Coronary Artery Disease Education Questionnaire - Short version (Þekking-KRANS) (CADE-Q-SV)
Efnisorð
- Þekking
- Kransæðasjúkdómar
- Endurhæfing
- Lífsstíll
Stutt lýsing
- Tegund: Sjálfsmat – fullorðnir kransæðasjúklingar í enduhæfingu
- Fjöldi atriða: 20
- Metur: Þekkingu fólks með kransæðasjúkdóma í endurhæfingu á sjúkdómi sínum og heilbrigðum lífsstíl. Skiptist í fimm svið: Sjúkdómstengda þekkingu, Áhættuþætti, Hreyfingu, Næringu og Sálfélagslega áhættu
- Svarkostir: Rétt svör = 1, röng svör = 0 og veit ekki = 0
- Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 0 til 20 þar sem hærra skor vitnar um betri þekkingu
Íslensk þýðing
- Margrét Hrönn Svavarsdóttir & Brynja Ingadóttir (2017)
- Mælitækið var þýtt og staðfært úr ensku á íslensku í samráði við höfunda. Gæði þýðingar voru metin með ítarviðtölum (e. cognitive interviewing) í smáu úrtaki heilbrigðisstarfsfólks og sjúklinga. Orðfæri var að því búnu aðlagað að íslensku samhengi og áherslum í fræðslu íslenskra hjartasjúklinga. Auk þessa var innihald atriða metið af 12 sérfræðingum í hjartaendurhæfingu. Sjá nánari lýsingu á þýðingarferli í nemendaverkefni Hennýjar, Katrínar og Kristbjargar að neðan2
Próffræðilegir eiginleikar
Áreiðanleiki: Innri áreiðanleiki í blönduðu úrtaki kransæðasjúklinga hefur mælst α = 0,74 (athuga þó að fægð svarkosta getur hafa haft áhrif á þá niðurstöðu).1
Réttmæti: Aðhvarfsgreining í blönduðu úrtaki kransæðasjúklinga benti til þess að aldur, menntun, reykingar, sjálfstiltrú og fyrri innlagnir á sjúkrahús vegna kransæðasjúkdóma hefðu forspárgildi fyrir þekkingu á sjúkdómi og líffstíl, en skýringarhlutfall var þó lágt (tæplega 16%).1
Heimildir
Upprunaleg heimild:
- Ghisi, G. L. M., Sandison, N. og Oh, P. (2016). Development, pilot testing and psychometric validation of a short version of the coronary artery disease education questionnaire: The CADE-Q SV. Patient Education and Counseling,
99(3), 443-447. https://doi:10.1016/j.pec.2015.11.002
Próffræðigreinar:
- 1. Ketilsdóttir, A., Halldórsdóttir, H., Sigurlásdóttir, K., Ingadóttir, B., & Svavarsdóttir, M. H. (2021). Fræðsluþarfir og sjúkdómstengd þekking einstaklinga með kransæðasjúkdóm: Þversniðsrannsókn við útskrift af sjúkrahúsi. Tímarit hjúkrunarfræðinga, 97(2), 64-73. https://www.hirsla.lsh.is/handle/2336/621840
Dæmi um birtar greinar:
- Svavarsdóttir, M. H., Halapi, E., Ketilsdóttir, A., Ólafsdóttir, I. V., & Ingadottir, B. (2023). Changes in disease-related knowledge and educational needs of patients with coronary heart disease over a six-month period between hospital discharge and follow-up. Patient education and counseling, 117, 107972. https://doi.org/10.1016/j.pec.2023.107972
Nemendaverkefni:
- 2. Henný Hrund Jóhannsdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir & Kristbjörg Eva Heiðarsdóttir. (2017). "Hugur einn það veit er býr hjarta nær" : þýðing og staðfæring matstækisins Sp-KRANS á þekkingu einstaklinga með kransæðasjúkdóm [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/27956
Reglur um notkun
- Ekki ljóst með höfundarrétt, en í opnum aðgangi – íslenska þýðingu má nálgast hér
- Höfundur biður rannsakendur um að láta vita af fyrirhugaðri notkun, sjá hér
- Ekki er vitað til þess að fyrirlögn krefjist sérstakrar þjálfunar
Aðrar útgáfur
- Coronary Artery Disease Education Questionnaire (CADE)
Síðast uppfært
- 1/2024