Strengths and Difficulties Questionnaire (Spurningar um styrk og vanda) (SDQ)

Efnisorð

  • Hegðunarvandi
  • Tilfinningavandi
  • Börn
  • Skimun
  • ADHD

Stutt lýsing

  • Tegund: Mat foreldra / kennara barns, mat klínísks fagfólks eða sjálfsmat barns í tilviki eldri barna
  • Fjöldi atriða: 25
  • Metur: Tilfinninga– og hegðunarvanda barna ásamt styrkleikum þeirra á fimm undirkvörðum sem hver um sig inniheldur fimm atriði. Undirkvarðarnir eru tilfinningavandi, hegðunarvandi, ofvirkni / athyglisbrestur, samskiptavandi og félagshæfni. Miðað er við síðastliðna sex mánuði
  • Svarkostir: Þriggja punkta fullmerktur kvarði: 0 (ekki rétt), 1 (að nokkru rétt) og 2 (örugglega rétt)
  • Heildarskor: Heildarskorum undirkvarða (spönn = 0–10) er umbreytt í T-skor með M = 50 og SF = 10. Oft er miðað við skor upp á 65 eða hærra sem þröskuld við skimun. Heildarskor má sömuleiðis reikna fyrir vandamál með samlangingu skora á þeim fjórum undirkvörðum sem meta þau (spönn = 0–40) –  ekki er ljóst hvort hefð er fyrir því að umbreyta því skori í T-skor en það má ætla. Óháð skorunaraðferð vitna hærri skor um aukinn vanda (nema í tilviki félagshæfni). Sjá nánar um framkvæmd hér

Íslensk þýðing

  • SDQ var uppunalega þýddur á íslensku árið 2001.1 Eftirfarandi aðilar komu að þýðingu, bakþýðingu og forprófun SDQ: Agnes Hrafnsdóttir, Ólafur Ó. Guðmundsson, Páll Magnússon, Stefán Steinsson og Urður Njarðvík (sjá hér)

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Fyrir áreiðanleika í úrtaki foreldra og leikskólakennara 5 ára barna, sjá grein Agnesar Huldar Hrafnsdóttur (2005-2006). Fyrir áreiðanleika í úrtaki kennara og foreldra, sjá verkefni Hörpu Hrundar Berndsen (2005). Fyrir áreiðanleika kennara-, foreldra- og sjálfsmatsútgáfu meðal ungmenna, sjá verkefni Aniku Ýrar Böðvardóttur (2006).

Réttmæti: Fyrir meginhlutagreiningu í úrtaki foreldra og leikskólakennara 5 ára barna, sjá grein Agnesar Huldar Hrafnsdóttur (2005-2006). Fyrir leitandi þáttagreiningu á kennara-, foreldra- og sjálfsmatsútgáfu meðal ungmenna, sjá verkefni Aniku Ýrar Böðvardóttur (2006). Fyrir staðfestandi þáttagreiningu í úrtaki foreldra leikskólabarna, sjá verkefni Lindu Maríu Þorsteinsdóttur (2016).

Athuga að mörg nemendaverkefni fundust þar sem vísað er til breyttrar útgáfu SDQ, en samkvæmt heimildum Próffræðistofu hefur sú útgáfa aldrei verið gefin út eða viðurkennd.

 

Heimildir

Upprunaleg heimild:

  • Goodman R. (1997). The Strengths and Difficulties Questionnaire: a research note. Journal of Child Psychology and Psychiatry, and Allied Disciplines, 38(5), 581–586. https://doi.org/10.1111/j.1469-7610.1997.tb01545.x
  • Goodman R. (2001). Psychometric properties of the strengths and difficulties questionnaire. Journal of the American Academy of Child and Adolescent Psychiatry, 40(11), 1337–1345. https://doi.org/10.1097/00004583-200111000-00015
  • Goodman, A., Lamping, D. L., & Ploubidis, G. B. (2010). When to use broader internalising and externalising subscales instead of the hypothesised five subscales on the Strengths and Difficulties Questionnaire (SDQ): data from British parents, teachers and children. Journal of Abnormal Child Psychology, 38, 1179–1191. https://doi.org/10.1007/s10802-010-9434-x

Próffræðigreinar:

