Evidence-Based Practice Beliefs Scale (EBP Beliefs Scale)

Efnisorð 

  • Gagnreynd vinnubrögð
  • Viðhorf

Stutt lýsing 

  • Tegund:  Sjálfsmat – hjúkrunarfræðingar
  • Fjöldi atriða: 16
  • Metur: Viðhorf hjúkrunarfræðinga til gagnreyndra vinnubragða, mikilvægis þeirra, og eigin getu til að ástunda þau. Meðal þess sem atriði meta er viðhorf til áhrifa gagnreyndra vinnubragða í klínísku starfi, þekking og færni sem þarf til ástundunar, og viðhorf til þess hvort svarandi telji sig ástunda gagnreynd vinnubrögð í sínu starfi
  • Svarkostir: Fimm punkta Likert-kvarði frá 1 (mjög ósammála) til 5 (mjög sammála)
  • Heildarskor: Heildarskor eru á bilinu 16–80 þar sem hærra skor vitnar um jákvæðara viðhorf til gagnreyndra vinnubragða

Íslensk þýðing

  • Hrund S. Thorsteinsson.1 Löggildur þýðandi og tvítyngdur heilbrigðisstarfsmaður með þekkingu á sviði gagnreyndra vinnubragða gerðu hvor sína þýðingu sem síðan voru bornar saman og sameinaðar í eina. Sú þýðing var bakþýdd af tveimur öðrum tvítyngdum heilbrigðisstarfsmönnum, og voru bakþýðingarnar bornar saman innbyrðis og við upprunalega útgáfu. Í kjölfarið voru smávægilegar breytingar gerðar á íslensku þýðingunni. Að endingu var þýðingin lesin yfir af hjúkrunarfræðingum með þekkingu á sviði inntaksins til að tryggja skýrleika

 

Próffræðilegir eiginleikar

Áreiðanleiki: Í slembiúrtaki hjúkrunarfræðinga í upprunalegri þýðingargrein reyndist innri áreiðanleiki vera α = 0,86 og helmingunaráreiðanleiki r = 0,87.1 Í úrtaki bráðahjúkrunarfræðinga mældist α 0,86.2

Réttmæti: Sex hjúkrunarfræðingar með þekkingu á sviði gagnreyndra vinnubragða mátu inntak listans m.t.t. þess hversu vel það ætti við í íslensku samhengi.1 Heilt yfir þótti inntakið skýrt og skilmerkilegt. Í slembiúrtaki hjúkrunarfræðinga í sömu grein gaf meginhlutagreining eina ráðandi vídd með skýringargildi upp á rúm 33%, samanborið við 40% í upprunalegri útgáfu. Skriðurit gaf vísbendingar um 2 víddir, en stærð þáttahleðsla á fyrri vídd og áreiðanleiki hennar voru talin gefa rökstuðning fyrir einnar-víddar lausn. Við samanburð skora á EBP listanum reyndust hjúkrunarfræðingar á Landspítala Háskólasjúkrahúsi, hjúkrunarfræðingar í stjórnunar- eða menntastöðum og hjúkrunarfræðingar með meistarapróf hafa marktækt hærri skor á listanum en samanburðarhópar, í samræmi við væntingar rannsakenda. Að sama skapi reyndust þeir hjúkrunarfræðingar sem best þekktu hugtakið gagnreynd vinnubrögð skora hæst á listanum á meðan þeir sem minnst þekktu til hugtaksins skoruðu lægst.

 

Heimildir 

Upprunaleg heimild:

  • Melnyk, B. M., Fineout-Overholt, E., & Mays, M. Z. (2008). The evidence-based practice beliefs and implementation scales: psychometric properties of two new instruments. Worldviews on evidence-based nursing, 5(4), 208–216. https://doi.org/10.1111/j.1741-6787.2008.00126.x

Próffræðigreinar:

  • 1. Thorsteinsson H. S. (2012). Translation and validation of two evidence-based nursing practice instruments. International nursing review, 59(2), 259–265. https://doi.org/10.1111/j.1466-7657.2011.00969.x

Dæmi um birtar greinar: 

  • 2. Thorsteinsson, H. S., & Sveinsdóttir, H. (2014). Readiness for and predictors of evidence-based practice of acute-care nurses: a cross-sectional postal survey. Scandinavian journal of caring sciences, 28(3), 572–581. https://doi.org/10.1111/scs.12083

Nemendaverkefni: 

  • Ekkert fannst

 

Reglur um notkun 

  • Leyfisskyldur og höfundarréttarvarinn – rannsakendur sæki um leyfi hjá höfundi á melnyk.15@osu.edu 
  • Ekki er vitað til þess að notkun krefjist sérstakrar hæfni / þjálfunar

Aðrar útgáfur 

  • Ekkert fannst

Síðast uppfært 

  • 7/2023