoughts Questionnaire – Modified Version [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/25734

 

Reglur um notkun

  • Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi að því er talið er – sjá matstækið hér, fengið úr Prófabanka Sálfræðingafélagsins
  • Engar upplýsingar hafa fundist varðandi formlegar hæfni- eða menntunarkröfur fyrir notkun

Aðrar útgáfur

  • ATQ – Believability
  • ATQ – Positive

Síðast uppfært

  • 9/2024