  • Agnes Huld Hrafnsdóttir. (2005-2006). Athugun á próffræðilegum eiginleikum Spurninga um styrk og vanda í hópi 5 ára barna á Íslandi. Sálfræðiritið, 10-11, 71-82. https://core.ac.uk/reader/38272560

Dæmi um birtar greinar:

  • 1. Obel, C., Heiervang, E., Rodriguez, A., Heyerdahl, S., Smedje, H., Sourander, A., Guðmundsson, Ó. O., Clench-Aas, J., Christensen, E., Heian, F., Mathiesen, K. S., Magnússon, P., Njarðvík, U., Koskelainen, M., Rønning, J. A., Stormark, K. M., & Olsen, J. (2004). The strengths and difficulties questionnaire in the Nordic countries. European Child & Adolescent Psychiatry, 13, ii32–ii39. https://doi.org/10.1007/s00787-004-2006-2
  • Ragnarsdottir, B., Hannesdottir, D. K., Halldorsson, F., & Njardvik, U. (2018). Gender and age differences in social skills among children with ADHD: peer problems and prosocial behavior. Child & Family Behavior Therapy, 40(4), 263–278. https://doi.org/10.1080/07317107.2018.1522152
  • Guðmundsdottir, H. R., Karlsson, Þ., & Ævarsdottir, Þ. (2019). The psychometric properties of the Icelandic version of the preschool anxiety scale-revised (PAS-R). Nordic Psychology, 71(3), 218–232.
    https://doi.org/10.1080/19012276.2019.1586571

Nemendaverkefni:

  • Harpa Hrund Berndsen. (2005). Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Spurningalistans um styrk og vanda (SDQ) [óútgefin BA ritgerð]. Háskóli Íslands 
  • Anika Ýr Böðvarsdóttir. (2006). Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar útgáfu foreldra-, kennara- og sjálfsmatskvarða SDQ [óútgefin cand.psych. ritgerð]. Háskóli Íslands 
  • Linda María Þorsteinsdóttir. (2016). Factor structure of the Strengths and Difficulties Questionnaire (SDQ) in preschool aged children [óútgefin cand.psych. ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/24932
  • Elva Björk Þórhallsdóttir. (2019). Tengsl streitu foreldra og óreiðu á heimilum við einkenni ADHD og hegðunarvanda hjá börnum á leikskólaaldri [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/33373
  • Freydís Jóna Guðjónsdóttir. (2023). Social Skills of Icelandic Youth with Neurodevelopmental Disorders: Peer Problems and Prosocial Behavior Among Children with ADHD and/or Autism Spectrum Disorder  [óútgefin MS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/44679
  • Breytt útgáfa
    • Ása Birna Einarsdóttir. (2011). Endurbætt þýðing foreldraútgáfu SDQ listans; Próffræðilegir eiginleikar í hópi fimm ára barna [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/10263
    • Ragnheiður Dísa Gunnarsdóttir & Vilborg María Alfreðsdóttir. (2011). Mat á próffræðilegum eiginleikum endurbættrar þýðingar á SDQ [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/8647
    • Theódóra Gunnarsdóttir. (2011). Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar kennaramatsútgáfu SDQ: Endurbætt útgáfa [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/8544
    • Berglind Friðriksdóttir. (2012). Próffræðilegir eiginleikar kennaramatsútgáfu. Spurninga um styrk og vanda (SDQ): Endurbætt útgáfa í úrtaki 6-10 ára barna [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/11971
    • Rebekka Ásmundsdóttir & Þóra Björg Sigurðardóttir. (2012). Endurbætt þýðing foreldraútgáfu SDQ listans. Próffræðilegir eiginleikar í hópi 6-10 ára barna [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/11889
    • [Athuga að verkefnið segir frá breyttri útgáfu sem ekki er í almennri notkun] Þórey Huld Jónsdóttir. (2012). Skilningur á atriðum í endurbættri foreldraútgáfu hins íslenska SDQ lista [óútgefin BS ritgerð]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/10772

 

Reglur um notkun

  • Leyfisskyldur að því er talið er, en er þó aðgengilegur á vefsíðu matstækisins (nýrri útgáfa síðunnar hér)
  • Rannsakendum bent á að senda póst á youthinmind@gmail.com eða support@youthinmind.com til að taka af allan vafa
  • Notkun krefst ekki sérstakrar hæfni eða menntunar, sjá hér

Aðrar útgáfur

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært

  • 5/2024